Lýðræði, kjósendur og atkvæðagreiðslur!

Ótrúleg eru viðbrögð hægrimanna við atkvæðisgreiðslunni í Hafnarfirði! Það er allt týnt til. Nú er það nýjasta hjá þessu liði hvort sveitarstjórnarmenn séu ekki óþarfir, ef íbúalýðræði er virkt! Svo er hnýtt í mögulegar þjóðaratkvæðagreiðslur á sömu nótum. Er fulltrúalýðræðið svona fullkomið? Ekki ef litið er til starfsháttanna á Alþingis á síðasta kjörtímabili. Alþingi orðið afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina og eina leið stjórnarandstöðunnar til að koma sínum málum að var málþóf. Ýmist að hóta því eða beita því. Ráðherraræði af verstu gerð. Nú er sem sagt íbúalýðræðið ómögulegt. Er bara ekki lýðræðið ómögulegt sem slíkt. Hvað að vera vesenast með að láta fólk kjósa svona í tíma og ótíma. Fræg er rispan sem Davíð Oddsson tók útí kjósendur þegar R-listinn var kosinn til valda. Jón Sigurðsson var urrandi fúll útaf niðurstöðu kosninganna í Hafnarfirði og telur að úrslitin hafi ekkert gildi. Geir er í svipuðum gír. Hver fýlupúkinn af öðrum argaþrasast útí kosningarnar, meirihlutann í bæjarstjórninni og úrslitin. Meint svindl kemur í umræðuna úr þessu sama horni. Mikið hlyti þessu liði að líða vel í Norður-Kóreu. Þar er sko ekki verið að vesenast með svona kosningahégóma. Já, og þar blómstrar persónudýrkunin. Fínir saman Davíð og Kim il Sung eða hvað þeir heita nú báðir! Já, áfram hægrimenn! Niður með lýðræðið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Fínn pistill Auðun, maður er farinn að fá hroll yfir "lýðræðisást" einstaka hægrimanna (sem sumir vilja láta kjósa aftur eftir tvær vikur he, he he.) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband