Sjaldan er ein báran stök!

Það var svo sem ekki við öðru að búast en að samskonar lið tæki við og nú hrökklast af þingi!  Tveir blindir frjálshyggjupésar, sem viðurkenna aðeins einn eignarrétt, einkaeignarréttinn.   Og svo ein beint af spena hins opinbera, sem er einskonar lífsmáti hinna þægu og þóknanlegu innan fjórflokksins!  Sigurður Kári, sérstakur áhugamaður um brennivín, fór beint á spena hins opinbera, þegar kjósendur höfnuðu honum á sínum tíma  (skrýtið hvað margir áhangendur hins frjálsa framtaks eru áhugasamir um dropann úr þeim spena).  Og Óli Björn mun vera einn af kálfum hins hrunda bankakerfis, sem voru teknir reglulega á spenann, og skuldar upphæð, sem almúgamenn kunna vart að krota á blað, hvað þá meir!


mbl.is Þrír nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er langt, langt síðan þjóðin áttaði sig á því að Sjálfstæðsflokkurinn er ekki annað en utanborðsmótor fyrir frjálhyggjuvagninn.

En nú er það orðin sögufölsun að stefna þessa klúbbs hafi leitt þjóðina í glötun. Góðir og taustir flokksmenn keppast við að segja að það ekkii ekki pólitísk stefna flokksins sem brást heldur einhverjir menn sem stýrðu eftir stefnunni sem eiginlega var sko ekki stefna flokksins heldur einhver önnur stefna og líklega stefna kommúnista.

Þeir flokksmenn sem völdu bílstjórana á flokksfundum og klöppuðu fyrir öllu draslinu voru bara með einhverja krampakippi í höndunum.

En það er morgunljóst að stefna flokksins er skýr, traust og óbilandi fyrir þessa þjóð.

Líklega vita sjallar lítið um meðvirkni svonefnda.

Árni Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þriðjungur kjósenda kýs þá utanborðsmótor!  "Þetta eru bjánar, Guðjón."

Auðun Gíslason, 18.4.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband