30.3.2007 | 21:38
I og F og eldri borgarar+öryrkjar.
Hvað eiga þessir framboðslistar sameiginlegt. Það er spurningin. Mér flaug það skyndilega í hug að það sem þessi framboð eiga öll sameiginlegt er að forystusauðirnir eru allir úr Sjálfstæðisflokknum! Margrét Sverrisdóttir (kannski Ómar Ragnarsson), Guðjón A. Kristinsson og Arndís Björnsdóttir eru öll úr Sjálfstæðisflokknum. Var einhver að tala um klofning einhversstaðar. Svo gæti verið von á einu enn, hver veit. Nei, ég segi nú bara svona. Er þá ekki augljóst hverjir mynda næstu ríkisstjórn. Jamm, Sjálfstæðisflokkarnir allir fjórir. Alveg er þetta grænt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 18:12
Seðlabankinn í pólitík?
Ingvi Hrafn skilur ekkert í Davíð, að leggja fram svona plagg eins og í gær. Hann grunar Seðlabankann kominn útí pólitíska refskák. Trúir því samt varla uppá Davíð vin sinn, en segir einhvern óþef af málinu. Hvort svo er skal ósagt látið en varla gat tímasetningin verið óheppilegri fyrir virkjunarsinna. Þá vitið þið það Sjálfstæðismenn. Davíð hefur talað! Flokkurinn telur komið nóg!
s
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 11:40
Alcan með kosningarétt í Hafnarfirði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 21:45
Íran; innrás yfirvofandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 18:05
Álver, kreppusótt og voðaskot.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 11:45
Heimilisiðnaður og ljósmyndaalbúm.
28.3.2007 | 11:30
Og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldins.
Nýjasta viðbótin í merkri stjórnmálafræði bloggsins er, að ein og aðeins ein ástæða væri til þess að Vg og Helblái ákváðu að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar: Að koma í veg fyrir að forseti lýðveldisins færi að skipta sér að stjórnarmyndunarviðræðum! Merkilegri verða nú varla stjórnmálaskýringarnar. Höfundurinn er Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiráðunautur og "spæjó" Jóns Baldvins.
28.3.2007 | 10:13
VinstriGræn og Íhaldið!
Nú eru bloggarar búnir að sanna það uppá VinstriGræn og íhaldið, að þessir flokkar eru búnir að mynda ríkisstjórn, sem tekur við eftir kosningar. Þessu til sönnunar vísa þeir til Guðmundar Ólafssonar hagfræings, Lobba, fyrrum vinstri-móguls og róttæklings. Guðmundur er núna hægri-krati í anda Jóns Sig. fyrrverandi ráðherra og bankastjóra Norræna Fjárfestingabankans. Guðmundur þessi er hinn sami og sagði, að þegar kæmi að efnahagsmálum samanstæði Samfylkingin af óvitum. Ekki veit ég,hvort Guðmundur er í Samfylkingunni...Já, ríkisstjórn er orðin til! VinstriGræn og helbláiflokkurinn! Sjálfsagt ganga þessir flokkar óbundnir til kosninga samt, ef sagan lýgur ekki. Steingrímur J. mun sverja þetta af Vg alveg fram á kosninganótt, en Geir Hilmar engu svara, en láta kjálkann síga örlítið. Þá vitum við það. Ég verð sí daprari eftir því sem ég hugsa lengur um þetta og veit eiginlega ekki lengur, hvar ég á að setja x-ið á kjörseðilinn. Ætli ég sitji bara ekki heima, eins og ég gerði í síðustu borgarstjórnarkosningum. Svo er Árni Þór ofarlega á lista Vg hér í R-norður, þannig það er kannski best að láta það alveg ógert að kjósa flokkinn sinn...Annars á það ekki að koma neinum á óvart að Vg lenti uppí hjá því helbláa á endanum. Steingrímur J. og Davíð voru búnir að láta eins og tvær Gay-Pride Drottningar á lausu í mörg ár, þegar sú síðarnefnda réðst inní Írak í sínu ástandsstandi og svo inní Seðlabankann...Það verður svo bara að koma í ljós, hvort VinstriGræn rýrna jafnmikið og visna milli rekkjuvoða íhaldsins og hin fyrri viðhöldin, Framsókn og Alþýðuflokkur...Ætli ég verði svo ekki að taka niður flokksmerkið á síðunni...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 12:21
Pétur og heimildin (minnir á Önnu og útlitið)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2007 | 09:47
Spilasalir hér, en ekki þar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 08:58
Pétur Gróuson á Leiti og Agnes Braga...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 15:54
Karl Matt. á þing.
26.3.2007 | 12:58
Fátækir...
![]() |
Spilling á hæsta stigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007 | 12:46
80 milljónir síðast, hvað nú...
![]() |
Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2007 | 16:14
Lyftum asklokinu.---Alcan auglýsir.
24.3.2007 | 21:51
Bingi B?
24.3.2007 | 16:44
Stóriðjustopp og áfram hagvöxtur.Zero Framsókn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 23:26
Kjósum um stefnumál flokkanna, Zero Framsókn!
Var að lesa nokkur Framsóknarmannablogg. Ósköp eitthvað erfitt hjá greyjunum. Íslandshreyfingin fer í taugarnar á þeim, jafnvel meira en Ingibjörg og Samfylkingin. Einn er farinn að renna hýru auga til formanns VinstriGrænna! Er það undarlegt, því einhver Framsóknar-Helga vill meina að hennar formaður sé mesti afburðarmaður sem gengur um á Íslandi í dag. Þannig að hróður Jóns og atgerfi er ekki öllum ljós í Framsóknarflokknum. Annars er leiðinlegt að sjá að Framsóknarbloggarar ætla að reka kosningabaráttu sína með óhróðri, skætingi og útúrsnúningi. Svona litla trú hafa þeir á málefnum sínum (ef einhver eru), eigin ágæti og reynslunni af stjórnmálagöngu sinni. VinstriGræn, Samfylkingin og Íslandshreyfingin eru öll í skotlínu Frammaranna. Þeir halla höfðinu ljúflega í kjöltu Íhaldsins, frelsara síns. Nú ætla þeir í sameiningu, Villi góði (að eigin sögn) og Bingi, að bjarga ríkisstjórninni frá Sæbrautarklúðrinu. Faxaflóahafnir eiga að redda málinu. Meðan Framsókn sat í R-listaborgarstjórninni svelti ríkisstjórnin höfuðborgarsvæðið í vegamálum. Íhaldsherrarnir Sturla og Árni M. voru eins og staðir múlasnar gagnvart svæðinu. Fyrr skyldi frjósa í helvíti en þeir sýndu borgar og nágrannasveitarféögum samstarfvilja í vegamálum. Niðurstaðan er sú að flest banaslys í umferðinni verða á vegum sem liggja til og frá borginni. Nú lætur Ingi Björn sem Framsókn hafi ekki verið í R-listanum. Hann talar og skrifar, eins og þeir hafi ekki verið þar. Björn Ingi og Villi ætla að greiða úr fjármálaólestri og skuldasukki R-listans með því að sökkva borginni dýpra í skuldafenið næstu 3 árin. Skuldir munu hækka um 40% per borgarbúa. Fara úr 971.000 í 1.364.000=393.000 hækkun. Eignir borgarinnar munu ekki vaxa sem þessu nemur, svo í hvað eiga þessir peningar að fara? Aftur að kosningarbaráttunni. Framsókn ætlar sér greinilega að hífa upp aumt fylgi sitt með auglýsingum auk þess sem að framan segir um kosningarbaráttu bloggara í Framsókn. Auglýsingamenn, spunameistaraog rægitungur er það sem þeir treysta á í baráttunni. Kannski geta sminkarar málað á Framsóknarmenn tímabundinn svip grandvarleika og stefnufestu. Seint held ég samt að til langframa fari af þeim spillingar- og hlaupatíkursvipurinn. Sem sagt, Zero Framsókn!
20.3.2007 | 22:02
Björn Ingi, Hvaða skuldir?
Ætli geti verið að Björn Ingi hafi ekki lesið 3ja ára áætlunina? Skv. henni hækka skuldir borgarinnar pr. borgarbúa um 40,47%! Eru 2007 971.000, en verða 1.364.000 árið 2010; hækka semsagt um 393.000 á haus. Ber það vott um að greiða eigi skuldir borgarinnar?
Heildarskuldir A og B hluta borgarsjóðs hækka úr 113,963 milljörðum 2007 og fari í 166,094 milljarða 2010, hækka um 52 milljarða (skuldir án lífeyrisskuldbindinga). Ekki veit ég hvaða skuldir það eru sem Björn Ingi segir að eigi að borga. Þær sjást ekki í þessari áætlun. Svo á víst að leggja áherslu á umhverfismál. Eitt er víst að fjárframlög til umhverfissviðs borgarinnar lækka til muna. Lenda í þessari meintu tiltekt á stjórnsýslu borgarinnar. Ætli sú tiltekt felist ekki í að setja vini og vandamenn niður við kjötkatkana; les: í vellaunaðar stöður í stjórnsýslu borgarinnar. Það fyndnasta við þessa áætlun er að þar er gert ráð fyrir að launakostnaður borgarinnar lækki næstu 3 árin. Hvernig það á að gerast hlýtur að flokkast undir galdra. Borgarbúum á að fjölga um 4300, byggja á nýja leikskóla og nýja grunnskóla. Eitthvað á þá að skeerast niður hlýtur að vera, en því miður þess sér ekki stað í áætluninni. Sem sagt: Hókus, pókus!