OG MIKIL ÁNÆGJA!

Krakkinn sem skrifaði fyrirsögnina hefur ekki kynnt sér málið nægilega vel.  Ég veit ekki betur en þó nokkrir séu ánægðir með lokun þessa bloggs, þar á meðal undirritaður.  Ég sé ekki nokkra ástæðu til að hatursáróður fái að blómstra, enda er það í trássi við lög.  "Trúmenn" af ýmsum gerðum, sumir kristnir (?) eru greinilega afskaplega sárir og sakna SS.  Skemmtilegt!  Fer nú fjölgandi ástæðum til að ganga af trúnni.  Spurning: Erum við kristnir illa innrættir skíthælar svona upp til hópa?
mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristnir elska að heyra slæma hluti um islam.. en það má ekkert segja um kristni..

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég sem kristinn einstaklingur yrði ekki hrifinn að vera settur undir sama hatt og ýmis "kristin" illmenni og hryðjuverkamenn.  Það eru til illmenni innan allra trúarbragða, og líka meðal trúlausra, en ég velti fyrir mér hvort vér kristnir séum sérstaklega illa innrættir.  Kærleiksboðskapur Jesú virðist eiga minni hylli en t.d. boðskapur Gamla Testamentisins.  Kristnir á Íslandi virðast alveg sérstaklega hugfangnir af boðskapa GT en boðskapur Jesú krists hefur fallið í skuggann (?).

Auðun Gíslason, 22.4.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er trúleysingi og ver Skúla, enda tjáningarfrelsi um að rlða.

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.4.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Alexander!  Á þá tjáningarfrelsið að vera óheft og stjórnlaust!  Má ég þá starta opinberri herferð fyrir því að allir trúleysingjar verði teknir af lífi? Gæti ég lagt einhverjar milljónir í slíka herferð er ég nokkuð viss um að það skilaði einhverjum árangri.  Myndir þú vilja verða fyrstur á bálið?

Auðun Gíslason, 22.4.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

á  ekki að elska alla og leifa fólki að'  tala

Jesús elska alla 

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.4.2008 kl. 18:06

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Einmitt Gulli minn!  Og einmitt þessvegna á ekki að láta hatursáróður viðgangast!

Auðun Gíslason, 22.4.2008 kl. 19:23

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Má ég þá starta opinberri herferð fyrir því að allir trúleysingjar verði teknir af lífi?

Já 

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.4.2008 kl. 19:46

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Í bna er það löglegt tildæmis er wesboro baptist church með þannig herferð gegn hommum að þeir eigi að vera teknir af lífi,er ég sammála því? Nei.

Á að leyfa það? Já  

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.4.2008 kl. 19:51

9 Smámynd: Auðun Gíslason

Samkvæmt íslenskum lögum er þetta bannað, sem betur fer!  Vitanlega á ekki að taka neinn af lífi og það á ekki heldur að leyfa áróður fyrir því.  Að vitna í að eitthvað sé leyfilegt í BNA er argasti vitleysisgangur.  Fyrir utan að vera hreinn dónaskapur við heilbrigða skynsemi og þann sem sem skráður er fyrir þessari síðu.  Heilbrigð skynsemi virðist hafa lent milli stafs og hurðar í allri þessari umræðu um SS og bloggið hans.

Auðun Gíslason, 22.4.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband