Eitt sem þarf að varast sérstaklega: Aula-hagfræði hægrimanna!

Allar aðgerðir, sem draga úr veltu í hagkerfinu ber að varast!

Eitt af því sem þarf að varast á krepputímum er samdráttur í starfsemi almannavaldsins.  Aukin umsvif þess eru nauðsynleg til að sporna við samdrættinum.  Þetta er sú leið sem stjórn Obama hefur valið að fara, og þetta er leiðin sem Þorvaldur Gylfson, hagfræðingur, bendir á í grein sinni í Fréttablaðinu í morgun.  Svo vel vill til, að fyrir neðan grein Þorvaldar er grein eftir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.  Borgarfulltrúinn viðrar einmitt þessa aula-hagfræði.  Hún vill skera og spara, og svelta þar með hagkerfið enn meir!  Evrópusambandið hikar við að auka umsvif almannavaldsins, og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir meiri samdrætti þar í kjölfarið!  Auka þarf opinberar framkvæmdir og varast niðurskurð einsog hægt er!  Frestun launahækkana er af sama meiði.  Slíkt dregur enn úr veltunni í hagkerfinu.  Fyrirtæki, t.d. HB-Grandi, sem það geta eiga að standa við umsamdar launahækkanir. 

Það verður dýrt fyrir þjóðina, að takast á við afleiðingarnar af hagstjórn hægrimanna, bæði hér heima og á heimsvísu!

 


mbl.is Ögmundur: Viðfangsefnið er tröllaukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband