Silkihanskar hins meðvirka þjófavinafélags!

Margt heimskt heyrir maður og sér þessa dagana! Það heimskasta er þegar hér er upprisið eitthvert lið sem telur að taka eigi á grunuðum þjófum, þessum sem komu þjóðarbúinu á kaldan klaka með aðstoð siðspilltra stjórnmálamanna, með sérstökum silkihönskum!  Ekki megi fangelsa þá fyrr en dómur hafi fallið.  Gæsluvarðhald þykir óþarfi yfir góðmennum þessum; væntanlega vegna þess að þeir séu svo vandaðir menn að þeir greini satt og rétt frá öllu sínu.  Rökstuðningur er í sjálfu sér enginn fyrir vitleysunni annar en heimakokkað rugl og guðspjallakjaftæði "góða fólksins."

"Góða fólkið" lýsir því líka yfir hvert annað þvert "að það gleðjist ekki" yfir hinu og þessu.  "Góða fólkið" virðist halda, að sérstök gleði ríki í brjóstum fórnarlamba ofangreindra brotamanna og klappstýra þeirra um þessar mundir.  Líklegra er, að þar ríki frekar kvíði og ótti fyrir framtíðinni, en einhver sérstök gleði.  Margir hafa misst heimili sín, aðrir munu missa þau innan tíðar.  Til eru þeir sem misst hafa ástvini sína vegna efnahagshrunsins.  Lífið  hefur borið þá ofurliði.  Allt er þetta fólk fórnarlömb athafna þeirra, sem nú sæta rannsókn sérstaks saksóknara.  "Góða fólkið" með silkihanskana sína ætti aðeins að rífa sig uppúr meðvirkni sinni með þjófum, svikurum og skjalafölsurum og huga að þeim veruleika sem stór hluti þjóðarinnar býr við!  Hverjum degi þurfa alltof margir að mæta með kvíða og ugg í brjósti!

Sumir þessara "góðu" hafa svo tekið sig til og rifjað upp lofgjörðarsöngva um Davíð.  Ekki þann úr Gamla Testamentinu heldur þennan sem sat í Seðlabankanum.  "Davíð sagði...Davíð benti á....Davíð gerði...Davíð vissi allt, alltaf..."  En hvar er það skjalfest að Davíð hafi sagt þetta eða hitt, og varað við hinu og svo þessu.  Gjörðir Davíðs og svo aðgerðaleysi eru í hrópandi mótsögn við goðsögnina um forspár Davíðs og mikla visku.  Aflétting bindiskyldu á bankareikningum bankanna í útlöndum er eitt dæmi sem afsannar goðsögnina.  Eitt heyrði maður í dag og það var, að Geir H. Haarde og Tryggvi Þór hefðu skipað Davíð að lána Kaupþingi 80 milljarða rétt fyrir hrun.  Afsönnun þessa er, að Seðlabanki Íslands er óháð stofnun og ríkisstjórnin gat ekki sagt Davíð fyrir verkum!  Því var margsinnis haldið til haga haustið 2008 að ekki væri hægt að hrófla við neinu í SÍ að óbreyttum lögum, þar sem SÍ væri óháð stofnun og ekki á valdi ríkisstjórnar að segja þar fyrir verkum.  Eftir á speki Ólafs Arnar, og fleiri, er því bull eitt, einsog þvælur þeirra og rógur um sérstakan saksóknara (að handtökurnar séu fjölmiðlasirkus og til að gleðja almenning o.s.frv.).  Davíð varaði ekki við neinu og hann ber sjálfur ábyrgð á afglöpum sínum!  Sem og fortíð sinni allri, og húrrahrópum fyrir bankabófunum!  Leyfum svo sérstökum saksóknara að vinna vinnuna sína, lögin og réttlætið munu ná fram að ganga hvað sem líður níði og niðurrifi ykkar hinna meðvirku!  Látið ekki viðvörunarorð Evu Joly um ykkur verða að veruleika.  Skammist frekar til að halda kjafti!


mbl.is Hæstiréttur tók ekki kæru fyrir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það mun aldrei bera árangur til lengri tíma að skora söguna á hólm. Þeir einstaklingar sem stýrðu herferðinni gegn eigin þjóð, rændu fjölskyldur og einstaklinga og sviptu fjölskyldufeður kjarkinum til að lifa lífinu með fjölskyldum sínum munu hljóta dóm sögunnar að lokum.

Hann munu þeir einnig fá arkitektarnir úr stjórnsýslunni sem gáfu það skilyrðislausa og eftirlitslausa veiðleyfi á fólkið í þessu landi sem við nú sjáum árangurinn af.

Og það er mín bjargfasta trú að þegar tímar líða þá muni smám saman þokast út úr þjóðareðli Íslendinga það hundseðli sem ver húsbændur sína með háværu gelti og ógnandi tilburðum þegar við þeim er stuggað í þágu sannleika og réttlætis handa öllum jafnt í þessu landi.

Ég hef líka þá trú að náhirð Davíðs Oddssonar muni fá sérstaka umfjöllun í sögunni og ég held að sá kafli verði bæði langur og athygliverður.

Ég sé fyrir mér margar tilvitnanir, mikinn fjölda mynda ásamt nafnaskrá.

Árni Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 09:11

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Borgarastéttin, eða valdastéttin eða hvað menn vilja kalla efsta lag samfélagsins, er hrædd og skelfd.  En hún er líka svekkt.  Hluti hennar sölsaði undir sig auð og vald.  Tók kerfi valdastéttarinnar í rassgatið, rændi og ruplaði umfram viðkennt mörk.  Og það svekkir mest í þeim ranni.  Að mergsjúga vinnuaflið og alþýðu manna er viðkennd aðferð til að auðgast.  Smá frávik frá lögmætum aðferðum eru líka viðurkennt, sbr. Ásbjörn þingmann og slorgreifa!  Nú er reynt að hrista veldissprotann framan í almúgann með því að tukta til mótmælendur í hinu borgaralega dómskerfi valdanna,  Þeir skulu sko fá að kenna á því!  En ekki Ásbjörn og hans líkar.  Borgarastéttin og snatar hennar skelfast líka óvænta ósvífni sérstaks saksóknara, að ganga hreint til verks, enda aldrei meiningin.  Ekki Það sem til stóð.  Margir hugsa Rannsóknarnefnd Alþingis þegjandi þörfina.  Henni var ekki ætlað að fletta ofan af spillingu æðstu valdsmanna.  Því skal veldissprotinn skekinn!

Auðun Gíslason, 13.5.2010 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband