Höfuðstóll verðtryggðra lána lækkaður?

Nei, ekki er það nú, því miður!  Leppstjórnin hefur beygt sig fyrir kröfu AGS um að heimilunum verði fórnað á altari fjármagnsins.  Bankarnir yfirtóku húsnæðislán gömlu bankanna með 44% afskriftum.  Heimilin fá ekki að njóta þess.  Aðeins kröfuhafarnir sem tóku við bönkunum.  Svona vill AGS hafa þetta og "Norræna Velferðarstjórnin" hlýðir.  Þó hefur verið bent á, að það auki líkurnar á tapi af verðtryggðum húsnæðislánum verði höfuðstóll þeirra ekki færður niður!  Leppstjórnin hefur samþykkt kröfu AGS um að aðgerðir í vanda almennings kosti ríkissjóð ekki neitt í peningum talið!  Leið Lilju Mósesdóttur hefði kostað ríkissjóð ca. 80 milljarða.  Sú upphæð hefði ekki fallið á ríkissjóð öll í einu, heldur smátt og smátt.  Þetta mátti AGS ekki heyra nefnt.  Fyrr skildi gengið að húsnæði heimilanna, og stjórnin hlýðir!  Svona er eignaupptaka framkvæmd a la AGS.

Næst á dagsskrá að kröfu AGS er einkavæðing auðlindanna.  Starfsmenn AGS kvarta undan hindrunum við einkavæðinguna.  Til þess að þriðja endurskoðun fari fram, þarf að ryðja þessum hindrunum úr vegi.  Breyta lögum og þagga niður í þingmönnum sem gagnrýna einkavæðinguna, sem hófst með Magma, en lauk ekki þar.  Magma gerir sig nú strax líklegt til að færa út kvíarnar í samstarfi við íslensk orkufyrirtæki.  Áður en þriðja endurskoðun á efnahagsáætlun AGS á Íslandi fer fram þarf að opna allar gáttir fyrir kaupum og aðgangi  einkafjármagnsins að auðlindum þjóðarinnar.  Það einkafjármagn er fyrst og fremst útlent, og þar með mun allur arður af auðlindum þjóðarinnar renna úr landi.  Svona er eignaupptaka framkvæmd a la AGS.

Á það hefur verið bent að af 41 þjóð, sem AGS hefur komið til "aðstoðar"(endurskipulagt samfélagið), eru 31 verr staddar eftir en fyrir komu AGS.  Samfélög þeirra hafa verið endurskipulögð með hagsmuni annarra en viðkomandi þjóða í huga!  Hagsmuni einkafjármagnsins en eftir sitja þjóðirnar í viðvarandi fátækt og skorti á samfélagslegri þjónustu, einsog heilbrigðisþjónustu og menntun!  Fyrir þessa þjónustu þurfa þegnarnir að borga fullu verði beint úr eigin vasa, og aðeins hinir efnameiri hafa burði til þess!

Þannig er þetta þegar AGS er boðið heim!


mbl.is Mælti fyrir frumvarpi um bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nýju bankarnir keyptu líka yfidráttarlán Íslendinga á 40% afslætti. Ég hefði ekkert á móti því að fá sömu kjör.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 04:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dómgreindarleysi Steingríms J. opinberaðist mér þá fyrst þegar hann fagnaði því í upphafi stjórnarsamstarfsins að nú væru runnir upp tímar "Norrænnar velferðarstjórnar!"

Við fordæmalausar aðstæður efnahagsþrenginga.

En það er norræn velferð á heimilum skilanefndar Landsbankans.

Milljarður á mánuði!

Árni Gunnarsson, 2.6.2010 kl. 09:25

3 identicon

Þegar hrunið varð, tryggði ríkisstjórnin alla innistæðu í íslenskum bönkum, óháð hversu há upphæðin var. Þeir sem áttu pening, græddu en þeir sem skulduðu, töpuðu. Hvernig er það sanngjarnt?

Inga (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 09:35

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Óréttlætið er himinhrópandi!  Á öllum sviðum!

Auðun Gíslason, 2.6.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband