Nýr stjórnmálaflokkur?

Merkilegt hvað samtök kapítalista eru iðin við að hafa skoðanir á því sem ekki er á þeirra könnu. FÍS, SA og VÍ eru samtök manna í fyrirtækjarekstri, og eiga sem slík ekki að beita sér í stjórnmálum.  Enda allar þeirra hugmyndir á sömu bókina lærðar.  Niðurskurður, niðurskurður og meiri niðurskurður.  Og enga skatta á fyrirtækin.  Einkavæðing.  Er þetta ekki allt saman vel kunn hægri-hagfræði?  Þetta er fólkið, sem greiðir svo lág laun, að lægstu laun eru lægri en atvinnuleysisbætur.

Hvað sagði ekki VÍ,  Viðskiptaráð Íslands?  "Við höfum ekkert að sækja til Norðurlandanna, enda stöndum við þeim svo miklu framar á flestum sviðum."  Á hvaða sviðum ætli það sé?  Lágum launum, einkavinavæðingu, spillingu og öðrum ræfildómi?


mbl.is FÍS: Launakostnaður ríkisins lækki um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með t.d. ASÍ? BSRB?

Eyjólfur (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Var ASÍ eða BSRB til umræðu hér, eða vill Eyjólfur ritstýra Skarfinum?

Auðun Gíslason, 30.9.2009 kl. 14:54

3 identicon

Ég vil hvorki ritstýra einum né neinum, sér í lagi á eigin bloggi. Ég styð algjört og óskorað tjáningarfrelsi, einnig til handa téðum samtökum, en jafnframt rétt eiganda veggjar/bloggs/dagblaðs/o.s.frv til að ákveða hvað þar birtist (sem þú hefur hér - færð prik fyrir að leyfa athugasemdir!). Þetta er hins vegar býsna rökrétt pæling í framhaldinu, enda nánast um að ræða tvær hliðar á sama pening.

Samtökin mega láta skoðun sína í ljós eins og aðrir. Meðan aðild að þeim er frjáls, geta meðlimir mótmælt því með úrsögn - verst er að það á ekki við um öll samtök á Íslandi...

Eyjólfur (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband