Viðbrögð LÍÚ...

...minna um margt á viðbrögð samtaka fiskvinnslunnar, þegar ákveðið var að taka upp nýjar aðferðir við varðlagningu á fiski á Íslandi.  Verðlagsnefnd hafði ákveðið verðið áratugum saman, þegar ákveðið var að breyta um og setja upp fiskmarkaði, þar sem fiskur yrði boðinn upp (eða réttara sagt niður).  Þá varð allt vitlaust.  Fiskvinnslan fer á hausinn og hér fer allt í kaldakol, var sagt!

Hér má engu breyta, þá fer allt á hausinn, eða hvað?

Ein af afleiðingum markaðsákvörðunar á fiskverði, í stað verðlagsnefndar, var að menn fóru að ganga betur um fiskinn úti á sjó og í landi.  Sem skýrir meiri framlegð og þar með betri afkomu í sjávarútvegi en áður.  Það var ekki kvótakerfið og framsalsheimild á kvóta sem bætti afkomuna, heldur breytt verðmyndunarkerfi.  Breytingin, sem átti að setja alla fiskverkun í landinu á höfuðið!


mbl.is Líkir uppboði afla við byggingastarfsemi í Grafarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þú sért fyrsti maðurinn sem vekur athygli á þessu fyrir utan að ég hef nokkrum sinnum bent á þetta. En þetta er bannfærð skoðun hjá öllum velunnurum LÍÚ.

Árni Gunnarsson, 8.5.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband