Davíð: Menn tali varlega!

 

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í fréttum Útvarpsins, að mikilvægt væri að menn töluðu varlega um efnahagsástandið vegna þess hve allt væri kvikt bæði hér og annarstaðar. Afar þýðingarmikið sé að menn, sem teknir séu alvarlega vegna fræðaþekkingar sinnar, tali eins varlega og þeir geti án þess að tala sér þvert um hug.  Heilu hagkerfin hristust ef rangar fréttir bærust.

Davíð sagði að þrengingar væru gjaldeyrismarkaði en vonir stæðu til að úr þeim þrengingum dragi þegar frá liði. Búast mætti við að sá markaður verði höktandi en hann væri opinn.

Davíð sagði að mikil tortryggni væri í kerfinu og ef greiðslur milli banka tefðust byrjaði kerfið að hiksta. Hann sagði að auðvitað væri innistæður í íslenska bankakerfið tryggðar og mikilvægt væri að menn héldu ró sinni, stæðu saman.  Ekki stæði hins vegar til að koma með neinar yfirlýsingar nema beinharðar staðreyndir lægju að baki. 

Þá sagði Davíð  hér á landi væri einhver mesti  gjaldeyrisforði sem nokkur þjóð búi yfir. Starfað hafi verið eftir þeirri reglu lengi að eiga fyrir 3 mánaða innflutningi án þess að fá nokkrar nýjar tekjur á móti.  Nú sé til gjaldeyrir fyrir innkaupum í 8-9 mánuði án þess að nokkrar nýjar tekjur séu til staðar. Seðlabankinn geti því tryggt allar þarfir ríkissjóðs og allan innflutning sem þurfi án þess að nokkur útflutningur komi á móti í 9 mánuði samfellt. Allt tal um þurrð sé því ofmælt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband