Burt með leppstjórn AGS! Burt með AGS!

Krefjumst afsagnar leppstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins! Burt með AGS!

Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hin Norræna velferðarstjórn, hefur endanlega afhjúpað vanhæfi sitt! 

Hún hefur ekki varið hagsmuni þjóðarinnar, og síst þeirra sem standa höllum fæti, gegn auðmagninu og eigendum þess, hvers fulltrúi AGS er! 

Nú á enn og aftur að ráðast á velferðarkerfið til að auðvaldið fái sitt!  Hagsmunir þess hafa forgang, ekki alþýða Íslands! 

Næst mun velferðarstjórnin afhenda hina alþjóðalega auðvaldi auðlindir þjóðarinnar, og afnema hið félagslega rekna heilbrigðiskerfi og ráðast að menntakerfinu enn frekar! 

Á endanum verður þetta þjóðfélag komið á einhverskonar Manilla-stig, ef fram fer sem horfir!


Rekum þessa ríkisstjórn af höndum okkar því hún er vanhæf, jafn vanhæf og stjórnin sem Búsáhaldabyltingin kom frá völdum!  Hefjum Búsáhaldabyltinguna á ný!  Og nú með pólitísku innihaldi!  Burt með vanhæfa ríkisstjórn!  Rekum AGS af höndum okkar!

Lifi Byltingin!

Frelsi, jafnrétti, bræðralag!


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Auðun - Sammála þér - burt með þetta landráðalið.

Sameinuð stöndum vér.

Benedikta E, 15.5.2010 kl. 01:52

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég talaði nú aldrei um landráðamenn hér!  Einu landráðamennirnir sem ég kannast við á seinni tímum eru ýmsir þeir sem byggðu hér upp þetta samfélag sem hrundi í október 2008.  Þjófaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, bera alla ábyrgð á því ásamt auðvaldsseggjum bæði nýjum og gömlum.  Og ekki má gleyma innstu valdakjörnum þessara flokka, sem starfa bak við tjöldin og Styrmir kallar "fjölskyldurnar."  Það eru einu landráðamennirnir sem ég kannast við.  Núverandi leppstjórn AGS hefur ekki haft manndóm til að hjóla í þessar valdaklíkur enda eru þær sérlegir skjólstæðingar efnahagslögreglu auðvaldsins, AGS!

Auðun Gíslason, 15.5.2010 kl. 02:22

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er innilea sammála.

Reyndar held ég að það sé ákveðið samhengi í Jöklabréfum, Icesave, ESB og AGS.  Þetta er eitruð blanda sem mun svipta þjóðina auðlindum sínum og ggera hana að þrælum 

Sigurður Þórðarson, 15.5.2010 kl. 22:30

4 identicon

Eins og staðan er i dag þá er ríkið rekið með tæplega 100 milljarða halla, sem er fjármagnaður af AGS. Ég er alveg sammála þér að við eigum að sparka AGS í burtu, og þess vegna eigum við að reyna að reka ríkið með hagnaði. Þetta krefst annað hvort 25% niðurskurð á öll útgjöld ríkissins, eða um 33% aukna gjalda og skattlagningu. En já burt með AGS, og þess vegna þarf að reka ríkið með hagnaði sem fyrst!! Viljum við virkilega vera háð ölmusu frá AGS? Nei, við þurfum að endurheimta sjálfstæðið landsins, og það verður aðeins gert með því að endurheimta fjárhagslegt sjálfstæði fyrst!

Bjarni (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband