Eru völd ópíum fyrir forystu vinstrimanna á Íslandi?

Skrímsladeildin fer hamförum gegn mótmælendum þessa dagana.  Er á sama máli og formaður Sjálfgræðisflokksins sem eignaði Sjálfgræðisflokknum mótmælahreyfinguna! 
Kannski grasrótin, mótmælendur, gangi þá bara í Sjálfstæðisflokkinn, hehe?
Svavar Gestsson er á þessum sömu buxum og aðrir í flokkselítu Vg. Talar aðallega um valdabaráttu fjórflokksins og að Sjálfstæðisflokkurinn berji tunnur í grein í Fréttablaðinu í gær. Ég hef nú ekki séð alla þessa Sjálfstæðismenn sérstaklega, en grasrótin hefur yfirleitt ekki neina sérstaka samúð með délistanum! Það er hinsvegar ekki hægt að banna kjósendum X-D að mæta!
Verst að núverandi ríkisstjórn réttir alþýðunni fingurinn af sömu áfergju og ríkisstjórnir síðustu 20 ára. Ríkisstjórnir Sjálfgræðisflokksins. Er nema von að flótti sé brostinn á grasrótina í Vg!
Eru völd ópíum fyrir forystu vinstrimanna á Íslandi?
Ég er fyrrverandi félagi í Vg.  Sagði mig úr flokknum, þar sem ég taldi núverandi ríkisstjórn vera leppstjórn AGS.  Ég hef ekki skipt um skoðun.
Flokkseigendafélag Vg ætti að fara að átta sig á, að það er aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart vanda heimilanna og atvinnulífsins, sem er ástæða mótmælanna. Ekki ást á X-D!  Kannski breytist það, ef málflutningur skrímsladeildarinnar breytist ekki.  Og að ríkisstjórnin heldur sig í framtíðinni við þá stefnu, að aðstoða aðeins fjármálastofnanir og auðmenn, en gleymir alþýðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Auðunn

Þetta er hluti af leiksýningum fjórflokksins sem reynir að kveða niður mótmælin ef þau Þjóna ekki hagsmunum þeirra. Kjósum fólkið á þing.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Væri ekki nær að spyrja XD og XB þessarar spurningar. Þeir hafa reynslu af því að sitja áratugum saman samfleytt, og afleiðingarnar af því sitjum við uppi með í dag.

hilmar jónsson, 9.11.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband