Hvílíkt hugmyndaflug!

Þorgerður Katrín hefur eflaust alveg geysilega fjörlegt ímyndunarafl!  Það sýnir þessa frábæra hugmynd hennar.  En sú spurning hlýtur að vakna, hvort Sjálfstæðismenn þurfa ekki að fara að láta sér detta eitthvað skynsamlegt í hug í stöðunni?  Svona miðað við efnahagsástand heimsins?  Og hvernig á að fjármagna 100 milljarða fjárfestingu í virkjunum og flutningskerfi rafmagns til þessa álvers í Helguvík?  Kannski á Stjáni aur til að lána okkur?

Hvert starf í álveri kostar 150.000.000-300.000.000 króna!

Ég er með betri hugmynd um hvernig nota má alla þessa peninga!  Þorgerður Katrín ætti frekar að styrkja fjölskyldurnar í landinu svo þær geti flutt af landibrott!  Svo við þurfum ekki að hlusta á þennan fánýta álverssöng útí það óendanlega!  100.000.000 á fjölskyldu hljóta að duga þeim sem vilja til að setjast að annarsstaðar!


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hugmyndabanki Sjálfstæðisflokksins er gjaldþrota. Það þarf svosem engan að undra því hann var alltaf tómur.

Árni Gunnarsson, 22.4.2009 kl. 13:33

2 Smámynd: Auðun Gíslason

En hvernig líst þér á mína hugmynd?

Auðun Gíslason, 22.4.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Mofi

Núna er hugmyndabankinn þeirra sannarlega galtómur!   Ég hélt að það væri bara í hagfræði 101 að það væri heimskulegt að setja öll eggin í sömu körfuna. Hér er bara heimska á ferðinni eða einhvers konar persónuleg græðgi því einhverjir græða á þessu alvera kjaftæði þó að það hlýtur að vera komið á hreint að það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðina.

Mæli með myndinni The Money Masters til að fá nýja sýn á þessi mál og þá sérstaklega hvort að við eigum að taka upp evru eða halda í okkar eigin gjaldmiðil.

Mofi, 22.4.2009 kl. 15:34

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já þín hugmynd er góð

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.4.2009 kl. 18:11

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Þessi banki hefur kannski verið rændur, einsog hinir.  En varla hefur Sjálfstæðisflokkurinn rænt hann, eins hugmyndasnauður og hann er!

Auðun Gíslason, 22.4.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband