25.5.2009 | 15:24
Í tilefni af 80 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins!
22.5.2009 | 14:07
Barnaskapur stjórnarandstöðuþingmanna Framsóknar og délistans!
Lýsing Birgittu, þingmanns Borgarahreyfingarinnar, á hegðun þingmanna Framsóknar og délistans eru ótrúlegar og lýsa miklum barnaskap. Þeir neita þingmönnum Borgarahreyfingarinnar um að sitja við hlið sér á nefndarfundum. Hvar sem þeir hafa svo sótt sér heimild til þess. Barnaskapur og þroskaleysi!
Herbergjafarsi Framsóknar er svo annað dæmi um barnaskap og þroskaleysi þessara stjórnmálamanna.
Hvernig er það, hafa þeir kannski aldrei orðið fullorðnir, þessir þingmenn Framsóknar og délistans?
22.5.2009 | 13:30
'Abyrg stjórnarandstaða í þágu heimilanna!
![]() |
Þeir sitja sem fastast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 13:26
Harmagrátur kapítalistans.
það er kostulegt að fylgjast með vælinu í hamfaraliðinu þessa daga, þegar verið er að loka spilavítinu. Menn sem hafa lánað sjálfum sér peninga og tekið óheyrilega áhættu í allskyns braski í áhætturekstri kvarta sáran, þegar gengið er að þeim vegna lánanna. Héldu þeir að þeir fengju allar sínar skuldir niðurfelldar, að sérmeðhöndlunina, sem þeir hafa notið, héldi áfram? Við hverju bjuggust þeir? Og svo segjast þeir vera fórnarlömb. Og þá fórnarlömb hverra? Ytri aðstæðna? Voru það ytri aðstæður, sem véluðu þá til að taka lánin, hætta fyrirtækjum sínum með óhóflegum lántökum?
Á sínum tíma tóku afbrota- og félagsfræðingar upp á að telja þjófa og aðra krimma, jafnvel nauðgara og morðingja, fórnarlömb. Þetta er kannski angi af þeim fræðum?
![]() |
Fjöldi fyrirtækja í ríkiseigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2009 | 16:03
Viðbrögð LÍÚ...
...minna um margt á viðbrögð samtaka fiskvinnslunnar, þegar ákveðið var að taka upp nýjar aðferðir við varðlagningu á fiski á Íslandi. Verðlagsnefnd hafði ákveðið verðið áratugum saman, þegar ákveðið var að breyta um og setja upp fiskmarkaði, þar sem fiskur yrði boðinn upp (eða réttara sagt niður). Þá varð allt vitlaust. Fiskvinnslan fer á hausinn og hér fer allt í kaldakol, var sagt!
Hér má engu breyta, þá fer allt á hausinn, eða hvað?
Ein af afleiðingum markaðsákvörðunar á fiskverði, í stað verðlagsnefndar, var að menn fóru að ganga betur um fiskinn úti á sjó og í landi. Sem skýrir meiri framlegð og þar með betri afkomu í sjávarútvegi en áður. Það var ekki kvótakerfið og framsalsheimild á kvóta sem bætti afkomuna, heldur breytt verðmyndunarkerfi. Breytingin, sem átti að setja alla fiskverkun í landinu á höfuðið!
![]() |
Líkir uppboði afla við byggingastarfsemi í Grafarholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2009 | 15:47
Óþol Sjálfstæðismanna gagnvart stjórnarmyndunarviðræðum.
Margir eru orðnir ansi óþolinmóðir vegna þess tíma, sem Jóhanna og Steingrímur taka í stjórnarmyndunina. Sjálfstæðismennirnir BB og Jón Magg. hafa báðir bloggað um málið og pirringurinn leynir sér ekki. En geta menn ekki leyft þeim að taka að minnsta kosti svipaðan tíma og það tók Sjálfstæðisflokkinn að typta Framsókn og Samfylkingu til í ríkisstjórn eftir sínu höfði? Styst var það 12 dagar!
Nú þegar tími Sjálfstæðisflokksins er liðinn ættu flokksmenn hans aðeins að lækka í sér frekjurostann og sýna auðmýkt gagnvart því fólki, sem þjóðin hefur valið til að hreina upp eftir þá skítinn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 17:10
Yfirstéttarforseti ASÍ.
![]() |
Nýjan sáttmála um stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 17:03
Pulsupartí?
Var það ekki þessi Guðmundur, sem stakk uppá að haldið yrði pulsupartí í Húsdýragarðiinum í stað þessara sígildu baráttusamkoma? Varla mikið um barátturæður í svoleiðis partíum. En svona virkaði mengun hugarfarsins í hókus-pókus cirkus græðginnar!
Gott að ekki var búið að gengisfella stéttabaráttuna niðrúr gólfinu!
![]() |
Skuldsetning hugarfarsins" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |