Er eftirspurn eftir útbrunnum og gerspilltum íslenskum stjórnmálamönnum í ESB?

Ég hélt að þeir ættu nóga slíka.  Íslensk þjóð er búin að fá nóg af spillingunni og vill siðbót þjóðfélagsins.  Siðbót sækjum við ekki í Evrópusambandið!  Efnahagslífið er í rúst.  Í hruninu töluðu margir um nauðsyn siðbótar og endurreisnar siðferðis í landinu.  Það hefur ekkert gerst í þeim málum og opinber umræða um málið er engin.  Öll umræða hefur snúist um fjármálalífið og nánast einsog fyrirtæki í þeim bransa hafi verið einu fyrirtækin í landinu.  Flestar aðgerðir hafa snúið að fjármálafyrirtækjum.  Hér hafa farið fram samhæfðar björgunaraðgerðir miðaðar við kapítalismann og kapítalistana!  Annað hefur varla verið á dagskránni.  Að endurreisa 2007!  Vonir standa til að aðgerðirnar drepi sjúklinginn!


mbl.is Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband