Davíð hafður að athlægi í útlöndum...

...og vinur hans gefur okkur öllum tilefni til að álíta að það sé ekki af ástæðulausu. 

En eru ekki flestir búnir að fá nóg af þessari gersamlega tilefnislausu persónudýrkun á Davíð.   Hverslags þráhyggja er þetta í Frjálshyggjusöfnuðinum? Gamla forstokkaða Kremlarklanið fölnar í samanburði! Er ekki hægt að fá eitthvað við þessu?  Eða er kannski einhverskonar atferlismeðferð lausnin?

Það segir alla söguna um atgervi DO og feril, að flestum ber saman um að til að bæta ímynd landsins, og öðlast traust, er forgangsverkefnið að losna við Davíð.  Og ekki seinna en strax!

Maðurinn sam kastaði stríðshanskanum framan í umheiminn, þegar síst skyldi, í upphafi hrunsins mikla:  Við borgum ekki...  Einmitt á því augnabliki í sögu þjóðarinnar, þegar við svo sannarlega þurftum að fara varlega og gæta þess að láta ekki hégómagirnd og heimsku skaða hagsmuni þjóðarinnar!  En ó ekki!  Þurfti þá ekki að slá saman í hausnum á Davíð:  Við borgum ekki...


mbl.is Hannes Hólmsteinn: Óvinir Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband