Óttastjórnun! Óttaslegin...hvað? Hóta hverju?

Að stjórna með hótunum er gamalkunnug aðferð.  Síðan elstu menn muna hefur það verið aðferðin til að fá verkalýðshreyfinguna til að samþykkja vonda kjarasamninga.  Í seinni tíð hefur minna borið á þessu því forystan hefur orðið sílítilþægari.  Og nátengdar SA og ríkisvaldinu í hinum stórvaxna rottukóngi valdsins.

Ef þið samþykkið ekki samninginn fer þjóðfélagið á hliðina!  Hver man ekki eftir þessum málflutningi?  Nú er þessu beitt til að fá þingmenn og þjóðina til að kyngja Icesave-samningnum.  Á nákvæmlega sama hátt og launþegar hafa verið hræddir til að samþykkja kjarasamninga, sem gerðu EKKI ráð fyrir að hægt væri að lifa á afrakstri dagvinnunnar.  Og hvenær hefur það gengið eftir?  Aldrei! Þjóðfélagið hefur aldrei farið á hliðina þó samningar hafi verið felldir.  Þrátt fyrir allar hótanir! 

Ef þið samþykkið ekki... 

Eigum við ekki bara að taka þá áhættu og vita hvort einhver innistæða er fyrir þessum hótunum ?


mbl.is Óttaslegin utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, við ættum að láta reyna á það!

Eva S. (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Okkur vantar gamla, góða og þrjóska samningamenn sem kunna að berja í borðið og fá sínu framgengt, ekki einhverja gaura sem "nenna" ekki að standa í þessu og vilja losna við þetta sem fyrst.   Myndi segja að Gamli Steingrímur hefði verið kjörinn í þetta miðað við hvernig hann bar sig hér á þingi fyrr um árið,  en núna er Nýji Steingrímur tekinn við svo hann er víst úr myndinni.

Jóhannes H. Laxdal, 22.7.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Kannski hafa menn aldrei lært að segja Nei?

Auðun Gíslason, 22.7.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Benedikta E

Jóhannes okkur vantar ekkert -  sem við höfum ekki....

Segja þeim bara að éta skít - við samþykkjum þetta ekki - PUNKTUR !

Benedikta E, 22.7.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Á sjálfstyrktarnámskeið með þingið.  Á svoleiðis námskeiðum læra menn að segja NEI!

Auðun Gíslason, 22.7.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband