Sigur spillingaraflanna! Aldrei stóð til að rannsaka eitt né neitt! Sérstakur saksóknari var ráðinn til að rannsaka EKKI málin!

Eva Joly hótar að hætta og nefndir Alþingis fá ekki umbeðin gögn úr Fjármálaeftirlitinu!  Nefndarmaður í rannsóknarnefnd Alþingis, sem nefnir almælt tíðindi á Íslandi í litlu skólablaði í USA á á hættu að missa starfið við rannsókn á hruninu!  Það er alveg kýrskýrt að hér eru spillingaröflin risin uppá afturlappirnar.  Eva Joly er hindruð í starfi sínu og efnahags og viðskiptanefndir þingsins líka.  Reynt er að trufla störf rannsóknarnefndar þingsins með kjánalegum klögumálum burtrekins forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Ég hef áður haldið því fram að sérstakur saksóknari hafi ekki verið ráðinn til að rannsaka glæpamál tengd hruninu.  Hann hafi verið ráðinn til að rannsaka ekki glæpamál tengd hruninu.  Þangað til annað sannast stend ég við þessa fullyrðingu!

Hætti Eva Joly störfum er endanlega útum orðspor okkar Íslendinga.  Umheiminum verður ljóst að aldrei stóð til að rannnsaka hrunið, aðdraganda þess og afleiðingar!  Aldrei hafi staðið til að draga neinn til ábyrgðar!  Það sem hefur verið gert sé sýndarmennskan tóm!

Nú þurfum við að gera svo vel og gera upp við okkur hvernig þetta á að vera!  Skal rannsakað og ákært eða skal láta kyrrt liggja?

P.s. á nokkrum bloggum hefur mátt sjá skrif sem segja mér að aldrei hafi átt að rannsaka eitt né neitt!  Þau blogg eru tengd félagi tengdu Sjálfstæðisflokknum, frambjóðanda sama flokks í síðstu kosningum og öðrum götustrákum!


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

 Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér sýnist þetta, vera byrtingarmynd þess vandamáls ríkisstjórnarinnar, hvað verkstjórn hennar er léleg.

Með öðrum orðum, hlutir sem þarf að gera, komast ekki í verk.

Mundu, enn hafa gömlu bankarnir ekki verið gerðir upp,,,sem þýðir, formlega séð eru nýju bankarnir ekki til, og allt á huldu um eiginfjárstöðu þeirra, sem skýrir af hverju þeir geta ekki veitt neina fyrirgreiðslu til atvinnulífsins, sem og til almennings.

Þetta ástand, er stærsta ástæðan fyrir stöðugu falli krónunnar, þ.s. verð gjaldmiðils, er byrtingarmynd mats markaðarins, á stöðu hagkerfisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ætli ástandið segi ekki meira um rotið kerfi og valdamikið valdaapparat helmingaskiptaflokkanna!  Menn ættu kannski að horfa út fyrir askbrúnina!

Auðun Gíslason, 10.6.2009 kl. 17:04

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

<Greinin sem ég er búinn að skrifa>

Eva Joly hótar að hætta!!

einar_bjorn_bjarnason-1_861133.jpg Verkstjórnin er í Molum

Það er hreint hneiksli hve léleg verkstjórn ríkisstjórnarinnar er. Mikilvæg, og bráðnauðsynleg mál, komast ekki til framvkæmda. Munið, að enn er ekki formlega búið að ganga frá stofnun viðskiptabankanna, vegna þess að ekki er enn búið að fromlega að klára uppgjör þeirra gömlu. Það er fullkomin skýring þess hvers vegna nýju bankarnir eru lamaðir, og geta ekki veitt neina fyrirgreiðslu til heimila og fyrirtækja; einfaldlega vegna þess, að enn er allt á huldu um eiginfjár stöðu þeirra.

Enginn bankastjóri með réttu ráði, veitir lán, meðan hann veit ekki hvers virði eignir bankans eru né hve miklar þær eiga að vera. Á meðan, er atvinnulífið smám saman, að hrynja sama.

Þetta er fullnægilegt, til að skýra af hverju krónan er stöðugt að lækka; því verðgildi gjaldmiðla er einfaldlega byrtingarmynd stöðumats markaðarins á viðkomandi hagkefri, sbr. að hlutabréfaverð er sambæriegt mat á stöðu fyrirtækja.

Seðlabankastjóri hótaði að hætta nýlega

Ekki gleima þessu, sjá: Josefsson hótar að hætta.  En honum fannst stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart nýju bönkunum, ekki vera nógu skýr. Síðan var hann óánægður með fyrirkomulag, yfirtöku bankanna á fyrirtækjum, sem komast í þrot. Síðan var einnig mjög áhugaverð yfirlýsing hans, í sænsku blaðaviðtali, að fjárhagsleg endurreisn bankakerfisins, myndi að hans mati, kosta 85% af þjóðarframleiðslu - þ.e. liðlega 1200 milljarða. Sjá: Mats Josefsson.

Eva Joly: hótun hennar um að hætta

Þetta er einungis nýjasta byrtingarmynd, þess hve gölluð verkstjórn ríkisstjórnarinnar er. Frétt MBL.is - Eva Joly íhugar að hætta og síðan næsta frétt MBL.is um málið - Góð og gagnleg skoðanaskipti. Hugsa sér, að enn er ekki búið að afhenda henni skrifstofu. Það hefði, einungis átt að vera eins dags verk. Síðan, virðist ekki enn vera búið að ráða neina aðra af þeim erlendu sérfræðingum, sem hún hefur bent á og lagt til; nema hana sjálfa.

SLÓÐAHÁTTUR RÍKISSTJÓRNARINNAR, ER AÐ VERÐA AÐ STÓRFENGLEGU ÞJÓÐFÉLAGSMEINI!

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 18:10

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Einar lemur höfðinu við steininn!  Það er greinilegt að hann heldur að ríksstjórnin sé með puttana í rannsóknarvinnunni, og Mats Josefsson er ekki seðlabankastjóri!  Vandamálið sem Josefsson, Joly og ríkisstjórnin eiga sameiginlega við að stríða er kerfið og kerfislæg tregða gagnvart því að veita upplýsingar og breyta.  Eitt einkenni spillingar er einmitt þessi tregða!  Embættismenn eru meira og minna ráðnir vegna fjölskyldutengsla og flokksskírteinis, ekki hæfni og getu til starfa!  Þetta getur af sér þessa spillingu!  Ekki má koma upp um getuleysið, hægagangur við framkvæmd verkefna, ekki má upplýsa um afglöp ættingja og flokksfélaga!  Þeir sem eru fjölmennastir í þessum störfum eru tengdir tveim flokkum fyrst og fremst.  Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum;  Vonandi að Einar Björn tilheyri ekki þessu slekti!

Auðun Gíslason, 10.6.2009 kl. 18:31

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er greinilegt, að Einar telur að félagsmálaráðherra eigi að skaffa Joly skrifstofu, eða hvað!  Hann er jú ráðherra húsnæðismála.  En er það ekki flokksfélagi Björns Bjarnasonar sem á að skaffa húsnæðið, sem sagt sveitasýslumaðurinn Ólafur Haukur, sem sóttur var út á landsbyggðina vegna þess að enginn vildi taka að sér starfið.  Vitandi sem var, að ekki var ætlast til að eitt né neitt yrði rannsakað!

Joly hefur athugasemdir að gera við embættismenn, sbr Valtý Sigurðsson, sem skipaður var sérstaklega til að rannsaka með annars nákominn ættingja sinn.  Dæmigert!  Formaður Framsóknarflokksins er enn eitt dæmi.  Hann er skilgetið afkvæmi þessa kerfis.  Flokkurinn gerði föður hans ríkann, og svo ætlar formaðurinn  að reyna sverja af sér öll tengsl við spillingaröflin!

Auðun Gíslason, 10.6.2009 kl. 18:40

7 identicon

Afturámóti er hún fagmanneskja sem kann á kerfiskalla eins og eru hér.  Hún nýtir sér almenning til að þvinga í gegn því sem hún þarf.  Hún hefur talað sérstaklega um þýðingu þess að hafa almenningsálitið með sér til að hafa áhrif á stjórnvöld, og með því að leka málum eins og þessu er hún einfaldlega að leika sinn leik.  Hún benti sérstaklega á að þetta var aðferð Baugsmanna í Baugsmálinu sem ákæruvaldið gætti ekki að sér með að svara að hörku.  Svo fór sem fór, og hún ætlar örugglega ekki falla á því bragði.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:15

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Nú verður þessi ríkisstjórn að reka af sér slyðruorðið!  Það er klárt!

Auðun Gíslason, 10.6.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband