Stasi-aðferðir á Íslandi! Smánarblettur á TR.

Að klaga náungann, og þykjast góður og hafa vel að verið!

Stasi viðhafði þessa aðferð að fá íbúa Austur-Þýskalands til klaga og kæra náungann.  Að lokum voru allir farnir að klaga alla og helmingur íbúanna kominn á launaskrá við að njósna um náungann!  Þetta byrjar allt voða pent, og endar svo með ósköpum.

Afar varhugaverð aðferð.  Að gera hluta þegnanna, í þessu tilfelli lífeyrisþega, tortryggilega.  Stimpla þá sem einhverskonar svikahrappa.  Þetta er örugglega aðferð sem gengur vel, þarsem til er fjöldi fólks, sem lítur á öryrkja sem óþarfa fólk.  Sem minnir svo á aðra hugmynd íslenska, sem hljóðaði uppá að fækka öryrkjum.  Maður heyrði jafnvel kristna predíkara tala á þessum nótum og svo náttúrulega forstokkaða stjórnmálamenn og hálauna embættismenn! Í Stór-þýskalandi tókst slík herferð með ágætum. 

Kannski endar þessi Stasi-herferð TR gegn lífeyrisþegum með fangabúðum/einangrunarbúðum.

Það er kannski nauðsynlegt að benda yfirmönnum TR. , þessum í efstu launaþrepunum, á að TR er þjónustustofnun. Og ætti sem slík ekki að beita þá sem hún á að þjónusta svona aðferðum!  Það hljóta nefnilegaa að vera til aðrar aðferðir,  en að 1.  Að gera lífeyrisþega tortrygglega.  2.  Að fá landsmenn til að klaga náunga sinn.

En einu sinni hefur fallið blettur á heiður Tryggingastofnunar fyrir tilstilli yfirmanna hennar!


mbl.is Leita eftir ábendingum um tryggingasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað þarf að gera, það eru vísbendingar um að fólk misnoti kerfið...því miður.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 05:23

2 identicon

Vísbendingar???? afhverju talar fólk ekki um þetta hreint út það er vitað um fullt af fólki sem er að misnota þetta kerfi og það er glæpur við notum nafnlausar ábendingar í fullt af sakamálum og það segir sig sjálft að eitthvað er að þegar stór hluti þjóðarinar er komin á örorkubætur.

Er það orðið innbrent í þjóðarsálina að þegar talað er um svik á tryggingabótum að þá eru það bara ljótir og vondir kallar sem eru með austantjalds sindrom.

Það þarf að taka á þessum málum eins og öllum öðrum lögbrotum í landinu og tryggingastofnum verður að leita til allmennings vegna að pólitíkusar hafa sett reglur um hana sem hamla henni að skoða svona mál til að þeir tapi ekki atkvæðum og verði álitnir vondu kallarnir .

R.H (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 09:57

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég er að gagnrýna aðferðina, ekki tilganginn!  Ég ætla ekki að tjá mig neitt frekar um aðferðina.  Það geri ég hér að ofan.  Og ef ég tala ekki nógu skýrt, þá er það ekki mitt vandamál!

Blækur sem ekki hafa kjark til að tjá sig undir nafni eru ekki velkomnar hér!

Auðun Gíslason, 17.7.2009 kl. 11:01

4 identicon

Það er skelfilegt að horfa upp á Ísland færast í átt til þess sem þekktist í kommúnistaríkjum á tímum kalda stríðsins.

Við þurfum ekki á því að halda eftir áföllin sem dunið hafa á þjóðinni að stilla fólki upp hvert á móti öðru og fara að njósna um náungann.

Bótasvik eru ekki afsakanleg, en þessi aðferðafræði er vægast sagt mjög ógeðfelld.

Heiðarlegra er að hjá stofnunum eins og T.R., Vmst., RSK og fleiri opinberum stofnunum séu starfræktar deildir sem eru mannaðar fólki sem sérhæfir sig í að uppræta bóta- og skattsvik.

Nafnlausar ábendingar verða misnotaðar, það held ég að öllum sé ljóst.  Fólk fer að kæra annað fólk af ástæðum eins og öfund, óvild, illmennsku eða bara til þess að fá útrás fyrir einhverja reiði í garð náungans og þjóðfélagsins.

Á þessum tímum þegar fólk er að kikna undan skuldum sínum, tekjur hafa skerst mikið og fólk að missa vinnuna þá er örvæntingin og reiðin meiri en annars.  Fólk verður við slíkar aðstæður reitt út í einhverja sem eiga rétt á einhverjum fyrirgreiðslum á meðan því finnst það sjálft ekki fá neitt.

Við þurfum á því að halda að þjappa okkur saman sem þjóð og standa saman.  Nóg er nú þegar búið að gera til að sundra þjóðinni.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:15

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég tek undir með þér, Óskar!  Í kaldastríðinu voru valdhafarnir skíthræddir um vald sitt!  Það á kannski við líka um forstjóra TR.  Þetta er tilvalin aðferð til að koma höggi á náunga sinn.  Klaga hann fyrir yfirvöldunum fyrir tryggingasvik, skattsvik, dópsölu, fyrir vera vondur við börnin.  Let him deny it!  Tekur nokkra daga að vinda ofanaf svona klögumálum, þar sem það er hinn klagaði sem þarf að sanna sakleysi sitt!  Ekki yfirvaldið sem þarf að sanna sekt hins klagaða!  Og svo endar fólk á skrá yfir klagaða og sú skrá stendur óhögguð sama hvað!

Nafnlausar ábendingar hafa verið misnotaðar m.a. í tilkynningum til Barnaverndarnefndar.  Hefnigjarnar fyllibyttur hafa notað símanúmer hennar til að koma höggi á barnafólk, sem bytturnar halda í myrkri tilveru sinnar að séu óvinir sínir!  Og þó svo falstilkynningarnar séu undir nafni ver Barnaverndarnefnd bytturnar!  Síðan þarf barnafólkið að berja af sér, ekki bara fyllibyttuna (sem gjarna býr í sama húsi), heldur líka Barnaverndarnefnd!  Barnaverndarnefnd gengur í lið með byttunni!

Nú þurfa lífeyrisþegar ekki bara að berjast gegnum mánuðinn við blankheit og fátækt, heldur líka við TR, sem lítur þannig á málið að lífeyrisþeginn eigi að sanna sakleysi sitt!  Let them deny it!

Auðun Gíslason, 17.7.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband