Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

...í skjóli nafnleyndar?

Gleymast alltaf þeir sem skrifa undir nafni og láta frá sér á bloggum sínum ótrúlegust ummæli um fólk, sem ekki er þeim sammála.  Menn sem ætlast til að tekið sé mark á þeim í umræðunni úthúða fólki með orðfæri götustráksins!  Og svo mætti tala um eineltið sem umræðu-"elítan" leggur stund á. Að sinni skulu þessir menn og konur ekki nafngreind, en aðeins tekin smádæmi um það, sem þau láta sér sæma:  "Jóhanna Sigurðardóttir hugsar með rassgatinu."  "Þú er bara einfeldningur og fíff" og "hann er bara einfeldningur og kjáni að halda þessu fram, les ...að vera ekki sammála mér."  "Kommúnisti" er geysilega vinsælt og talið til marks um að viðkomandi sé ekki viðræðuhæfur, og skiptir þá engu máli, að hann/hún sé ekki einu sinni til vinstri í pólitík!  "Þetta sem þú segir skiptir ekki máli í umræðunni."  Stórbokkar elítunnar, sem hafa vörumerkið "ÉG", en ekki "ég" telja sig þess  umkomna að ákveða þetta allt saman og þeir ráði hvað skiptir máli!  Og svo má ekki gleyma fúkyrðum einsog "föðurlandssvikari og landráðamaður", sem er sérstaklega vinsælt.  Og svo "gyðingahatari", það eru allir sem gagnrýna framferði síonistanna í Ísrael!

Þetta eru bara svona mjög væg dæmi um hvernig "nafntogaðir" úthúða samborgurum sínum.  Hámenntaðir og gáfaðir telja alveg sjálfsagt að hegða sér einsog götustrákar og hellisbúar, og jafnvel verri en þeir sem skrifa ekki undir nafni!


mbl.is Óhefluð umræðumenning Íslendinga í netheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru völd ópíum fyrir forystu vinstrimanna á Íslandi?

Skrímsladeildin fer hamförum gegn mótmælendum þessa dagana.  Er á sama máli og formaður Sjálfgræðisflokksins sem eignaði Sjálfgræðisflokknum mótmælahreyfinguna! 
Kannski grasrótin, mótmælendur, gangi þá bara í Sjálfstæðisflokkinn, hehe?
Svavar Gestsson er á þessum sömu buxum og aðrir í flokkselítu Vg. Talar aðallega um valdabaráttu fjórflokksins og að Sjálfstæðisflokkurinn berji tunnur í grein í Fréttablaðinu í gær. Ég hef nú ekki séð alla þessa Sjálfstæðismenn sérstaklega, en grasrótin hefur yfirleitt ekki neina sérstaka samúð með délistanum! Það er hinsvegar ekki hægt að banna kjósendum X-D að mæta!
Verst að núverandi ríkisstjórn réttir alþýðunni fingurinn af sömu áfergju og ríkisstjórnir síðustu 20 ára. Ríkisstjórnir Sjálfgræðisflokksins. Er nema von að flótti sé brostinn á grasrótina í Vg!
Eru völd ópíum fyrir forystu vinstrimanna á Íslandi?
Ég er fyrrverandi félagi í Vg.  Sagði mig úr flokknum, þar sem ég taldi núverandi ríkisstjórn vera leppstjórn AGS.  Ég hef ekki skipt um skoðun.
Flokkseigendafélag Vg ætti að fara að átta sig á, að það er aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart vanda heimilanna og atvinnulífsins, sem er ástæða mótmælanna. Ekki ást á X-D!  Kannski breytist það, ef málflutningur skrímsladeildarinnar breytist ekki.  Og að ríkisstjórnin heldur sig í framtíðinni við þá stefnu, að aðstoða aðeins fjármálastofnanir og auðmenn, en gleymir alþýðunni.

Neyðarstjórn, takk!

Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem  vandamál samfélagsins eru.  Kjarklaus og huglaus!  Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi.  Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við.  Málin verður að leysa.  Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn!  Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga.  Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/
mbl.is Áttu fund með Jóhönnu og Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarstjórn er það sem þarf í landinu!

Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem  vandamál samfélagsins eru.  Kjarklaus og huglaus!  Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi.  Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við.  Málin verður að leysa.  Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn!  Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga.  Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/
mbl.is Fleiri sækja um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf er á utanþingsstjórn.

  Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem  vandamál samfélagsins eru.  Kjarklaus og huglaus!  Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi.  Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við.  Málin verður að leysa.  Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn!  Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga.  Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/

 

Neyðarstjórn eða kosningar - yfirlýsing frá þingmönnum Hreyfingarinnar.

Sú mesta efnahagsvá sem samfélaginu stafar hætta af í dag er skuldavandi íslenskra heimila.  Undanfarna viku hafa þingmenn Hreyfingarinnar tekið þátt í fjölda samráðsfunda með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, öðrum þingmönnum og hagsmunaaðilum til að kanna hvort raunverulegur vilji sé til að leysa málin. Þrátt fyrir að fyrir liggi leiðir til lausnar sem gagnist mjög skuldugum heimilum án kostnaðar fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur, er ríkisstjórnin ekki fær um að leysa úr málinu með sanngjörnum og réttlátum hætti. Ríkisstjórnin hefur nú endanlega sýnt að hún getur ekki stjórnað landinu með almannahag að leiðarljósi og hlýtur því að vera komin að leiðarlokum.

Vegna þeirrar alvarlegu stjórnarkreppu sem nú ríkir og útilokað er að Alþingi geti leyst,  leggja þingmenn Hreyfingarinnar fram eftirfarandi tillögur sem lúta að tímabundinni neyðarstjórn landsins (þingmanna og/eða utanþingsmanna) í stað núverandi ríkisstjórnar samkvæmt eftirfarandi forskrift.

1)      Forsætisráðherra skilar inn umboði sínu til forseta Íslands.
2)      Forseti Íslands kannar hvort þingmeirihluti sé fyrir því að verja slíka neyðarstjórn vantrausti verði henni komið á.
3)      Sé slíkur meirihluti ekki fyrir hendi verði boðað til Alþingiskosninga.
4)      Sé slíkur meirihluti fyrir hendi gerir forseti Íslands tillögu að neyðarstjórn. Tillaga forseta Íslands getur annað hvort falist í uppástungu að forsætisráðherra sem velji sér samráðherra eða tillögu að öllum ráðherrum slíkrar ríkisstjórnar.
5)      Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um tillögu forseta Íslands að neyðarstjórn. Kosið verði um neyðarstjórnina í heild sinni. Verði henni hafnað verið boðað til Alþingiskosninga.
6)      Verði tillagan samþykkt starfar neyðarstjórnin þangað til stjórnlagaþing hefur lokið störfum og Alþingi afgreitt frumvarp um nýja stjórnarskrá. Að því loknu verði boðað til Alþingiskosninga.
7)      Neyðarstjórnin skal fá til liðs við sig færustu sérfræðinga. Í störfum sínum notist neyðarstjórnin við þjóðaratkvæðagreiðslur til að skera úr um brýn ágreiningsmál.

Verkefni neyðarstjórnar yrðu m.a.:
a)      Setning neyðarlaga til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem taki m.a. mið af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna.
b)      Opinber lágmarks framfærsluviðmið.
c)      Fjárlög.
d)     Lýðræðisumbætur.
e)      Endurskoðun á samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

 

Eftirfarandi er svo tekstinn á síðunni http://utanthingsstjorn.is/

Áskorun

Alþingi nýtur ekki trausts nema 9% þjóðarinnar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Stjórn og stjórnarandstaða eru ráðþrota og gagnslaus. Þjóðstjórn kemur ekki til greina og alþingiskosningar eru tilgangslausar því stjórnmálaflokkar hafa mótað valdakerfið eftir eigin þörfum og vilja engu breyta.

Utanþingsstjórn er því eini raunhæfi möguleikinn í stöðunni. Í svipaðri stöðu, árið 1942 þegar síðast stóðu fyrir dyrum miklar stjórnarskrárbreytingar og ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn, myndaði Sveinn Björnsson utanþingsstjórn til bráðabirgða. Við skorum á forsetann að skipa slíka stjórn áður en það ófremdarástand sem nú er uppi kallar yfir þjóðina enn alvarlegri afleiðingar.

Við undirrituð skorum á forseta Íslands að skipa landinu utanþingsstjórn sem tryggt verður að njóti stuðnings og samþykkis þjóðarinnar.

Utanþingsstjórnin skyldi svo fyrst og fremst einbeita sér að því að leysa brýnustu vandamál samfélagsins. Heimili landsins líða fyrir vanhæfi stjórnmálastéttarinnar og því ætti eftirfarandi að vera í forgangi:

  • Það þarf að setja neyðarlög til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem tekur mið af tillögum hagsmuna- og faghópa.
  • Utanþingsstjórnin hefur auk þess það verkefni að vinna að skynsamlegum og raunhæfum langtímalausnum á skuldavanda heimilanna.
  • Þar sem atvinnumissir er orðið stórt vandamál er það ekki síður brýnt verkefni utanþingsstjórnarinnar að vinna að uppbyggingu atvinnuveganna á skynsaman og raunhæfan hátt um allt land.
  • Gagnger endurskoðun á efnahagsstefnu landsins. Þ.m.t. samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Miða skal við að utanþingsstjórn hafi að lágmarki sex mánuði til að klára þessi verkefni en æskilegt væri að hún hafi lokið störfum er ný stjórnarskrá liggur fyrir enda verður þá boðað til kosninga út frá fyrirkomulagi nýrrar stjórnarskrár.


Við viljum utanþingsstjórn. Tengill á undirskriftir: http://utanthingsstjorn.is/

Við viljum utanþingsstjórn.
Ég skora á forseta Íslands að skipa utanþingsstjórn nú þegar.
Tengill til að skrifa undir: http://utanthingsstjorn.is/

Við viljum utanþingsstjórn. Ég skora á forseta Íslands að skipa utanþingsstjórn nú þegar.

Við viljum utanþingsstjórn.
Ég skora á forseta Íslands að skipa utanþingsstjórn nú þegar.
Tengill til að skrifa undir: http://utanthingsstjorn.is/

Mikill innheimtuvandi fjármálafyrirtækja! Hagsmunasamtök Heimilanna.

Hagsnunasamtók Heimilanna:

"Í nýlegri skýrslu AGS er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Þar eru m.a. tvö meðfylgjandi gröf. Það fyrra sýnir hlutfall lána sem eru það sem nefnt er NPL (Non-performing Loans) þ.e.a.s. lán sem eru í vanskilum (NPL eru lán sem eru í 90 daga vanskilum eða meira). Þetta hlutfall er hvorki meira né minna en 63% samkvæmt línuritinu. Í Febrúar 2010 virðast þetta hafa tekið að aukast lítillega. Hugsanlega tengist það greiðsluverkfalli HH en það þarf þó ekki að vera.

Aðeins 37% lána eru samkvæmt þessu í skilum...." 

 Greinin í heild:

http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/58-frettir/1027-mikill-innheimtuvandi-fjarmalafyrirtaekja

Aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur og "Íslenski stjórnunarstíllinn!"

   Ég varð að setja þetta á síðuna mína með þessum líka flottu gæsalöppum!  Hér mærir Hrannar B. Arnarson  "íslenska stjórnunarstílinn".  Þennan stíl, sem setti okkur á hausinn og greinilegt að hann má varla vatni halda af hrifningu!  Hvort hann hrífst jafnmikið af stjórnunarstíl IMF (INTERNATIONAL MOTHER F......)  veit ég ekki, en þykir ekki ólíklegt!  Það getur stundum verið skemmtilegt að rifja upp fyrri tíð!  Ekki veitir af að skemmta sér svolítið. 

"30.4.2007 | 09:59

Íslenski stjórnunarstíllinn !

Í síðustu viku fór ég til London og heimsótti ásamt samnemendum mínum í  MBA við Háskóla Íslands, þrjú af þeim íslensku útrásarfyrirtækjum sem starfa í Englandi og hafa verið að gera það gott á undanförnum misserum. Við vorum svo lánsöm að helstu stjórnendur þessara fyritækja tóku á móti okkur, gáfu okkur dýrmæta innsýn í reksturinn og leyfðu okkur að spyrja sig spjörunum úr um þá ævintýralegu velgengni sem þessi íslensku fyrirtæki hafa upplifað að undanförnu.   

 

Jafnvel þó mikið hafi verið fjallað um íslensku útrásarfyrirtækin í íslenskum fjölmiðlum verð ég að viðurkenna að árangur þessara fyrirtækja og umfang þeirra í bresku efnahagslífi kom mér verulega á óvart. Göngutúr eftir Oxfordstræti, þar sem búðir Baugs eru nánast alltaf í augsýn segir að vísu mikla sögu, en þegar fjöldi þeirra starfsmanna sem vinna hjá íslensku fyrirtækjum í Bretlandi er skoðaður kemur í ljós að þeir eru komnir vel á annaðhundrað þúsundið – 120.000 var talan sem ég heyrði þarna úti. Á íslenskum vinnumarkaði skilst mér hinsvegar að séu uþb 180.000 vinnandi einstaklingar. Með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða að starfsmenn íslenskskra fyrirtækja í Bretlandi verði fleiri en allir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði !

 

Annað sem mér fannst athyglisvert og var sem rauður þráður í máli stjórnenda þeirra fyrirtækja sem við hittum, var hversu mikilvægur þáttur í árangri íslensku útrásarfyrirtækjanna hinn “íslenski stjórnunarstíll” var. “Íslenski stjórnunarstíllinn” er að vísu ekki það orð sem viðmælendur okkar notuðu, en allir lýstu þeir svipuðum eiginleikum eða aðferðafærði sem mér finnst vel meiga kalla þessu nafni. Stuttar boðleiðir í æðstu stjórnendur, þáttaka þeirra í öflun og ræktun viðskiptasambanda, áræðni og “just do it” hugarfar í flestu tilliti. Auðvitað ekki nein ævintýramennska eða fífldyrfska, heldur fagleg vinnubrögð með krafti og áræni frumkvöðulsins.

 

Þegar haft er í huga að íslensku útrásarfyrirtækin standa andspænis stofnanavæddu “nýlenduskipulagi” bresks efnahagslífs er maður ekki undrandi á að “íslenski stjórnunarstíllinn” nái yfirhöndinni. Þessari staðreynd eru æ fleiri að átta sig á og þess vegna sækjast æ fleiri eftir samvinnu og viðskiptum við íslensku útrásarfyrirtækin. “Íslenski stjórnunarstíllinn” nýtur orðið trausts og vinsælda og mun sjálfsagt komast í tísku áður en langt um líður. Það má því með góðu móti halda því fram að nýjasta og mikilvægasta útflutningsvara okkar Íslendinga sé stjórnunarþekking. Á þeirri þekkingu eru íslensk fyrirtæki á uþb 10 árum búin að nánast tvöfalda mannaflan sem vinnur undir íslenskum merkjum og skilar þjóðarbúinu tekjum."

 

"Pælum í því !"


Skríllinn haldi sig fjarri. Er þetta skríllinn?

austurvöllur13.  Eða...auðun gíslason 

 Lögreglan dró upp brúsa sína og kylfur!  Ávallt viðbúinn!  Það lærði ég ungur í skátunum!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband