"Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?"

Enn stígur Gallup á puttana á sér.  Þegar ekki fékkst svar við fyrri spurningunni var spurt spurningar sem má ætla að sé leiðandi.  Það væri fróðlegt að fá álit sérfróðra á svona vinnubrögðum.  Mig minnir að eitthvað hafi þetta verið rætt á árum áður.  Kannski er þetta ástæðan fyrir því að Délistinn fær ávallt minna útúr kosningum, en hann skorar í skoðanakönnunum Gallup?
mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, hefur nær undantekningarlaust fengið hærra hlutfall greiddra atkvæða en skoðanakannanir hafa gefið vísbendingu um fyrir kosningar. Þar er sama hvort um sveitarstjórnar- eða alþingiskosningar er að ræða. Vinsamlegast kynntu þér tölfræðilegar staðreyndir áður en þú slærð fram rangri fullyrðingu á borð við þessa:

"Délistinn fær ávallt minna útúr kosningum, en hann skorar í skoðanakönnunum Gallup"

Stjórnmálafræðingar hafa hins vegar nokkrum sinnum velt því upp í gegnum tíðina að kjósendur Sjálfstæðisflokksins reynist skila sér betur á kjörstað, þ.e. að hærra hlutfall fylgjenda þess flokks mæti í raun á kjörstað og veiti þeim atkvæði sitt. Ég hef ekki séð afgerandi rökum skuptið undir þessa tilgátu, þó langlíf sé.

Kveðja,

RG

Reynir Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, við sjálfstæðismenn erum að sækja í okkur veðrið

Sjálfstæðisflokkurinn með nýrri og ferskri forystusveit og með vindinn í seglin eftir Landsfundinn verðum við í 34-35%

Framsóknarflokkurinn með nýrri og ferskri forystusveit á eftir að fara 15-17%

Þetta mjakast allt í rétta átt öll út að grilla 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.3.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Skv. venju eru délistamenn góðir með sig!  En hræddur er ég um að Reynir rugli saman veruleikanum og óskhyggju sinni.  GG skv. nýrri skoðanakönnun MMR er délistinn ekki að sækja í sig veðrið.  Fyrir síðustu kosningar var délistinn að fá yfir 40% í skoðanakönnunum, hver var niðurstaðan, jú 36%, og sumir af þessum 36% hafa séð ástæðu til að biðjast afsökunar á atkvæði sínu.  Góðir og gegnir délistamenn einsog Yngvi Hrafn og Reynir Traustason svo einhverjir séu nefndir.  Enda ber Délistinn ábyrgð á því hversu alvarlegt ástandið er hér, mun verra en þar sem frjálshyggjan hefur ekki vaðið uppi!

Auðun Gíslason, 6.3.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband