Er Sjálfstæðismönnum eitthvað illa við þjóðina? Og lýðræðið?

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast hafa stöðvað tillöguna um stjórnlagaþing, og þeir virðast líka hafa komið í veg fyrir að ákvæði um að auðlindirnar teljist eign þjóðarinnar verði sett í stjórnarskránna.  Og bæta um betur og koma í veg fyrir að tiltekinn hluti kjósenda/þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæða um mál!  Persónukjör vildu þeir ekki heldur í þeirri mynd, sem lagt var til!

Þeir hafa löngum átt erfitt meðað treysta þjóðinni.  Telja hana vitlausa og skríl, þegar þeim þykir henta svo! 

Fari það í fúlan...


mbl.is Enn óljóst um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekkert er lýðræði nema það lýðræði sem við sjálfstæðismenn höfum fylgt gegnum áranna rás.

1. Fólkið kýs sér fulltrúa á Alþingi.

2. Alþingismenn samþykkja þá ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn stillir upp.

3. Ríkisstjórnin leggur fram "tillögur" sem alþingismenn samþykkja.

4. Þetta er svo farið með til forsetans sem undirritar þetta sem "lög frá Alþingi."

Svo kemur það fyrir að forseti neitar að undirrita lögin og vísar þeim til þjóðarinnar og það finnst okkur afleitt. Þess vegna viljum við fá nýjan forseta sem skilur sjálfstæðismenn.

Málið snýst auðvitað um það hvort við sjálfstæðismenn fáum eitthvað skárra í staðinn fyrir þessa stjórnarskrá sem hefur reynst okkur bara vel.

Árni Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

vinur minn. Ég á eina ósk að Sjálfstæðisflokkurinn fari burt allur

en á ekki von á því en má vona það besta

Kær kveðja Gulli Dóri   ég er XS  maður

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.4.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Auðun Gíslason

"Í draumi sérhvers manns er fall hans falið."

Auðun Gíslason, 19.4.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband