Hin "sjálfsagða" spilling! Elítan sér um sína!

Það er alveg fáránlegt að nokkur maður skuli fagna þessu.  En hér er enn eitt dæmið um, að ekkert hefur breyst.  Elítan sér um sína!  Fallkandídatar eru ráðnir í tilbúin störf af vinum sínum.  Þingmenn þiggja gjafir af auðmönnum og fyrirtækjum þeirra, sbr.  Golf og dinner-fyllerí Sigmundar Ernis!  Ruglið heldur áfram!  Verður Sigmundur kannski kominn í utanríkisþjónustuna innan tíðar?  Þannig hafa ýmsir, sem ekki hafa "þolað" nærveru áfengis, verið handeraðir í gegnum tíðina.  Vegna ákv. laga eru hér enginn nöfn nefnd!

Svona "reddingar" eiga að heyra sögunni til!  Siðbótin, hvar er hún?  Mikið var talað um hana í haust.  Stjórnmálaelítan hefur víst ekkert heyrt, og ekkert lært!


mbl.is Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er sko alveg til lækning við svona ranghugmyndum vinur !

Níels A. Ársælsson., 31.8.2009 kl. 16:12

2 identicon

Var ekki Guðjón Arnar sjálfstæðiðmaður, áður en hann gerðist frjálslyndur?

Ég sé nú enga grófa spillingu í þessarri ráðningu!

 Þekkir ekki maðurinn vel til sjávarútvegs?

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Auðunn, vertu ekki svona úti á þekju maður....

Hann er ráðinn vegna þekkingar sinnar á sjávarútveginum.....eitthvað erfitt að skilja það?


Arnar Bergur Guðjónsson, 31.8.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Nepotisminn (nápotið) á sér greinilega fylgjendur marga!

Þrjár spurningar til ykkar sem styðjið hina "sjálfsögðu" spillingu í málinu:

1. Var staðan/starfið til áður en Arnar var ráðinn?

2.  Var staðan auglýst og ráðið í hana eftir hæfi?

3.  Samræmast svona ráðningar lögum um stjórnsýslu?

Og ein spurning handa Níels:  Hefur þú einhverja menntun til dæma um hvort fólk er haldið ranghugmyndum?  Eða finnst þér, að allir sem hafa aðrar skoðanir en þú sjálfur, þurfi að leita sér lækninga?  Þú ættir kannski að stofna félag með þingmanninum Margréti Tryggvadóttur!

Arnar Bergur!  Ég er alls ekki úti á þekju.  Ég geri einfaldlega ákv. lágmarkskröfu til ráðherra Vg. 

Auðun Gíslason, 31.8.2009 kl. 19:27

5 identicon

Rétt kannski með elítuna en án þess að á neinn sé sérstaklega vegið þá eru Guðjón og félagar með ansi góða stefnu í þessum málaflokki. Eða á bara að hafa þetta óbreitt ?????????????

Jón bróðir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 22:16

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sammála þér Auðun. Og það skelfilegasta er hvað margir bæði háir og lágir sjá barasta ekkert athugavert við þetta. Á meðan svo er er varla von á mikilli siðbót í samfélaginu.

Jón Bragi Sigurðsson, 31.8.2009 kl. 22:36

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og til þín "Jón bróðir". Það getur meira en verið að Guðjón og félagar séu með góða stefnu og það getur meira að segja verið að ég sé sammála þeirri stefnu. Málið er bara að sú stefna hlaut ekki stuðning í síðustu kosningum þannig að hann hefur ekkert umboð til þess að framfylgja neinni stefnu. Þetta er kallað lýðræði, fyrirbæri sem virðist nánast óþekkt hér á landi...

Jón Bragi Sigurðsson, 31.8.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Tissjú?

Arnar Bergur Guðjónsson, 1.9.2009 kl. 02:22

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég vil byrja á að uppræta spillinguna í Hafró og taka svo til við pólitísku spillinguna seinna. Það verkefni vinnst með mörgum kynslóðum ef heppni er með. Heppni er hinsvegar óþekkt í pólitík Íslandinga.

Ekki vera neikvæður Auðun minn, mundu að allir menn eru jú góðir. Sumir eru nú reyndar aðallega heilsugóðir. Og þeir sem sízt skyldi!

Árni Gunnarsson, 1.9.2009 kl. 17:11

10 Smámynd: Auðun Gíslason

Stundun bannað og stundum ekki!  Reglurnar eru ekki fyrir mig, og mína skoðanabræður???

Eitt siðgæði fyrir okkur, og annað fyrir hina???  Er það ekki kallað tvöfeldni?

Auðun Gíslason, 1.9.2009 kl. 17:47

11 identicon

@ Jon Bragi

Frjálslindir höfðu eingöngu stefnu í sjávarútvegsmálum og þeir höfðu reynt (árángurslaust) í hvað 10 ár að breyta henni. Tíminn var einfaldlega úti hvað það varðaði. Ef samfó og VG finnst eitthvað varið í þessa stefnu þá ber því að fagna. Elítan ?? ekki í tilfelli Adda Kidda Gau. hann fór eingöngu á þing til að ræða þessi mál. 

Umboð segir þú hefur ekki VG umboð ?

Jón bróðir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 23:00

12 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er greinilega rétt hjá Jóni Braga að það er enginn áhugi á siðbót eða breytingum í þjóðfélaginu.  Alént ekki hjá þeim sem sjá ekkert athugavert við svona mannaráðningar!

Niður með siðbótina!  Lifi spillingin!

Auðun Gíslason, 2.9.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband