Til hamingju frænka!

Þú hefur fengið það staðfest fyrir dómi að þú fórst með rétt mál, þó miskabæturnar séu venju samkvæmt hallærislega lágar.  Aðallatriðið er að þú lést ekki þetta batterí beygja þig!  Til hamingju!

11 starfsmenn hafa ekki enn fengið bætur, en samtals eru það 12 manns sem hafa sætt einelti á þessum vinnustað.  Hér er eitthvað að!


mbl.is Fær miskabætur vegna eineltis á vinnustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

flott hjá Seltirningum

Jón Snæbjörnsson, 23.6.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

svo segir:  ''að framkoma yfirmannsins í garð Ásdísar falli undir skilgreiningu á einelti á vinnustað. Um hafi verið að ræða ferli endurtekinnar hegðunar á formi athugasemda og athafna yfirmannsins sem væru til þess fallnar að hafa valdið niðurlægingu, gert lítið úr, móðgað, sært, mismunað, ógnað, eða valdið vanlíðan starfsmannsins.'' Einelti er yfirleitt litið alvarlegum augum. En í þessu tilfelli situr gerandinn óhultur eins og ekkert hafi ískorist. Honum verður í raun ekki haggað.  Og manni skilst að það sé ríkissjóður en ekki einstaklingurinn sem eineltinu beitti sem greiði bæturnar. Mér finnst þetta ekki réttlátt.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, við erum flottir!  Við bjuggum á Nesinu.  Og Sigurður bjó að mig minnir um tíma þar líka.  Já, yfirmennirnir standa saman.  Einelti er óskaplega niðurbrjótandi.  Og fylgir oft fórnarlömbunum alla tíð í líðan þeirra og vantrausti til samfélagsins.  En Ásdís nýtti sér þær lausnir, sem boðið er  uppá.  Aðstoð stéttarfélagsins.  Margir eru ekki í svona félögum...

Auðun Gíslason, 23.6.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég bjó um tíma á Nesi og móðir mín lengi og það er ein af mínum uppáhaldsgönguleiðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2009 kl. 01:38

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, mig minnti það.  En verst með hann Jón að vera svona hallur undir íhaldið!

Auðun Gíslason, 24.6.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband