Brjóstumkennanlegt málþóf minnihluta þingmanna á háttvirtu Alþingi!

Langlokur délistans eru dapurlegar í ljósi stöðunnar.  Fjórum klukkustundum eyddu þeir í að ræða þingmál, sem þeir voru í einu og öllu sammála.  Á annað hundrað skipti hafa þeir staðið og rætt fundarstjórn forseta.  Nú þegar þeir ræða srjórnarskipunarlög nota þeir tímann í að ræða mál, sem koma málinu ekkert við.  SKK notar stóran hluta tíma síns til að reyna að hvítþvo Sjálfstæðisflokksins af allri ábyrgð á 18 ára stjórnarsetu sinni.  Allt er öðrum að kenna.  Það sem þeir hafa helst að athuga við stjórnlagaþingið er að vald þingsins skerðist.  Skrautfjöðrum délistans hefur, ásamt öðrum þingmönnum, mistekist að endurskoða stjórnarskránna,  svo að vit sé í! 

Hvernig stendur á því, að þingmenn délistans beita málþófi í öllum málum ef délistanum er svona annt um framganga mála á Alþingi?  Þeir tala um að hraða þurfi þingstörfum, en tefja svo öllu mál, sem fram koma?

Hvað segja kjósendur flokksins um það?  Sumir hafa beðist afsökunar á að hafa greitt flokknum atkvæði sitt.  Munu þeir kjósa flokkinn aftur engu að síður?


mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sú eina afsökunarbeiðni sjálfstæðismanns sem ég tek mark á kemur í gegn um höndina sem stýrir blýantinum í kjörklefanum.

Allar þeirra afsökunarbeiðnir sem koma út um kjaftinn eru auðvitað marklausar.

Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband