Af flokkspólitískri tilfinningasemi!

Bjarni Benediktsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Birgir Ármannsson ræddu allir um Icesave undir liðunum "óundirbúnar fyrirspurnir" og "fundarstjórn forseta."  Það er aungvu líkara en almenn skynsemi og góð greind þessara manna rjúki á dyr um leið og þeir opna munninn um pólitík.  Þá tekur við hin flokkspólitíska tilfinningasemi þeirra, gjarnan kenndar við skotgrafir.  M.a. mátti Birgir vart mæla af hneykslun, þegar hann dró það uppúr pússi sínu að undirritaður hefði verið svokallaður Icesave-samningur í dag, áður en Alþingi hefði rætt málið!!!  Málflutningur flokksbræðra hans var á svipuðum  nótum!

Flokkssystir þingmannsins, háttvirtur forseti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, benti honum góðfúslega á, og í vingjarnlegum tón hins vana uppalenda, að milliríkjasamningar væru iðulega undirritaðir með fyrirvara um samþykkt Alþingis og svo væri að þessu sinni!  Þingmaðurinn hafði sem sagt brennt af!

Síðan hóf Sigmundur Davíð umræðu um AGS utandagsskrár.  Það er einsog SDS hafi ekki heyrt af því að samningur við AGS snýst ekki aðeins um peningalánin heldur líka um aðgerðaráætlun í efnahagsmálum þjóðarinnar.  Endurskoðun á þessari aðgerðaráætlun hefur tafist von úr viti og tafið fyrir vinnu í endurreisn efnahagslífsins.  Það skal undirstrikað að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem stóðu að samningi við AGS!

Sigmundur er á sama báti og aðrir félagar helmingaskiptaflokkanna í opinberri umræðu, að um leið og hann opnar munninn um pólitík tekur tilfinningasemin stjórnina af almennri skynsemi hans og hann hrekkur í hinar pólitísku skotgrafir.

Ég er alveg örugglega ekki einn um það að bíða enn eftir, að flokksmenn helmingaskiptaflokkanna ræði á Alþingi ábyrgð sína og flokka sinna á því fjármálakerfi, sem byggt var upp hér í stjórnartíð þeirra, og hrundi hér í haust.  Sú uppbygging hófst á einkavinavæðing bankanna, og hélt svo áfram undir kjörorðinu "það er kannski best að gera ekki neitt." Laissez faire.  Fræi hrunsins var sáð með uppbyggingu þessa fjármálakerfis.

Nú ætla ég að óska eftir að þeir taki málið fyrir á Alþingi og reki fyrir landsmönnum, hvernig þessi stefna, og gerðir af henni leiddar, er alfarið á ábyrgð flokkanna tveggja Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, helmingaskiptaflokkanna!


mbl.is Sakar Steingrím um kúvendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Er þér ekkert kunnugt um þátt Samfylkingarinnar í EES samningunum - sem innleiddu  ófrávíkjanlega kröfu  um sölu ríkisbankana  - einkavæðingu í raforkudreifingu o.fl.... 

...og veistu heldur ekkert um að Samfylkingin var í síðustu ríkisstjórn  og fór með mesta klúðurráðuneytið - viðskiptaráðuneytið - sem bar pólitíska ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu -....

Hvað heldur þí að það þýði að skrifa svona bull - þetta er hællærislegur kattarþvottur hjá þér.....

Reyndur frekar að gangast við ábyrgð Samfylkingarinnar - þar sem það á við ....

Ég gæti t.d. fallist á að Þrír flokkar bæru álíka ábyrgð á þessu klúðri - Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur - og ef þú vilt skipta þessu í prósentum nákvæmlega - þá mátti skipta þessu í réttu hlutfalli við síðasta kjörhlutfall - undanskiljum VG - fram að síðustu kosningum....

Eftir síðustu kosningar eru svo nýir "helmingaskiptaflokkar" þ.e. núverandi ríkisstjórn...

sem skipti þá öllum skaða sem sú ríkisstjórn kann að gera... til helminga milli sín....

miðað við þessa uppsetningu þína - þá eru núna nýjir "helmingaskiptaflokkar".....

en auðvitað er þetta frekar ógáfulegur málflutningur hjá mér - en hann er í þínum stíl... þú vilt hafa málflutning svona asnalegan...   

Kristinn Pétursson, 19.10.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Samfylkingin var ekki til þegar EES samningurinn var samþykktur af af Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum.  1993.

Samfylkingin sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum í 16 mánuði fyrir hrunið.  Áður höfðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur setið saman í einkavæðingarstjórninni frá 23. apríl 1995-15. september 2004.  Þá tók við ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar, Framsóknarflokki, með Sjálfstæðisflokknum 15. september 2004-15. júní 2006.  Og svo Ríkisstjórnir Geirs H. Haarde 15. júní 2006 með Framsókn og svo, 24. maí 2007-26.janúar 2007.  Áður en Samfylkingi  settist í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafði verið fest hér í sessi kerfi sem ég efast um að Samfylkingunni hefði tekist að breyta á ca 16 mánuðum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Hefði verið fyrir því áhugi í þeim flokkum tveimur!

Þú virðist eitthvað hafa ruglast með uppruna nafngiftarinnar "helmingaskiptaflokkarnir".  Sú nafngift vísar ekki til ábyrgðar heldur þeirra skiptingar efnahagslífsins, sem þessir flokkar komu á hér fyrir áratugum síðan og birtist m.a. í skiptingu bankanna við einkavæðingu þeirra.  Flokksmenn Framsóknar fengu Búnaðarbankann og Sjálfstæðismenn Landsbankann!

Ég tel enga þörf á því að ég gangist fyrir einhverri ímyndaðri ábyrgð Samfylkingarinnar á þessu kerfi, enda hef ég aldrei kosið Samfylkinguna og aldrei verið í þeim flokki!  Ábyrgð Samfylkingarinnar felst, að mínu mati, fyrst og fremst í þeim mistökum að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007.  Það var reyndar rökrétt afleiðing af Blair-isma forystu Samfylkingarinnar á þeim tíma! 

Eitthvað hafa þessi bullskrif, og asnalegu, farið fyrir brjóstið á þér, Kristinn minn!  Sem segir mér, að þau hafa hitt þig í hjartastað!

Auðun Gíslason, 19.10.2009 kl. 17:19

3 identicon

Og hvar er alþýðuflokkurinn í dag? Í samfylkingunni!

Geir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Mikill vísdómsbrunnur, Geir!

Auðun Gíslason, 19.10.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband