15.4.2009 | 17:53
Merkilegt?
Hægrimenn nokkrir hafa furðað sig á ummælum Katrínar J. um mögulegar launalækkanir ríkisstarfsmanna og líklegar skattahækkanir. Fyrir nokkrum vikum voru laun félaga ASÍ "lækkuð" á þann veg að umsömdum launahækkunum var frestað. Þá heyrðist ekki mikið um vonda ríkisstjórn, heldur virtist að sumir teldu þetta bera vott um nokkurskonar þegnskap og ábyrga hegðun.
Vegið var að öryrkjum og ellilífeyrisþegum um áramótin, þannig að hækkun bóta var ekki í samræmi við hækkun vísitölu. Þetta hefur verið árvisst undanfarin ár undir dyggri stjórn Árna Matt. á ríkiskassanum (sennlega þykir honum vænna um dýrin en lífeyrisþega).
Skattar á laun hafa verið hækkuð ár eftir ár á valdatíma Sjálfstæðisflokksins með því að persónuafsláttur hefur ekki fylgt hækkun vísitölu. Þetta hefur hitt láglaunafólk verst.
Bjarni Ben, hinn nýji formaður stóra flokksins, sagði á föstudagskvöldi, að ekki væri hægt að afsegja skattahækkanir. Þrem sólarhringum síðar sagði hann, að skattahækkanir kæmu ekki til greina.
Skattaprósentulækkanir undanfarinna ára hafa fyrst og fremst komið hátekjufólki til góða, meðan láglaunafólkið hefur fengið að axla byrðina með sífelldri rýrnun persónuafsláttar. Og það er einmitt í samræmi við skattastefnu Sjálfstæðisflokksins. Enn þegar talað er um nær óhjákvæmilega hækkun á sköttum á þá efnameiri, þá verður allt vitlaust!
Ef það getur þá orðið vitlausara! Fari það í fúlan...
![]() |
Kjaraskerðing þegar hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 14:43
Stefnir í glæsilegan ósigur SjáLfstæðisFLokksins!
"Stefnan hefur ekki brugðist."
Það er bara gaman að horfa uppá stóra FLokkinn ganga fram af í þeirri trú að kjósendur muni trúa skýringum þeirra!
![]() |
Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 18:27
Smjörklípan fræga!
Þeir eru ekkert betri! Er það sem Þorgerður vildi sagt hafa, en það kemur bara málinu ekkert við einsog er. Það að benda á einhvern jafn sekan eða sekari gerir fortíð SjáLfstæðisFLokksins ekkert skárri. Fyrir utan að öll kurl eru ekki komin til grafar.
Þorgerður segir að þegar farið verður að tala um lausnir, og hætt að horfa til fortíðar, muni fylgi FLokksins síns lagast! Mikil er trú þín kona! Hvað hafa SjáLfstæðismenn verið að gera í þinginu undanfarið? Ekki hafa þeir talað um lausnir, enda hafa þeir engar. Einn hefur étið 20% hugmyndina eftir Framsókn. Það er allt! Og hvenær í framtíðinni heldur Þorgerður að búið verði að gera upp 18 ára stjórnarsetu SjáLstæðisFLokksins ? Og bæta það sem aflaga hefur farið allan þann tíma; bæta skaðann? Fyrst þarf að rannsaka þennan feril, og ýmislegt mun koma uppúr dúrnum í þeim rannsóknum. Þær munu taka nokkur ár! Og vonandi heldur fylgi délistans áfram að skreppa saman næsta áratuginn!
50 millurnar hans Gulla eru einsog ein dúnfjöður af ránfuglinum!
Fari það í fúlan...
![]() |
Hvítþvegin bleyjubörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 18:10
Þar sem er reykur...
...þar er eldur undir! En hvað segir varaformaður FLokksins?
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 14:27
Allt falt, ef nóg er boðið?
9.4.2009 | 13:53
Aulaleg valdaklíka!
Ein spurning til SjáLfstæðisFLokksins: Hvar ætlar FLokkurinn, og Bjarni, að fá 50 milljónir til að "endurgreiða" þessa peninga (vonandi með vísitölu uppbót)? Eiga kapítalistarnir einhverja peninga til að "gefa" FLokknum eftir hrunið í boði SjáLfstæðisFLokksins? Og ef svo er, hafa þeir einhvern áhuga á að "gefa" FLokknum peninga nú, þegar hann missir sífellt meiri völd og ítök?
"Hún brýst fram með ýmsum hætti, glæpahneigðin." Sagði ein frú hér í bæ um um ónefndan bæjarstjóra úr röðum SjáLfstæðisFLokksins fyrir nokkrum árum. Það skildi þó ekki vera?
![]() |
Skilað til lögaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 15:35
Brjóstumkennanlegt málþóf minnihluta þingmanna á háttvirtu Alþingi!
Langlokur délistans eru dapurlegar í ljósi stöðunnar. Fjórum klukkustundum eyddu þeir í að ræða þingmál, sem þeir voru í einu og öllu sammála. Á annað hundrað skipti hafa þeir staðið og rætt fundarstjórn forseta. Nú þegar þeir ræða srjórnarskipunarlög nota þeir tímann í að ræða mál, sem koma málinu ekkert við. SKK notar stóran hluta tíma síns til að reyna að hvítþvo Sjálfstæðisflokksins af allri ábyrgð á 18 ára stjórnarsetu sinni. Allt er öðrum að kenna. Það sem þeir hafa helst að athuga við stjórnlagaþingið er að vald þingsins skerðist. Skrautfjöðrum délistans hefur, ásamt öðrum þingmönnum, mistekist að endurskoða stjórnarskránna, svo að vit sé í!
Hvernig stendur á því, að þingmenn délistans beita málþófi í öllum málum ef délistanum er svona annt um framganga mála á Alþingi? Þeir tala um að hraða þurfi þingstörfum, en tefja svo öllu mál, sem fram koma?
Hvað segja kjósendur flokksins um það? Sumir hafa beðist afsökunar á að hafa greitt flokknum atkvæði sitt. Munu þeir kjósa flokkinn aftur engu að síður?
![]() |
Hættið þessu helvítis væli" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |