Kosning um hvað? Ég sit heima! Ástæðan: Niðurstaðan hefur engin áhrif á stöðu málsins, sem kosið er um!

 Ég alveg hjartanlega sammála forseta vorum, "að kjósa er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og í rauninni grundvöllur þess." 

Þessvegna tek ég ekki þátt í kosningunni.  Hún er móðgun við þennan helgast rétt og jafnframt móðgun við lýðræðislegt samfélag okkar.

Ástæðan:  Niðurstaðan hefur engin áhrif á stöðu málsins, sem kosið er um!

Kosningarétturinn er heilagri en svo, að sjálfsagt mál sé að misnota hann í svona grín!

Lengi lifi lýðveldið Ísland og forseti vor á Bessastöðum!


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ragnar bergsson

Ertu orðinn svo staðnaður kommi að þú sjáir ekki í gegnum þín pólitískugleraugu!

ragnar bergsson, 5.3.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hjartanlega sammála þér Auðunn.

hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Andrés.si

Annað segjir Guðfríður Lilja. 

http://eyjan.is/blog/2010/03/05/formadur-thingflokks-vg-aetlar-ad-hafna-icesave-a-morgun-segir-tal-um-markleysi-oskiljanskilegt/ 

 Ég halla mér frekar á hanna heldur Steingrim. Var að segja nei. 

Andrés.si, 5.3.2010 kl. 23:57

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já það er rétt hvað á að kjósa um

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 6.3.2010 kl. 01:56

5 identicon

Ósammála !

Nei þýðir Nei.

harpam.blog.is

Sól (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 02:02

6 identicon

Auðunn, gerir þú þér grein fyrir því að ef að ef að meirihluti kjósenda í þessari atkvæðagreiðslu kýs já, þá er engin ástæða lengur fyrir viðsemjendur okkar að reyna að ná sáttum í máli þessu.  Þeir hafa þá fullnaðarsigur, og án nokkura fyrirvara, og munu hafa af því hagsmuni að Ísland komist í greiðsluþrot.

Það kann að vera að þessar kosningar séu þér þvert um geð, en hafðu í huga að allir valdhafar hata í raun lýðræði, þeir munu nota lélega kosningaþáttöku sem röksemd fyrir áhugaleysi almennings og ómarktækni atkvæðagreiðslna almennt.

Ef að þér finnst hvorugur kosturinn góður, að greiða atkvæði með samning sem núna er nokkuð greinilegt að er ekki það besta sem býðst, né að segja nei og vera þar með hugsanlega, af einhverjum, talinn vera þeirrar skoðunnar að Íslenskum skattgreiðendum beri engin skylda til að engin skylda til að greiða fyrir annarra manna skuldir, að þá er þriðji kosturinn engu að síður opinn fyrir þér.  Og hann er sá að lýsa fyrirlitningu þinni á valkostunum með því að skila auðu.  Ef þú hins vegar fyrirlýtur lýðræðið og villt veg þess sem minnstann þá og einungis þá átt þú að vera heima og ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 04:09

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðunn, það er bæði eðlilegt og æskilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á öllu undir sólinni. Í þessu tilfelli þó, þætti mér eðlilegt að þú mættir á kjörstað og skilaðir auðu.

Svona til frekari útskýringar á því sem ég er að reyna að segja, mætti taka dæmi úr hinu litrófi stjórnmálanna:

Hver hefðu viðbrögð þín orðið ef Davíð Oddsson hefði hvatt fólk til þess að sitja heima (og hjalað um marklausar kosningar) ef okkur hefði gefist kostur á þjóðaratkvæðagreiðslu um stuðning við Íraksstríðið?

Kolbrún Hilmars, 6.3.2010 kl. 12:30

8 identicon

Þú verður að fara og kjósa maður, ég skaust áður en ég fór til vinnu.

Haska sér af stað krakkar.

Auðvitað sagði ég nei... ég var að segja nei við svo mörgu með þessu atkvæði mínu.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband