Sturla Böðvarsson er veruleikafirrtur rugludallur!

Efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins.  Nær 20000 eru atvinnulausir vegna stefni Sjálfstæðisflokksins.  Fjöldi heimila er í upplausn vegna stefni Sjálfstæðiosflokksins.  Fjöldi Íslendinga sér fram á að missa heimili sín vegna stefni Sjálfstæðisflokksins.  Fjöldi ungmenna mun flosna upp frá námi vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins.  Ríksstjórn Sjálfstæðisflokksins var aðgerðalaus og ráðþrota í haust.  Stjórninni var ekki sætt lengur.  Það skildu ráðherrar Samfylkingarinnar seint og um síðir og slitu stjórnarsamstarfinu.  Og svo telur Sturla, að ríkisstjórninni hafi verið steypt af stóli með ofbeldi, sem Vg hafi staðið á bak við.

 

Þessi sami þingmaður og fyrrverandi forseti þingsins, Sturla Böðvarsson, hélt því fram fyrir skömmu, að það myndi skaða virðingu Alþingis að afnema eftirlaunaforréttindi ráðherra og þingmanna!  Nú hefur það verið gert.  Finnst einhverjum fleirrum að virðing Alþingis hafi skaðast? 


mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

  Ég hef það frá fyrstu hendi að Sturla Böðvarsson hefur 100% rétt fyrir sér.   Búsáhaldadeild Vinstri Grænna tók beinan þátt í niðurrifi, andófi og beinlínis ofbeldi á þessum janúardögum þegar mótmælin stóðu sem hæst.   Álfheiður Ingadóttir skipulagði innrás mótmælenda inní þinghúsið þegar mótmælendur réðust þar inn og það þurfti að rýma þinghúsið.   Einnig tók hún þátt í að grýta lögreglustöðina þegar handtöku þekkts mótmælanda var mótmælt þar fyrir utan.

Steingrímur og Ögmundur viðhöfðu þvílík gífuryrði og æsingaræður í þingsölum og fóru síðan baka til að hringja símtöl til að kanna stöðu mála í mótmælunum og athuga í leiðinni hvað það væri sem þeir ættu að gjamma næst til að hvetja og ýfa upp þetta ástand.

Steingrímur hefur líka sögu mjög svo óvandaðra orða á þingi í gegnum árin. Meirað segja hefur hann stuggað við forsætisráðherra þegar Björn Bjarna vitnaði í mótsagnakennd ummæli Steingríms þannig að það kom honum afar illa í rökræðum í þinginu.   Fjölmiðlar voru notaðir óspart sömuleiðis og í nokkra daga heyrðist ekki skynsemis rödd í ljósvakamiðlunum heldur voru viðtöl við sturlað og firrt fólk ofan á...og ekki bætti það ástandið.

Sturla er strangheiðarlegur alþingismaður sem ber ómælda virðingu fyrir alþingi og öðrum stofnunum í þessu landi.  Hann hefur ansi mikið til síns máls hér og ég vill biðja fólk að hlusta og líta í eigin barm.

Og Amir,  ég er svoo sammála.  Ég var mjög gramur þegar einhver listaspíran fór uppí ræðupúlt á austurvelli og sagði sig tala fyrir þjóðina.  Ekki séns hugsaði ég þar sem ég ásamt stórum meirihluta þjóðarinnar mætti í vinnuna og reyndi að halda þjóðlífinu í eðlilegum farvegi hrissti hausinn.  

Helgi Már Bjarnason, 5.3.2009 kl. 19:59

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta er með því fyndnara sem ég hef lesið hér á blogginu!

Auðun Gíslason, 6.3.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband