Einkavæðing EXPRESS!

Ástu Möller liggur greinilega mikið á að hraða sem mest hún má einkavæðinu heilbrigðiskerfisins.  Hún rekur starfsmannaleigu og leigir út starfsfólk til aðhlynningar- og hjúkrunarstarfa til einkaheimila, sjúkrahúsa og annarra stofnanna í opinberum rekstri.  Það er greinilegt að Ásta ætlar sér að græða vel á breytingunum og henni liggur á.  Annars sérkennileg staða formanns heilbrigðisnefndar.  Hér er ekki spurt um vanhæfi og að einkahagsmunir rekist á við almannahagsmuni í málinu.  Öll hjörðin þegir í kór í leikhúsinu við Austurvöll.

Ég ætla svo að minna á það einu sinni enn, að hér fer konan, sem fyrir síðustu kosningar taldi að forseti íslenska lýðveldisins, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, væri ógnun við lýðræðið í landinu.  Hún situr enn á Alþingi!  Og enn skarar hún elda að köku sinni, sem formaður heilbrigðisnefndar!


mbl.is Frumvarp sent til umsagnar áður en það var rætt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er sama í hvorri Keflavíkinni þetta hyski rær. Skara eld að eigin köku, kraka upp bita og bita handa sér og sínum úr kjötkötlunum. Þetta er allt sama sjálfgræðgishyskið hvar sem borið er niður. Hvað mundi gerast ef einhver lögfróður einstaklingur úr hópi almennings höfðaði mál um vanhæfi skítseiðanna? Yrði hlustað á það? Á ekki sjálfgræðgisliðið dómstólana skuldlausa eftir einkavina- og ættingjavæðingu þeirra? Er eitthvað að marka þetta allt saman? Þessir óstjórnarliðar haga sér alltaf eins og þeir eigi sjálfir stjórnkerfið skuldlaust og þykjast ekkert þurfa að tala við aðra innan kerfisins. Alþingi er orðin einhvers konar aumingjastofnun sem engin völd hefur lengur því ráðherrahyskið að fylgisveinar þeirra gera bara það sem þeim sýnist og gefa dauðann og djöfulinn í alþingi og almenning í landinu. Er ekki að verða kominn tími á alvöruuppsteyt, uppþot og byltingartilburði þar sem hendur  eru látnar skipta? Þessi hroki valdahyskisins er orðinn með öllu ólíðandi. Hvar er forsætisráðleysingjadruslan núna? Hefur hann enga stjórn á hyski sínu? Nei, nú þarf meira en nokkra vörubílstjóra!

corvus corax, 15.5.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband