Áskorun: Forsetinn skrifi undir!

Það er alger óhæfa að þjóð á valdi tilfinninga sinna greiði atkvæði um þetta mál!  Tilfinningarök íslensku þjóðarinnar eiga ekki við.

Þjóðin er heltekin af aumingjaég hugsunarhætti, ásamt bulli um umsátur vondra útlendinga um hina litlu saklausu þjóð, sem hefur orðið fyrir barðinu á fjárglæframönnum og vondum fólki í útlöndum.

En hvert er sakleysið?  Meirihluti þjóðarinnar kaus þau stjórnvöld yfir þjóðina sem sköpuðu þann óskapnað, sem síðan gat af sér Icesafe-ósómann.  Og þjóðin stóð hjá með stjörnur í augum.  Brjóstið fullt af stolti og augun af aðdáun!  Nú vill þjóðin enga ábyrgð bera.  Siðleysi þjóðarinnar hefur náð nýjum lægðum í undirskriftarlista Indefefence-útibús Framsóknarflokksins!

Hvar er siðbótin?  Hvar er tiltektin?  Hvar eru hin siðferðilegu reikniskil þessarar þjóðar?  Felst allt þetta í að hlaupa fram afleiðingum gerða sinna?

Að axla ábyrgð á afleiðingum gerða sinna og á eigin lífi eru aðeins skref í endurreisn þjóðarinnar eftir siðferðilega niðurlægingu frjálshyggjuáranna.

Forsetinn á að skrifa undir!


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Ég tel að meirihlutinn, sem sjaldan lætur í sér heyra, vilji að forsetinn samþykki þetta sem fyrst. Afhverju er ekki undirskriftalisti fyrir þá sem vilja samþykkja?

Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 12:43

2 identicon

Vegna þess að fólk sem vill samþykkja eru GUNGUR og þora ekki að láta í sér heyra.

Joseph (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 12:56

3 identicon

Ferlega er raminn sem þú sérð í lífi þínu lítill.

Þetta snýst ekki um að borga eða borga ekki. Þetta snýst um að geta borgað án þess að festast í áratuga eða árhundruða fátækt vegna skuldahala. Veistu um einn Hagfræðing sem er búinn að SANNA á prenti að við getum staðið undir þessu ? Þú getur það ekki því enginn getur séð að við getum borgað þetta. Þvert á móti keppast heimsklassa hagfræðingar við að segja að þetta séu þvílikar drápsklyfjar að ómögulegt sé fyrir svona fámenna þjóð að standa undir þessu.

Það var búið að setja fyrirvara. Við ætluðum að borga en ekki þanni að það yrði ómögulegt að losna út úr pakkanum. Við værum í raun löngu búinn að greiða þetta árið 2024 þannig að sú krafa er réttmæt og eðlileg.

Endilega stækkaðu rammann þinn. Þínar skoðanir eru hættulegar landi og þjóð til frammtíðar. Ég kaus ekki þessa flokka sem slátruðu öllu hér né þá sem núna slátra öllu hér. Einfaldlega af því að ég treysti aldrei þessu fólki. Þúsundir manna og kvenna eins og ég eru saklaus fórnarlöm bankamanna og stjórnmálamanna. Líka þeir sem kusu þetta fólk. Þeir voru ekki að kjósa þetta heldur loforð sem reyndust vera lygar. Það var ekki nokkur leið að sjá það fyrir.

Þú ert í minnihlutahóp sem vill borga án skilyrða. Þú mátt taka á þig minn hluta. Þú ræður þó ekki við að borga hann....því þú munt ekki ráða við að borga þinn eginn.

Már (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 12:57

4 identicon

Það er einungis verið að fara fram á þjóðaratkvæðargreiðslu. ef meirihluti þjóðfélagsins vill samþykkja Icesave frumvarpið, þá ætti það að koma fram í þeirri þjóðaratkvæðargreiðslu. Þessi þjóðaratkvæðargreiðsla þjónar þeim tilgangi að ef meirihlutinn vill að lögin verið samþykkt, þá getum við íslendingar alltaf skýlt okkur bak við þá staðreynd að heiðarlega var að málunum staðið og þetta hafi verið virkilega það sem meirihluti þjóðarinnar vildi og kaus sér. það er því verið að eyða út öllum vafatilvikum og staðreyndum sem segja "ef við hefðum gert þetta" og "ef við hefðum gert hitt". Með þjóðaratkvæðargreiðslu er því verið að loka fyrir allar smugur í þessu máli og friða þá sem eru á móti samþykkt laganna. Þess vegna fynst mér að þjóðaratkvæðargreiðslan VERÐI að eiga sér stað, sama svo hver útkoman úr henni skuli vera.

steini (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 12:58

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Meiri hluti? 37000 þúsund eru búnir að skrifa nafn sitt börn og gamalmenni eru væntanlega fæst búin að skrifa undir áskorunina kannski að þið samið þeim til að skrifa undur fyrir ykkur af því að börnin eru saklaus og vita ekki hvað er á ferð og gamlafólkið flest kann lítið á tölvur og er þess vegna ekki búið að skrifa þar náið þið kannski líka í atkvæði með fagurgala.

Sigurður Haraldsson, 31.12.2009 kl. 12:59

6 identicon

Þessari seinustu færslu var beint að höfundi síðunnar.

steini (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 13:02

7 Smámynd: Birna Jensdóttir

Og endilega taktu að þér að borga fyrir mig og mína fjölskyldu fyrst þér finnst svona sjálfsagt að borga það sem engum ber í sjálfum sér skylda neema ef forsetnn samþykki þessa andskotans vitleysu.

Birna Jensdóttir, 31.12.2009 kl. 13:02

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bless óníta íslenska lýðræði!

Á valdi tilfinninga? Mikið er gaman að það skuli vera svona margir íslendingar sem eru tilfinningalausir eins og pistlahöfundur segist vera. Borgiði bara sjálfir þennan skrípareikning Icesave unnendur...

"Þjóð á valdi tilfinninga!" Þvílíkt fólk sem er til! Þú ert sprenghlægileg Auðun!

Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 13:04

9 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Þessi gjörningur allur er fyrst og fremst lexía í því að atkvæði hvers einstaklings skiptir máli og á því ber hann ábyrgð.  Vond lexía og ömurlega en engu að síður sönn.  Þjóð sem enn er tilbúin til að kjósa yfir sig Sjálfstæðisflokkinn, þrátt fyrir allt það sem á hefur gengið er ekki við bjargandi og á ekkert betra skilið en að taka afleiðingum atkvæða sinna.

Auðvitað þurfum við að borga þessar skuldir.  Ekki geri ég það með glöðu geði, síður en svo, - ég er brjáluð yfir þessu, en ég borga samt.  Ég lít svo á að það sé skylda mín sem einstaklings sem tilheyrir þessari þjóð.  Við berum ábyrgð á sjálfum okkur og hljótum að bera sameiginlega ábyrgð á því sem við gerum sem þjóð.

En munið bara að atkvæði skiptir máli - líka autt atkvæði, og það hefur afleiðingar að kjósa.

Með ósk um farsælt ár.

B

Bergþóra Jónsdóttir, 31.12.2009 kl. 13:19

10 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Margir þegna þýzku þjóðarinnar sögðust ekki vera nasistar eftir seinni heimsstyrjöldina.  Án þess að vera að bera þetta beint saman við gjörðir nasista þá er það yfirleitt þannig að eftir höfðinu dansa limirnir, stór hluti þjóðarinnar kaus yfir sig þau stjórnvöld sem ríktu á meðan á "góðærinu" stóð.  Ég er samt ekki viss hvort þessi sömu aðilar hafa ætlað sér að setja þjóðina á hausinn, er einhver hér sem heldur því fram?

Garðar Valur Hallfreðsson, 31.12.2009 kl. 13:39

11 identicon

Bergþóra orð þín eru marklaus vitleysa.

Þú segir að allir beri ábyrgð...bæði þeir sem kusu Sjálfillingarflokkinn (eða hina spiltu flokkana) og þeir sem skiluðu auðu ?! Þá spyr ég á móti. Er maður ekki þá ábyrgur fyrir öllu í þessum heimi ? Er ég þar með ábyrgur fyrir Íraksstríðinu ? Þannig er það með þínum rökum.

Hættu þessari vitleysu kona. Megnið að þjóðinni kaus sér aldrei svona rugl. Glæpamenn fengu að vaða hér uppi og það völdu sér sárafáir vitandi hvað var að ske.

Hinsvegar líst mér ágætlega á að grafa upp gamla kjörseðla og senda þeim sem kusu ítrekað Sjálfstæðisflokkinnn og Framsóknarflokkinn reikninginn.

Annað Bergþóra. Ef þú gætir SANNAÐ fyrir mér og öðrum að við gætum staðið undir þessum drápsklyfjum þá skulum við borga. Vandamálið er hinsvegar að enginn getur það af augljósum ástæðum. ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ BORGA ÞETTA UPP. VELKOMINN Í SKULDAFANGELSIÐ ÍSLAND. TIL ALLRAR FRAMMTÍÐAR.

Már (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 14:02

12 Smámynd: Ólafur Kjaran Árnason

Ég er sammála Auðuni.

Ólafur Kjaran Árnason, 31.12.2009 kl. 14:09

13 identicon

Þið sem eruð sammála auðunni eruð í miklum minnihluta á landinu. Tæplega 50 þúsund manns eru búnir að skrifa undir þjóðaratkvæðagreiðslu á indifence.is

Það er nú þegar orðið heimsmet í undirskriftasöfnun heillar þjóðar !

Þeir fáu sem vilja borga þetta án skilyrða verða einfaldlega að byrja á nýjum lista og við hin sendum ykkur svo reikninginn á Kennitölur ykkar.

Már (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 14:22

14 identicon

Má ekki ætla að partur af icesave peningunum hafi farið í fasteignarlán Íslendinga ??

Það sama fólk stendur í ströngu við að borga af þeim lánum, lánum sem það sjálft skrifaði undir. 

Nú á þetta sama fólk að borga upphæðina tvisvar, fyrst með fasteignaafborgunum, svo aftur með landráðasamningnum sem þegar er byrjaður  að lykt af ýldu, rétt 15 tíma gamall.

Enda er vissulega ekki mikið geymsluþol á afurðum sem koma úr rusli sem fætt er saurugt !

runar (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 14:39

15 identicon

Þetta er orðið eins og skrípaleikurinn á Alþingi, alltaf bent á Sjálfstæðisflokkinn en ekki hina sem voru þó með í þessu spili. Var ekki Samfylkingin með í ríkisstjórn þegar allt fór til***? Ég veit ekki betur og Ragnar Reykás var ef ég man rétt mjög mikið á móti því að taka ábyrgð á Icesave skuldbindingunum!

það á að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál, það er ekki spurning því við getum ekki og munum aldrei geta axlað þessa miklu fjárhagks klyfjar sem á okkur verða lagðar!!

Gleðilegt ár

H (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 14:56

16 Smámynd: Auðun Gíslason

Þá skyldi ég hlægja með öllu andlitinu, ef hinir erlendu eigendur meirihluta bankanna flyttu innistæðurnar í þeim til útlanda, settu þá á hausinn og sæjust ekki meiri!  Og neituðu að borga!   Hvað ætli þjóðin segði þá?  Allt í fína?

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 14:57

17 identicon

Þú ert kjáni Auðun. Virðist helst kæta þig það sem kemur Íslendingum verst eins og sjá má af Commentum þínum.

Það eru lög í landinu sem koma í veg fyrir slíka vitleysu Auðun. Ef Evrópulögjföf var gölluð og gerði glæpamönnum kleift að gera það sem menn gerðu í Icsave og fleiri málum þá verða þeir að taka ábyrgð á því líka. Ekki bara Íslendingar. (eins og icesave gerir ráð fyrir núna)

Hvað er kennitalan þín og bankanúmer Auðun ? ÉG ætla að senda þér reikninginn af "mínum" hluta Icsave.

Már (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 15:52

18 Smámynd: Snorri Magnússon

Mér hefur virst, á umræðu undanfarinna mánaða, að allmargir skilji hreinlega ekki um hvað málið í raun snýst.  Þannig hef ég t.d. átt djúp samtöl við einstaklinga sem hafa viljað ganga frá þessu strax, sem og aðra sem vilja fara þá leið að láta á málið reyna fyrir dómstólum.  Nánast undantekningalaust hef ég lent í því, í rökræðum mínum við þá einstaklinga sem ég hef rætt við (og þeir skipta tugum ef ekki hundruðum), að fæstir þeirra hafa í raun kynnt sér málið.  Þannig hafa t.d. fæstir þeirra, sem ég hef rætt við, haft fyrir því að kynna sér lögin sem um innstæðusjóð giltu.  Enn færri höfðu ómakað sig við að kynna sér hin margumtöluðu og margfrægu "neyðarlög".  Enn nú færri höfðu ómakað sig við það að lesa greinargerðirnar sem fylgdu lögunum þegar þau voru lögð fyrir Alþingi á sínum tíma!  Það er nefnilega þannig að það er ALLS EKKI nóg að lesa beran lagabókstafinn, þegar lög eru á annað borð túlkuð.  Það verður að gefa sér þann tíma, sem til þarf til að kynna sér málin til hlítar og þ.m.t. lesa greinargerðir með lagafrumvörpum sem lögð eru fram og síðar verða að lögum.

Að þessu formála sögðum er það algerlega kristaltært að þau lög, sem ég giltu um innstæðutryggingar, voru sett í samræmi við og eftir forskrift skriffinnanna í Brussel.  Að þessu sögðu er það algerlega kristaltært - enn og aftur fyrir þá sem á annað borð nenna að kynna sér málin af alvöru - að það voru ENGAR RÍKISÁBYRGÐIR á innstæðutryggingasjóðum, hvorki hér á landi, né í nokkru öðru ríki Evrópusambandsins, Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað þar sem á annað borð bankar eru í einkaeigu fárra útvalinna!!

Málið snýst einfaldlega og ég endurtek, EINFALDLEGA, um hvað er rétt og hvað er rangt!  Málið snýst einfaldlega um það - til að setja hlutina í svolítið SVART og HVÍTT samhengi - einfaldlega um það hvaða land er SEKT og hvaða land er SAKLAUST!!  Ísland, í þessu tilviki, er ALGERLEGA SAKLAUST, af öllum þeim sökum sem það hefur verið borið (hér er ég ekki að fjalla um þátt einhverra tiltekinna einstaklinga í og í kringum hrun bankakerfisins - svo að það sé á hrein).  Svo einfalt er þetta nú bara! 

Þeir sem nenna geta skemmt sér við að lesa blogg mín um þetta mál og fylgja þeim hlekkjum sem þar er hægt að finna, til að afla sér frekari upplýsinga.

Að síðustu er rétt að geta þess, sérstaklega, að þetta hefur ekkert með Vinstri - Hægri pólitík að gera heldur!

ÍSLAND og hin ÍSLENSKA ÞJÓÐ er að taka á sig syndir bankaheims Evrópu!  Verið er að dæma Ísland og Íslendinga saklausa til sektar og áralangra fangelsisfjötra "fátæktar" (svona rétt til að gera þetta örlítið dramatískara!).

Lifið heil og glöð á nýju ICES(L)AVE ári.

Snorri Magnússon, 31.12.2009 kl. 16:01

19 Smámynd: Auðun Gíslason

Hluti af tiltektinni og endurreisninni er að gera upp fortíðina og taka afleiðingum gjörða sinna.  Hluti af því er að gera upp við innistæðueigendur Icesave.  Það er í samræmi við þær reglur sem stjórnvöld höfðu samþykkt, einsog þau hafa verið túlkuð af ESB.  Það breytir engu hver samdi reglurnar.  Íslensku bankarnar, þar á meðal Landsbankinn störfuðu með leyfi íslenskra stjórnvalda.  Þar með eru afleiðingar af bralli þeirra á ábyrgð íslenska ríkisins.  Einfalt mál.  Hvað skrif Snorra varðar virðist annar hver Íslendingur orðinn sérfræðingur í milliríkjasamskiptum og alþjóðlegu fjármálaumhverfi.  Löglærðir sérfræðingar hafa ekki verið sammála í málinu.  Hagfræðingar hafa ekki verið sammála um getu okkar til að borga eða afleiðingar Icesafe-samninganna á efnahag þjóðarinnar.  Sjaldan hefur verið talað um siðferðulegu hliðina á málinu, og kannski finnst mönnum alveg óþarfi að ræða svoleiðis.  Róbert Marshal talaði um hin siðferðilegu reiknisskil, sem þjóðin þarf að fari í.  Að gera upp Icesave væri hluti af þeim reiknisskilum.  Því er ég algerlega sammála!

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 16:43

20 identicon

Get real Iceland....It is now time to pay for all those silly big jeeps, motor homes, caravans, luxury houses, big glass towers, 1,800 empty flats and 200 ridiculously big luxury homes...and all the rest you bought but could not afford !!...Pay back time!!

Sorry Children !

Malty (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:02

21 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Kæri Már, elsku kúturinn,  ég held að maður eins og þú ættir að búa á eyðieyju frekar en í samfélagi fólks.  Jú, vissulega ber ég ábyrgð á Íraksstríði ef  það handónýta lið sem er í forsvari fyrir mig og mína þjóð á alþjóða vettvangi gengur til liðs við þá sem reka stríðið.  Er nokkuð erfitt að skilja það?  Saklausu fólki um allan heim er slátrað fyrir hönd þeirra sem stjórna, nema þú haldir að Osama bin Landen hafi verið persónulega í nöp við þá sem dóu í tvíburaturnum.   Þetta er það sem ég á við með ábyrgð einstaklingsins og samfélagslegri ábyrgð hans.  Því miður eru ekki til nógu margar eyðieyjar fyrir alla þá sem þola ekki eigin stjórnvöld. 

Og úr því þú nefndir allan heiminn, þá berum við að sjálfsögðu öll okkar ábyrgð gagnvart honum.  Að halda að við gerum það ekki er barnalegur kjánaskapur krúttið mitt - ekki flóknara en það.  Á Íslandi eru mun fleiri bílar en gild ökuskírteini.  Það segir mér að við séum ofalin dekurdýr hér á þessum punkti jarðarinnar.  

Svo er annað sem þú áttar þig á þegar þú stækkar og tekur út meiri þroska, að efnahagsleg velsæld er ekki allt í lífinu.  Þá er ég ekki að mæla fátækt bót - það myndi ég aldrei gera, en það er langur vegur milli þess að hafa nóg og hafa allt það sem við höfum haft á síðustu árum, ja, nema auðvitað að þú hafir það sérstaka markmið í lífinu að verða auðugur.  En sennilega þyrftirðu þá að byrja á því að fara í skóla og læra málfræði, stafsetningu og skýra hugsun.  Ég hef reynslu af því að það hjálpar fólki.   Og þar ertu nú heppinn, því með samábyrgð okkar sem þjóðar, höfum við einmitt komið okkur upp skólakerfi, sem er gott.  Þú getur glaðst yfir því að ég borga skattana mína alltaf með glöðu geði svo fólk - eins og þú fáir að njóta þess að verða upplýstur og getir kannski, ef vel gengur, haldið áfram að ala á þeim draumi að verða ekki minna ríkur en allir voru 2007.

 Þessir "sárafáu" sem völdu glæpamennina, eins og þú orðar það einhvern veginn, var eftir allt saman meiri hluti þjóðarinnar sem þú tilheyrir.  Fólk eins og þú og ég kaus þá flokka sem bera fulla ábyrgð á hruninu.

Ég þarf hvorki að sanna né afsanna að við getum borgað reikninginn.  Mér er eiginlega andskotans sama.  Lífið heldur áfram á hvorn veginn sem er og það er mín eigin ákvörðun hvort líf mitt verður himnaríki eða helvíti.  Það kallast "viðhorf til lífsins"  og mér sýnist þér ekki veita af örlítið meiri birtu í þitt viðhorf.

Og að endingu.  Í skóla, er líka hægt að læra að telja og læra margt fróðlegt annað.  Þær kæmistu til dæmis að raun um það að á Íslandi búa rúmlega 300 þúsund manns, og 50 þúsund er nokkuð innan við það að vera helmingur þeirrar tölu.  En þú átt nú örugglega eftir að læra það betur og átta þig.  Stærðfræði er ekkert svo erfið.

Og að lokum kúturinn minn,  ég óska þér birtu og yls á komandi ári og minni þig á að fikta ekki með skoteldana og setja hlífðargleraugun upp áður en þú kveikir á stjörnuljósinu þínu. 

Bergþóra Jónsdóttir, 31.12.2009 kl. 17:50

22 Smámynd: Auðun Gíslason

Sjúbb, Bergþóra!  Frábær athugasemd, þó vil ég minna þig, ég veit þú veist þetta,  það er ljótt að vera vondur við.............Sem mér finnst þú eiginlega vera við Má ræfilinn!  En takk fyrir frábær skrif sem geisla af andlegu heilbrigði.

Svona mun öllum á Íslandi líða fari þeir í andlegt uppgjör og siðferðisleg reiknisskil!  Sem er nauðsynlegt ef "2007" og hrunið á ekki að endurtaka sig.  Hluti af því er að borga reikingana sína, eða lýsa sig gjaldþrota ella!

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 18:55

23 Smámynd: Auðun Gíslason

Thank you, Malty!  You are absolutely right! 

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 18:58

24 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er merkilegt hvað Steingrímur J. fær góða kosningu í dag.  Hann var í öðru sæti í kosningu um mann ársins!  Merkilegt!  Til hamingju Íslendingar með frábæran stjórnmálamann!  Og til hamingju Steingrímur!

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 19:17

25 identicon

Þú ert kjáni Auðun. Virðist helst kæta þig það sem kemur Íslendingum verst eins og sjá má af Commentum þínum.

Það eru lög í landinu sem koma í veg fyrir slíka vitleysu Auðun. Ef Evrópulögjföf var gölluð og gerði glæpamönnum kleift að gera það sem menn gerðu í Icsave og fleiri málum þá verða þeir að taka ábyrgð á því líka. Ekki bara Íslendingar. (eins og icesave gerir ráð fyrir núna)

Hvað er kennitalan þín og bankanúmer Auðun ? ÉG ætla að senda þér reikninginn af "mínum" hluta Icsave.

Már (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 02:56

26 identicon

Bergþóra viðhorf þín eru típísk merki meðvirknissjúklins. Villt að allir taki á sig skuldir sem þeim ber ekki að borga. Ég sé ekkert af viti í þínum pósti nema að reyna með veikum mætti að tala um stjörnuljós og aldur. Reyndu betur.

Ég held að þið öll verðið að lesa aftur álit Snorra Magnússonar hér að ofan. Hann segir þetta nákvæmlega eins og hlutirnir eru. Enda sá mest lesni af ykkur öllum og skýn það langar leiðir.

Íslendingar eru að borga fyrir gallað erlent lagaumhverfi og fyrir íslenska útrásavíkinga sem skorti allt siðferði. Semsagt niðurstaða Bergþóru og Auðuns eru að siðferðisleg reikningsskil séu hin heilagi sannleikur. Að borga með siðferði fyrir siðleysi einkafyrirtækja og gallaðs lagaumhverfis (fjármálaráðherra Hollands hefur viðurkennt það sjálfur)

Ef þið ætlið að vera meðvirk í ykkar lífi og taka á ykkur mistök og glæpi annara....verið þá viss um að klína því ekki á saklausa samborgara ykkar sem vita betur.

Það er komið nóg af "co-erum" sem halda sig vera að bæta fyrir misgjörðir Íslands. Það er einfaldlega rangt.

Bergþóra það er greinilegt að þú ert vön að ætla að lækna öll heimsins mein. Það er hinsvegar ekki þitt hlutverk. Taktu frekar 12 spora vinnu á þig. (meðvirknina) Rangtúlkanir þínar eru óendanlegar. Ég nenni varla að byrja á þeim en tek eitt dæmi að lokum.

Þú segir að 50 þúsund manns séu ekki helmingur þjóðarinnar. (þegar þetta er skrifað 52.436- undirskriftir sem er heimsmet í undirskriftasöfnun miðað við höfðatölu) Það sem slíkt er vissulega rétt en hef þú hefðir fylgst með skoðanakönnunum þá segja þær allar að 70-80% þjóðarinnar vilja setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo er prósenta þar fyrir utan sem veit ekki í hvorn fótin á að stíga og svo þið hin fáu sem viljið borga allt burtséð frá ágöllum og áhættu sem því fylgir. Í stærðfræði heitir þetta eitt núll í rökum og staðreindum.

Þið þurfið einfaldlega að sætta ykkur við það að þið eruð í miklum minnihlutahópi. Af einfaldri ástæðu. Þið eruð meðvirk ruglinu eins og hin litla prósenta sem með ykkur standa.

Nú og ef forseti þjóðarinnar vill svo ekki hlusta á vilja þjóðarinnar og ykkur verður að vilja ykkar. Þá segi ég gangi ykkur vel að borga. Það er hægt að fá vinnu í öðrum löndum og það er fullt af fólki að gera eða á leiðinni að gera. Landflóttir er mikill og mun stóraukast.

Fólk vill ekki búa í landi meðvirkra borgunarþræla sem setja svo landið endanlega á hausinn í persónulegri herferð sinni til að bæta fyrir skaða útrásarvíkinga.

Þetta verður aldrei borgað nema við finnum Olíu.....upphæðirnar eru svo háar. Hverjir vilja veðja á það lottó ?

Már (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 03:28

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef þingmenn og ráðherrar á Íslandi í dag eru jafnilla haldnir af ranghugmyndahagfræði Auðunar, þá gef ég ekki mikið fyrir þessa þjóð.

Ríkisstjórn sem gefur skít í alla nema sjálfan sig og leggur sig upp gagnvart bretum af öllu fólki, ætti að skammast sín og ekki láta heyra í sér fyrr en henni er batnað, eða hún segir af sér.

Bretar og Hollendingar hlægja sig máttlausa yfir eyja óvitunum, sem "bitu á agnið" nákvæmlega eins og þorskar sem bíta á línuöngul.

Jafnvel þó að allir heimsins peningar hefðu fundist í Ríkiskassanum, eiga þeir ekki að borga.

Til að kóróna forheimskunna í þessu Icesavemáli, á að samþykkja greiðslu með peningum sem eru ekki til!. Er hækkt að sökkva dýpra enn að gera alla aðal valdamenn Ríkissins að algjörum fíflum um allan heim?

Við skulum bara rétt vona að forseti kaupi ekki þessa vitleysu smábarna og óvita sem stjórna þessu landi og setji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 14:13

28 identicon

Bergþóra viðhorf þín eru típísk merki meðvirknissjúklins. Villt að allir taki á sig skuldir sem þeim ber ekki að borga. Ég sé ekkert af viti í þínum pósti nema að reyna með veikum mætti að tala um stjörnuljós og aldur. Reyndu betur.

Ég held að þið öll verðið að lesa aftur álit Snorra Magnússonar hér að ofan. Hann segir þetta nákvæmlega eins og hlutirnir eru. Enda sá mest lesni af ykkur öllum og skýn það langar leiðir.

Íslendingar eru að borga fyrir gallað erlent lagaumhverfi og fyrir íslenska útrásavíkinga sem skorti allt siðferði. Semsagt niðurstaða Bergþóru og Auðuns eru að siðferðisleg reikningsskil séu hin heilagi sannleikur. Að borga með siðferði fyrir siðleysi einkafyrirtækja og gallaðs lagaumhverfis (fjármálaráðherra Hollands hefur viðurkennt það sjálfur)

Ef þið ætlið að vera meðvirk í ykkar lífi og taka á ykkur mistök og glæpi annara....verið þá viss um að klína því ekki á saklausa samborgara ykkar sem vita betur.

Það er komið nóg af "co-erum" sem halda sig vera að bæta fyrir misgjörðir Íslands. Það er einfaldlega rangt.

Bergþóra það er greinilegt að þú ert vön að ætla að lækna öll heimsins mein. Það er hinsvegar ekki þitt hlutverk. Taktu frekar 12 spora vinnu á þig. (meðvirknina) Rangtúlkanir þínar eru óendanlegar. Ég nenni varla að byrja á þeim en tek eitt dæmi að lokum.

Þú segir að 50 þúsund manns séu ekki helmingur þjóðarinnar. (þegar þetta er skrifað 52.436- undirskriftir sem er heimsmet í undirskriftasöfnun miðað við höfðatölu) Það sem slíkt er vissulega rétt en hef þú hefðir fylgst með skoðanakönnunum þá segja þær allar að 70-80% þjóðarinnar vilja setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo er prósenta þar fyrir utan sem veit ekki í hvorn fótin á að stíga og svo þið hin fáu sem viljið borga allt burtséð frá ágöllum og áhættu sem því fylgir. Í stærðfræði heitir þetta eitt núll í rökum og staðreindum.

Þið þurfið einfaldlega að sætta ykkur við það að þið eruð í miklum minnihlutahópi. Af einfaldri ástæðu. Þið eruð meðvirk ruglinu eins og hin litla prósenta sem með ykkur standa.

Nú og ef forseti þjóðarinnar vill svo ekki hlusta á vilja þjóðarinnar og ykkur verður að vilja ykkar. Þá segi ég gangi ykkur vel að borga. Það er hægt að fá vinnu í öðrum löndum og það er fullt af fólki að gera eða á leiðinni að gera. Landflóttir er mikill og mun stóraukast.

Fólk vill ekki búa í landi meðvirkra borgunarþræla sem setja svo landið endanlega á hausinn í persónulegri herferð sinni til að bæta fyrir skaða útrásarvíkinga.

Þetta verður aldrei borgað nema við finnum Olíu.....upphæðirnar eru svo háar. Hverjir vilja veðja á það lottó ?

Már (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 15:16

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það hlýtur að vera vont að vera aðstanandi peningafyllibyttu. Sérstaklega er konum hætt við að falla í grífju meðvirkni og slá sér á brjöst og réttlæta það að hjálpa þeim að halda áfram í ruglinnu. 

Tek undir orð Márs hér um meðvirkni og að útskýring Snorra hér að ofan er gjörsamlega kristaltær. Ekki hef ég sjálfur nennt að lesa hvert einasta plagg, og þeir þingmenn sem áttu að gera það, hafa greinilega ekki nennt því heldur. 

Að forseti neiti algjörlega að skrifa undir á þessari forsendu sem Snorri lýsir svo frábærlega er að sjálfsögðu það eina rétta. Næst best væri að fara dómstólaleiðinna og síðast að senda málið til þjóðaratkvæðagreislu. 

Að fólk sem vil "bara borga" (engin veit með hverju) þarf að vísa til læknis. þetta er svo óskaplega einfalt.

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 16:04

30 identicon

sammála þér Auðun!

Gudrun (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 18:36

31 Smámynd: Auðun Gíslason

25 Már.  Mörg lönd hér í kringum okkur höfðu mun harðara eftirlit og regluverk kringum fjármálalífið!  Hversvegna látið var undir höfuð leggjast að setja hér á slíkt regluverk og eftirlit, segir sig sjálft!  Þannig að sjálft regluverk ESB er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda.  Skýringin er sú frjálshyggja sem þau fylgdu.  Og lög og reglur viðskiptalífsins voru flestar samdar af Viðskiptaráði eða pöntuð þaðan!

Auðun Gíslason, 1.1.2010 kl. 22:00

32 Smámynd: Auðun Gíslason

Ræða Bjarna Benediktssónar 28.nóvember 2008 í fyrri umræðu um “Tillögu til þingsályktunar um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu."  

 Ræðuna má finna hér:http://blog.eyjan.is/larahanna/2009/12/30/aest-til-oeirda-a-folskum-forsendum/

Hér er svar við þeirri fullyrðingu að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðum!

Auðun Gíslason, 1.1.2010 kl. 22:40

33 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já já sammála Auðun

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.1.2010 kl. 22:45

34 Smámynd: Auðun Gíslason

Viljum við kannski fá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar aftur?  http://blog.eyjan.is/lillo/2009/12/30/rikisstjorn-bjarna-ben/  Eini tilgangur þessara flokka í þinginu er að fella stjórnina og setjast sjálfir í stólana.  Skyndilega snýr Bjarni við blaðinu og finnur ábyrgð á Icesave allt til forráttu öfugt við fyrri málflutning.  Hann hefur enga trú á eigin málflutningi nú, og verður fljótur að snúa við blaðinu aftur komist hann til valda!  Sama er að segja um Sigmund Davíð. 

Ég segi, nei takk!  Komist þessir flokkar til valda er úti um endurreisn íslensks samfélags!

Auðun Gíslason, 1.1.2010 kl. 22:49

35 identicon

Hvað hefur Icsave samningur að gera með kosningar ? Allir hugsandi Íslendingar hata Sjálfstæðismenn og Frammsókn fyrir hvað þeir hafa gert landinu. Rústað því slétt og beint. Ekki flóknara en það. Hugsandi menn sjá í gegnum plott þeirra í Icesave. Þeir væru sjálfsagt löngu búnir að samþykkja Icesave samninginn með verri kostum en núverandi samningur. Þeir voru komnir vel á veg með það áður en ný stjórn tók við.

Hinsvegar þarf fólk að víkka út sjóndeildarhringinn. Það er til fleira en Íslenskir fjórflokkar ! Þeir rústa allir landinu sama hverjir þeir eru. Vinstri stjórn er að setja punktinn yfir i-ið í þeim hrikalegu mistökum sem gerð hafa verið á Íslandi.

Lausninn er einföld hvað varðar stjórnkerfi Íslendinga. Það þarf að leggja niður flokkana og fá þjóðstjórn eða stjórnlagaþing. Allt þarf að gera til að tvístra mafíunum sem ráða á Íslandi. Þær eru í öllum flokkum. Enda eðli þeirra sem slíkra í litlu landi að hygla sér og sínum. Þið þekkið öll þessa spillingu hér á landi. Hún er landlæg og á sér langa sögu.

Hvað Iceave varðar þá er lausninn einföld. Við kjóstum um þetta í þjóðaratvkvæðagreiðslu. Þetta verður fellt með þeim hræðilegum samningum sem okkur bjóðast í dag. Aðrar viðræður verða settar á laggirnar við Breta og Hollendinga þar sem við setjum (aftur) ákveðin skilyrði um það hvernig við viljum borga. Semsagt ekki þannig að það setji framtíð barnana okkar í hættu. (sem núverandi samkomulag óumdeilanlega gerir)

Vilji viðsemjendur okkar ekki leifa okkur að borga þetta nema með drápsklyfjum og vaxtavöxtum þá er augjóst að ásetningur þeirra nær lengra en að fá bara borgað.

Ég hef alltaf vitað að þeir stefna hærra en svo. Annars væru þeir löngu búnir að leifa litla Íslandi að fá að borga þetta á raunhæfan hátt. Þeir vilja bita af Íslandi....ekki lítin heldur stórann. Þeir sem geta ekki borgað verða að gefa eftir mun meiri verðmæti. Við verðum nýlenduþjóð.

Það er það sem sumir hérna gera sér ekki grein fyrir. Gjaldþrot þýðir að mörg raunveruleg framtíðarverðmæti Íslendinga enda í erlendum kjafti. Það er nú þegar byrjað að ske eins og þið hafið séð í fréttum. Ég þekki mikið af erlendu fólki. Þau elska Ísland og mikið til að sjá þetta ske hér. Þau eru í raun steini lostin yfir því hvað við ætlum að taka á okkur. Það er enginn sangirni í því.

Hér vilja blogghetjur hinsvegar borga "no matter what" Ekki satt ?

Íslendingar geta gert hvortvegggja. Haft þrek og þor og samt borgað. Eins og þetta er sett upp núna þá er ekkert hugrekki í að standa á sínum rétti.

Sem by the way sjálfur fjármálaráðherra Hollands hefur sagt að sé Íslands meginn. Þetta vita þeir og pressa á okkur og hóta. Leifum þeim það....við vinnum þau mál sem á okkur koma ef þeir vilja ekki semja aftur.

Við höfum allt til alls hér....ekki klúðra því sem forfeður okkar börðust fyrir. Að eiga land en ekki vera þrælar í egin landi.

Már (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 23:40

36 Smámynd: Auðun Gíslason

Helvíti eru menn gjarnir á að setja merkimiða á fólk!  Hér er ég sagður kjáni.  Frú Bergþóra fær á sig merkimiðann meðvirknisjúklingur.  Ég get nú alveg fallast á að það geti verið einfalt að finna út að ég sé kjáni, en ég hélt að það væri talsvert flóknara að sjúkdómsgreina fólk.  Annarsstaðar, og kannski hér líka,  fékk ég merkimiðann landráðamaður og þvíumlíkt.  Gott ef það var ekki sjálfur ráðgjafinn Óskar Arnórsson, sem smellti því á mig.  Ég vona bara að Óskar drífi  í að leggja fram kæru á mig hjá Ríkislögreglustjóra.  Það er nefnilega mjög alvarlegur glæpur að fremja landráð og liggja við þungur fangelsisdómur.  Mun þyngri refsing en að bera menn röngum sökum eða fara með meiðyrði um þá!

Auðun Gíslason, 2.1.2010 kl. 00:11

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér hefur það komið fram Auðun og sumt komið mér á óvart. Kannski er best að halda aftur af sér því nú fer að styttast í minnisverð og örlagarík pólitísk tíðindi.

"Gjafir eru yður gefnar......" sagði Bergþóra forðum og nú hefur þú hlotið þá nafnbót hjá "virtum bloggara" að kallast flón. Ekki er ég dómbær á svo vandmeðfarin úrskurðarefni. Læt mér bara nægja að viðhafa fornt vestfirskt tungutak Sverris Hermannssonar og segi: Ja, nú þykir mér stungin tólg! 

Árni Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 00:18

38 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki kannast ég við þessa virtu bloggara, sem þú vísar til.  Vonandi ekki Óskar Arnórsson, sem kallar sig sérmeðferðarfræðing!  Þér, og öðrum, til upplýsingar hef ég lokað á hann hér í athugasemdum, einsog aðra slíka!  Illa náttúraðir sóðakjaftar hafa aldrei verið vel séð hér og verður haldið við það að loka á slíka!  Legg ég til að aðrir geri slíkt hið sama!  Sennilega á ég eitthvað sameiginlegt með Sverri, en honum var meinilla við sérfræðinga af ýmsum gerðum.  Bað Guð að forða sér frá slíkum!  Geri ég slíkt hið sama!

Ég vann í eina tíð með áráttulygara, sem skreytti sig með fræðingsnafnbót.  Tókst honum að ráða sig í vinnu sem slíkan.  Gekk vel þar til einhver skrifstofublókin í ráðuneytinu fletti ofanaf honum.  Seinna fékk hann dóm í Noregi fyrir að berja börnin sín!  Hann sagði merkilegar sögur af sjálfum sér!  Hafði meðalannars verið "undercover" lögga hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Chicago, og setið í fangelsi sem slíkur til að afhjúpa einhvern dópistalýð.  Veit ekki afhverju mér datt hann í hug í sambandi við "virta bloggara", öðrunafni Óskar! Eitthvað sem smellur saman þar!  Bið að heilsa þínu heimilisfólki!

Auðun Gíslason, 2.1.2010 kl. 01:58

39 identicon

Já Auðunn.

Mikið svakalega skaustu þig í fótinn núna. Ert þú ekki að tala um að standa skil reikninga sinna? Gerir þú það með því að lýsa þig gjaldþrota? Og hver borgar þá? Ég held að þú ættir að hugsa fyrst og skrifa svo. Því ef þú gerir þig gjaldþrota borgar þú ekki þeim sem þú skuldar.

Ómar Már (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:01

40 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég veit nú ekki ,hve vel Ómar Már er læs, en mig minnir að ég hafi orðað þetta svona:  ... að borga eða lýsa sig gjaldþrota ella!

Auðun Gíslason, 2.1.2010 kl. 17:04

41 identicon

AuðunnSteingrímur er nú ekki meiri maður en það að hann stundar kennitöluflakk og skellir skuldinni á saklaus fyrirtæki. Og hann hefur ekki einu sinni fyrir því að segja þeim stjórnendum upp sem komu þeim fyrirtækjum a hausinn og þurfa að skifta um kennitölu að láta aðra hæfari taka við.

Ómar Már (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:05

42 Smámynd: Auðun Gíslason

Ja, hérna hér!  Hélvítis maðurinn!  Kannski skráir hann ríkissjóð næst heimilisfastan á Tortolu?

Auðun Gíslason, 2.1.2010 kl. 17:14

43 identicon

Auðunn.

Þú getur gert grín af því að Steingrímur stundi kennitöluflakk en það breytir ekki þeirri staðreynd. Þú ert að tala um að ´fólk eigi að borga ellegar lýsa sig gjaldþrota. Það vill Steingrimur ekki. Eins og sést á hans gjörðum. Menn verða að vera sjálfum sér samkvæmir. Ekki verja það sem Steingrímur gerir en drulla yfir aðra.

Ómar Már (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:31

44 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég get alveg sagt þér, Ómar Már, að ég vil ekki borga!  Sá valkostur stendur bara ekki til boða!  Hvenær hef ég drullað yfir nokkurn mann hér?  Ég segi, og allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um það,  okkur er nauðugur einn kostur að borga.  Það stendur ekki til boða að borga ekki!  það er einn vinkill á stöðuna.

Annar vinkill er sá, að þjóðin verður að fara í uppgjör, heiðarlegt undanbragðalaust uppgjör!  Hluti af því er að borga þær skuldir sem stofnað var til á ábyrgð íslenskra stjórnvalda.

Auðun Gíslason, 2.1.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband