Ţörf er á utanţingsstjórn.

  Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, ţar sem  vandamál samfélagsins eru.  Kjarklaus og huglaus!  Hér ríkir stjórnarkreppa og ţingiđ er í upplausnarástandi.  Engin forysta er fyrir hendi, sem ţing og ţjóđ gćti fellt sig viđ.  Málin verđur ađ leysa.  Ţađ getur ekki ríkisstjórnin og ekki ţingiđ međ núverandi stjórn!  Valiđ stendur ţví milli neyđarstjórnar og kosninga.  Síđari kosturinn er raunar ekki kostur í stöđunni miđađ viđ ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/

 

Neyđarstjórn eđa kosningar - yfirlýsing frá ţingmönnum Hreyfingarinnar.

Sú mesta efnahagsvá sem samfélaginu stafar hćtta af í dag er skuldavandi íslenskra heimila.  Undanfarna viku hafa ţingmenn Hreyfingarinnar tekiđ ţátt í fjölda samráđsfunda međ ráđherrum ríkisstjórnarinnar, öđrum ţingmönnum og hagsmunaađilum til ađ kanna hvort raunverulegur vilji sé til ađ leysa málin. Ţrátt fyrir ađ fyrir liggi leiđir til lausnar sem gagnist mjög skuldugum heimilum án kostnađar fyrir ríkissjóđ og skattgreiđendur, er ríkisstjórnin ekki fćr um ađ leysa úr málinu međ sanngjörnum og réttlátum hćtti. Ríkisstjórnin hefur nú endanlega sýnt ađ hún getur ekki stjórnađ landinu međ almannahag ađ leiđarljósi og hlýtur ţví ađ vera komin ađ leiđarlokum.

Vegna ţeirrar alvarlegu stjórnarkreppu sem nú ríkir og útilokađ er ađ Alţingi geti leyst,  leggja ţingmenn Hreyfingarinnar fram eftirfarandi tillögur sem lúta ađ tímabundinni neyđarstjórn landsins (ţingmanna og/eđa utanţingsmanna) í stađ núverandi ríkisstjórnar samkvćmt eftirfarandi forskrift.

1)      Forsćtisráđherra skilar inn umbođi sínu til forseta Íslands.
2)      Forseti Íslands kannar hvort ţingmeirihluti sé fyrir ţví ađ verja slíka neyđarstjórn vantrausti verđi henni komiđ á.
3)      Sé slíkur meirihluti ekki fyrir hendi verđi bođađ til Alţingiskosninga.
4)      Sé slíkur meirihluti fyrir hendi gerir forseti Íslands tillögu ađ neyđarstjórn. Tillaga forseta Íslands getur annađ hvort falist í uppástungu ađ forsćtisráđherra sem velji sér samráđherra eđa tillögu ađ öllum ráđherrum slíkrar ríkisstjórnar.
5)      Ţjóđaratkvćđagreiđsla fari fram um tillögu forseta Íslands ađ neyđarstjórn. Kosiđ verđi um neyđarstjórnina í heild sinni. Verđi henni hafnađ veriđ bođađ til Alţingiskosninga.
6)      Verđi tillagan samţykkt starfar neyđarstjórnin ţangađ til stjórnlagaţing hefur lokiđ störfum og Alţingi afgreitt frumvarp um nýja stjórnarskrá. Ađ ţví loknu verđi bođađ til Alţingiskosninga.
7)      Neyđarstjórnin skal fá til liđs viđ sig fćrustu sérfrćđinga. Í störfum sínum notist neyđarstjórnin viđ ţjóđaratkvćđagreiđslur til ađ skera úr um brýn ágreiningsmál.

Verkefni neyđarstjórnar yrđu m.a.:
a)      Setning neyđarlaga til ađ leysa bráđavanda skuldsettra heimila sem taki m.a. miđ af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna.
b)      Opinber lágmarks framfćrsluviđmiđ.
c)      Fjárlög.
d)     Lýđrćđisumbćtur.
e)      Endurskođun á samstarfi viđ Alţjóđagjaldeyrissjóđinn.

 

Eftirfarandi er svo tekstinn á síđunni http://utanthingsstjorn.is/

Áskorun

Alţingi nýtur ekki trausts nema 9% ţjóđarinnar samkvćmt ţjóđarpúlsi Gallup. Stjórn og stjórnarandstađa eru ráđţrota og gagnslaus. Ţjóđstjórn kemur ekki til greina og alţingiskosningar eru tilgangslausar ţví stjórnmálaflokkar hafa mótađ valdakerfiđ eftir eigin ţörfum og vilja engu breyta.

Utanţingsstjórn er ţví eini raunhćfi möguleikinn í stöđunni. Í svipađri stöđu, áriđ 1942 ţegar síđast stóđu fyrir dyrum miklar stjórnarskrárbreytingar og ekki tókst ađ mynda starfhćfa ríkisstjórn, myndađi Sveinn Björnsson utanţingsstjórn til bráđabirgđa. Viđ skorum á forsetann ađ skipa slíka stjórn áđur en ţađ ófremdarástand sem nú er uppi kallar yfir ţjóđina enn alvarlegri afleiđingar.

Viđ undirrituđ skorum á forseta Íslands ađ skipa landinu utanţingsstjórn sem tryggt verđur ađ njóti stuđnings og samţykkis ţjóđarinnar.

Utanţingsstjórnin skyldi svo fyrst og fremst einbeita sér ađ ţví ađ leysa brýnustu vandamál samfélagsins. Heimili landsins líđa fyrir vanhćfi stjórnmálastéttarinnar og ţví ćtti eftirfarandi ađ vera í forgangi:

  • Ţađ ţarf ađ setja neyđarlög til ađ leysa bráđavanda skuldsettra heimila sem tekur miđ af tillögum hagsmuna- og faghópa.
  • Utanţingsstjórnin hefur auk ţess ţađ verkefni ađ vinna ađ skynsamlegum og raunhćfum langtímalausnum á skuldavanda heimilanna.
  • Ţar sem atvinnumissir er orđiđ stórt vandamál er ţađ ekki síđur brýnt verkefni utanţingsstjórnarinnar ađ vinna ađ uppbyggingu atvinnuveganna á skynsaman og raunhćfan hátt um allt land.
  • Gagnger endurskođun á efnahagsstefnu landsins. Ţ.m.t. samstarfiđ viđ Alţjóđagjaldeyrissjóđinn.

Miđa skal viđ ađ utanţingsstjórn hafi ađ lágmarki sex mánuđi til ađ klára ţessi verkefni en ćskilegt vćri ađ hún hafi lokiđ störfum er ný stjórnarskrá liggur fyrir enda verđur ţá bođađ til kosninga út frá fyrirkomulagi nýrrar stjórnarskrár.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband