Hið fullkomna hrun í árslok 2010 eða 2011.

Fullkominn stormur

Fimmtudagur, 23. Júlí, 2009

Hagfræðingurinn Nouriel Roubini spáir "fullkomnum stormi" undir lok næsta árs eða 2011. Met ríkishalli, verðbólga og arsemiskröfur ríkisskuldabréfa munu kalla á aðra kreppu á eftir þessari. Hann spáir að yfirstandandi kreppa muni ljúka undir lok þessa árs.

 

Hlutabréf og allir helstu markaðir hafa rokuð upp í virði, eftir jákvæðar tölur víða úr bandaríska hagkerfinu. Húsnæðisvelta er að aukast, og hagnaður ýmissa fyrirtækja hafa reynst fram úr vonum. Einnig hjálpaði til hagvaxtartölur Kínverja en þeir segja hagkerfið hafa vaxið um 7.9% á öðrum ársfjórðungi.

Nouriel Roubini er sá hagfræðingur sem þykir hvað svartsýnastur, en sannspár. Hann spáði fyrir um heimskreppuna, og taka markaðir yfirleitt mikið á hans orðum. Sást það glöggt þegar fjölmiðlar rangtúlkuðu orð hans á þá vegu að hann teldi kreppuna ljúka fyrir áramót. Við það ruku upp hlutabréfavísitölur, en hann hefur þurft að koma í fjölmiðla til að leiðrétta þessa rangtúlkun. Hann spáir nefnilega tveimur kreppum.

Bloomberg greinir frá þessu í dag, en Roubini sér fyrir sér “fullkominn storm” seint á næsta ári eða 2011, vegna hallarekstur á ríkissjóði Bandaríkjanna, aukna arðsemiskrafna og mikillar hækkunar á olíuverði. Roubini spáir 1% hagvexti næstu tvö árin í Bandaríkjunum og að atvinnuleysi muni fara upp í 11%. Vegna stöðu atvinnumála spári Roubini að húsnæði eigi eftir að lækka um 13-18% frá því sem komið er, sem er um 45% lækkun frá upphafi kreppunnar. Kreppan sem væntanleg er mun valda nýjum og meiri skaða á fjármálastofnum Bandaríkjanna.

-GKÞ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband