...í skjóli nafnleyndar?

Gleymast alltaf þeir sem skrifa undir nafni og láta frá sér á bloggum sínum ótrúlegust ummæli um fólk, sem ekki er þeim sammála.  Menn sem ætlast til að tekið sé mark á þeim í umræðunni úthúða fólki með orðfæri götustráksins!  Og svo mætti tala um eineltið sem umræðu-"elítan" leggur stund á. Að sinni skulu þessir menn og konur ekki nafngreind, en aðeins tekin smádæmi um það, sem þau láta sér sæma:  "Jóhanna Sigurðardóttir hugsar með rassgatinu."  "Þú er bara einfeldningur og fíff" og "hann er bara einfeldningur og kjáni að halda þessu fram, les ...að vera ekki sammála mér."  "Kommúnisti" er geysilega vinsælt og talið til marks um að viðkomandi sé ekki viðræðuhæfur, og skiptir þá engu máli, að hann/hún sé ekki einu sinni til vinstri í pólitík!  "Þetta sem þú segir skiptir ekki máli í umræðunni."  Stórbokkar elítunnar, sem hafa vörumerkið "ÉG", en ekki "ég" telja sig þess  umkomna að ákveða þetta allt saman og þeir ráði hvað skiptir máli!  Og svo má ekki gleyma fúkyrðum einsog "föðurlandssvikari og landráðamaður", sem er sérstaklega vinsælt.  Og svo "gyðingahatari", það eru allir sem gagnrýna framferði síonistanna í Ísrael!

Þetta eru bara svona mjög væg dæmi um hvernig "nafntogaðir" úthúða samborgurum sínum.  Hámenntaðir og gáfaðir telja alveg sjálfsagt að hegða sér einsog götustrákar og hellisbúar, og jafnvel verri en þeir sem skrifa ekki undir nafni!


mbl.is Óhefluð umræðumenning Íslendinga í netheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hmmmm, ágæt færsla. Þori ekki að segja annað!

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mín reynsla að fasistarnir séu verr siðaðir en við kommúnistarnir. Alveg stórmerkilegt hversu margir fasistar hafa hreiðrað um sig hérna á þessum bloggvettvangi.

Árni Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband