Fáránlegur samningur um frestun hækkana!

..  

Það hefur lengi verið ljóst, að forysta ASÍ skilur illa hið kapítalíska þjóðfélagskerfi, enda telur forystan sig frekar til yfirstéttarinnar en verkalýðsstéttarinnar, sbr. launakjör forystumanna launþega!  Þeirra kjör taka frekar mið af launum yfirstéttarinnar en umbjóðendanna.

Hér á landi var á árum áður talið fráleitt að verkalýðurinn axlaði byrðar eigenda fyrirtækjanna, þegar á móti blés.  Nú er öldin önnur, enda deila forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki kjörum með alþýðu manna, heldur með yfirstéttinni!

Það sem gerðist, var að kjör verkalýðsins höfðu versnað vegna kreppu kapítalismans og viðbættist, að forysta ASÍ féllst á að verkalýðurinn tæki á sig enn frekari skerðingu vegna minnkandi gróða sem sama kreppa olli atvinnurekendum, og forystan tók að sér að bera þetta undir umbjóðendur sína undir hótun um atvinnumissi ella.

Enn einu sinni hefur forysta ASÍ sýnt að hagsmunir launþega eru víkjandi þegar kemur að hagsmunamati forystunnar!

Þessum samningi á að sjálfsögðu að rifta, enda forsendur hans brostnar, ef einhverjar voru!  Og forysta ASÍ skal í framhaldinu endurskoða hagsmunamat sitt, og svo auðvitað launakjör sín.  Hún þarf einfaldlega að fara að átta sig á stöðu sinni!

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vill rifta samkomulagi um frestun samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er hinsvegar forysta ASÍ sem leiðir hjörðina.  Verkalýðsfélög á landsbyggðinni hafa lengi kvartað undan sambandsleysi forystunnar við grasrótina.  "Það heyrist bara í ASÍ þegar verið er að rukka okkur um einhverja peninga". Þessa setningu hef ég nokkrum sinnum heyrt hjá forystumönnum verkalýðsfélaga á landsbyggðinni.  Þegar "85% af þessum stóra hóp"  tók þessa ákvörðun voru skilaboð og boðskapur ASÍ forystunnar:  Atvinnumissir eða launalækkun!  Ekki í fyrsta sinn sem forystan tekur að sér að flytja félögunum skilaboð frá atvinnurekendum um að kjaraskerðing sé nauðsynleg!

Auðun Gíslason, 18.3.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband