Það er ljótt að stela!

Það fer að verða öllum ljóst að Sigmundur Davíð er  slægur og varasamur í samskiptum.  Áður, en hann komst í þá pólitísku aðstöðu, sem hann nú er í, virtist hann heiðarlegur, opinn og hreinskiptinn.  Í viðtölum í dag og í gær er hann farinn að minna á höggorm, sem reynir að tæla fórnarlamb sitt í færi við eiturbit sitt.  Slægðin skín í gegnum undanbrögðin, og það, sem Sigmundur virðist teljast klókt útspil, lítur frekar út fyrir að vera undirbúningur að banvænu biti. 

Útspil Framsóknar í dag, kjördag fyrir apríl lok og krafan um stjórnlagaþingið, er eftirákrafa, sem lyktar af tilraun til að finna út, hversu langt hann getur komist með SF.  Spurning, hvort Sigmundur er að reyna að koma á erfiðleikum milli Vg og SF.  Hann stelur kjördagshugmyndinni frá Vg og frumvarpinu frá Jóhönnu, sem lagði nánast samskonar fumvarp um stjórnlagaþing fram 1996.  Eftir því sem ég best veit var SF sátt við 9. maí.  Haldlagning eigna auðmanna er svo mál sem Sigmundur virðist ekki vilja snert á með töngum, hvað þá meir.  Eru auðmennirnir á bak við Framsókn farnir að kippa í taumana.  Finnur Ingólfsson og einkum Ólafur Ólafsson koma uppí hugann.  Finnur er að sumum álitinn valdamesti maður Framsóknar að Alfreð don Fredo undanskildum.  Þessir menn sleppa ekki taumunum þó nýr formaður setjist í stólinn!

Óttast Sigmundur Davíð grasrótarhreyfingarnar?  Neyðarstjórn kvenna undirbýr framboð.  Samtök sem berjast fyrir endurreisn lýðræðisins undirbúa framboð.  Því er grunsamlegt, að vilja endilega flýta kosningum sem mest.  Einnig kemur það Sjálfstæðisflokknum illa að kjósa snemma.  Vegna landsfundar, undirbúnings framboðslista og, að ógleymdu, formannskjörinu.  Óttast Sigmundur að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum?

Það er að mínu mati mótsögn fólgin í því að vilja flýta kjördegi og að segjast vilja endurreisa lýðræðið með nýrri stjórnarskrá.  Það virðist alla vega ekki sýna mikla lýðræðisást að vilja bregða fæti fyrir framboð grasrótarhreyfinganna.  Eða að gera öðrum flokkum erfiðara fyrir í eðlilegri vinnu við að takast á við framtíð sína.  Minnir meira á gamlar aðferðir stjórnmálastéttarinnar í pókerspil sínu um völdin!  Og lítið á endurnýjun í stjórnmálum, sem Framsókn þykist nú vera fulltrúi fyrir!  Ég tek fram, að ég hef litla sem enga samúð með Sjálfstæðisflokknum, en því meiri með grasrótarhreyfingunum .  Ég á ekki hlut að máli í þessum hreyfingum eða flokkum.  En á tímum sem þessum þurfum við síst á því að halda að notaðar séu aðferðir sem vekja togstreitu og úlfúð.  Við þurfum hreinskiptni og heiðarleika.  Skýr svör og skýran vilja.  Ekki undirhyggju.

Ég legg til að allar stjórnmálaheyfingar, sem hyggjast bjóða fram í vor, líka grasrótin, setjist niður og semju um kjördag með ofangreint í huga.  Hreinskiptni og heiðarleika.  Skýr svör og skýran vilja.  Fyrir framtíðina og lýðræðið.

 


mbl.is Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þú hefur komist að réttri niðurstöðu. Hann er fulltrúi auðmanna í Framsókn. Ég skrifaði um þetta fyrir nokkru á bloggið mitt og um það að stuttu fyrir formannskjörið var hann í skötuveislu með Finni Ingólfssyni.

Einnig hef ég kynnst slægðinni áður, hann klippti kastljós þátt í spað sem varð til þess að erlendur prófessor sem hingað kom líkti ritskoðun RÚV við það sem hefur gerðist undir einræðisherra í Júgóslavíu.

Þessar kröfur hans eftir að hann var búinn að lýsa yfir stuðningi án slíks, lýsir þessum manni ágætlega. 

Kíktu á þessa grein:

Ástþór Magnússon Wium, 29.1.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Hlédís

Hvaða "strengja-brúðuspil" er þetta á manninum?  Endalaus fyrifram-& eftirá-skilyrði!  Talaði fjálglega um að flokkur sinn hefði "enn ekki umboð kjósenda" en ætlar svo að gera sig að aftursætis-forsætisráðherra án ábyrgðar!  Hann og FLOKKURINN græða ekki á þessu. Drengurinn er ekki nógu reyndur í svona hráskinnaleik! 

Hlédís, 29.1.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Kannski Finnur og don Fredo ættu að skóla hann betur til?

Auðun Gíslason, 29.1.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Hlédís

Kippt fagmannlegar í strengina á þeim bæjum!  OG næg reynsla í leiknum!

Hlédís, 29.1.2009 kl. 23:34

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nauðsynlegt að gjalda varhug Fransóknarflokknum og láta ekki blekkjast þó gamla Maddaman hafi kastað sauðargæru yfir trýnið á sér. Ég hef t.d. hvergi séð neina útlistun á hverjir það eru sem raunverulega komu því í kring að Sigmundur Davíð var kosinn formaður. Það er alveg á hreinu, að það kemur ekki hver sem er inn af götunni og  verður formaður Framsóknarflokksins. Það kæmi mér svosem ekki mikið á óvart þó að í baklandi hins nýja formanns leynist persónur sem heita nöfnum eins og Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson og þar fram eftir götunum.

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2009 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband