Lýðræði hins Nýja Íslands í hrakningum. Gagnsæinu úthýst af valdsmönnum kerfisins!

Ýmislegt virðist bannað á hinu Nýja Íslandi, eða að minnsta kosti ekki talið mjög æskilegt!Það hlýtur að teljast kaldhæðni örlaganna að búsáhaldabyltingin hafi fætt af sér þetta afstyrmi!  Þöggunin er enn meiri í dag en áður. 

Eva Joly sem hefur afrekað að sparka í afturendann á ríkisvaldinu.  Hún hefur komið af stað raunverulegri rannsókn á fjármálakerfinu.  Rannsókn sem ekki átti að fara fram í raun, þegar lagt var af stað með einn sýslumann af landsbyggðinni.

Auðmennirnir fyrrverandi hóta kærum og málssóknum, ef einhver vogar sér að skrifa eða tala um fjármálaævintýri þeirra!

Sýslumaðurinn, sem er sennilega vanhæfur í málinu, lætur sig hafa það að fara að óskum Kaupþings og setur lögbann á birtingu upplýsinga um lánaþrugl bankans rétt fyrir hrun.

Nú má ekki segja sannleikann um ástandið á landinu og aðdraganda þess.  Ekki í útlöndum og ekki innanlands.

Okkur, sem eigum að borga fyrir sukk fyrri ára með sköttum og skertum lífskjörum, kemur ekki við hver stofnaði til skuldanna og hve miklar þær eru.  Það er að minnsta kosti skoðun stjórnenda Nýja Kaupþing og Sýslumannsins í Reykjavík, svo og aðstoðarmanns Heilagrar Jóku.

Engum kemur það við, að við Íslendingar erum ekki borgunarmenn fyrir þeim ógnarskuldum sem hrun efnahagskerfisins sturtaði yfir okkur.  Hvorki okkur Íslendingum né útlendingum.  Ráðamenn þjóðarinnar þegja þunnu hljóði, nema þegar þagga þarf niður í þeim sem voga sér að birta sannleikann, og þegar þeir eru að gefa okkur rangar upplýsingar um stöðuna og framtíðarhorfur, og hvert þeir vilja stefna með þetta auma þjóðfélag.

Hvert stefnir og hver staðan er kemur alþýðu manna ekki við.  Aðeins elítan er talin verðug!

Kannski hryllir elítunni svo við ástandinu, að hún bara vill ekki láta minnast á það.  Kannski vonar hún, að þetta hörmungarástand, sem hún kom okkur í hverfi ef ekki er talað um það.  Og kannski heldur elítan að þetta reddist.  Elítan er þá ein um það!


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband