Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
18.3.2008 | 15:09
Kærleikssiðfræði eða lögmálssiðfræði?
Hvað oft frelsarinn sniðgekk þær reglur og þau lögmál sem ríktu í samfélagi Gyðinga á hans tíma vitum við ekki, en um nokkur slík dæmi má lesa í Guðspjöllunum. Þetta gerði hann til að undirstrika boðskap sinn. Mér er alveg óskiljanlegt, að við kristnir eigum að lifa í skugga lögmáls Gyðinga. Ætli færi þá ekki að fara um marga. Á að lífláta fólk í samræmi við lögmálið, þar sem það á við samkvæmt lögmálinu? Eiga konur að þola að undirgangast þær reglur, og framkomu, sem viðhafðar voru skv. Gamla Testamentinu? Eða eigum við að týna til eitthvað sem hentar okkur í það og það skiptið? Má nefna afstöðina til mála eins og stofnfrumurannsókna, afstöðuna til samkynhneigðra, prestsþjónustu kvenna o.s.frv. Kannski má eiga von á sömu afstöðu til þeirra sem uppvísir verða af hórdómi, til réttinda kvenna, til mágaskyldunnar, til sjúkra og fatlaðra (þeir eru taldir syndarar, þessvegna eru þeir sjúkir eða fatlaðir). Sjálfsagt mætti halda áfram til eilífðarnóns, en mig brestur þekkingu til að telja upp allar þær reglur og lög sem gamla lögmálið býður mönnum að búa við. Mér skilst að lögmálsþrælkunin leggi á menn að fylgja nær 600 reglum og lögum í sínu daglega lífi, og þá er ekki verið að tala um mannanna lög, heldur lög og afleiddar reglur gamla lögmálsins. Kristnir lögmálsdýrkendur leggja mikla áherslu á gamla lögmálið, en virðast gleyma nýja lögmálinu sem Jesú færði okkur, að minnsta kosti er þeim ekki jafn tíðrætt um það sumum. "Kjarni kenningarinnar um guðsríkið, að það væri komið í Jesú og með honum, varð til þess að Jesú hafnaði lögmáli gyðinga, eða uppfyllti það eins og hann sjálfur sagði.......Eina boðorðið sem einhverju skipti að dómi Jesú, var að elska guð og náungann eins og sjálfan sig, hið tvöfalda kærleiksboðorð. Í stað lögmálssiðfræði kom kærleikssiðfræði. Áður hafði maðurinn þurft að fylgja lögmáli til að frelsast. Nú skyldi kærleikurinn settur í öndvegi" (Þórhallur Heimisson, Hin mörgu andlit trúarbragðanna).
Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti. Viska er á vörum hyggins manns, en á baki hins óvitra hvín vöndurinn. (Orðkviðirnir 10, 12-13). Þó ekki vöndur lögmálsins eða hvað?
Fyrst birt 22.11.2007. Endurbirt af ærnum ástæðum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.11.2007 | 13:53
Kærleikssiðfræði eða lögmálið?
Lögmálssiðfræði eða kærleikssiðfræði? Hvað vilt þú?
Hvað oft frelsarinn sniðgekk þær reglur og þau lögmál sem ríktu í samfélagi Gyðinga á hans tíma vitum við ekki, en um nokkur slík dæmi má lesa í Guðspjöllunum. Þetta gerði hann til að undirstrika boðskap sinn. Mér er alveg óskiljanlegt, að við kristnir eigum að lifa í skugga lögmáls Gyðinga. Ætli færi þá ekki að fara um marga. Á að lífláta fólk í samræmi við lögmálið, þar sem það á við samkvæmt lögmálinu? Eiga konur að þola að undirgangast þær reglur, og framkomu, sem viðhafðar voru skv. Gamla Testamentinu? Eða eigum við að týna til eitthvað sem hentar okkur í það og það skiptið? Má nefna afstöðina til mála eins og stofnfrumurannsókna, afstöðuna til samkynhneigðra, prestsþjónustu kvenna o.s.frv. Kannski má eiga von á sömu afstöðu til þeirra sem uppvísir verða af hórdómi, til réttinda kvenna, til mágaskyldunnar, til sjúkra og fatlaðra (þeir eru taldir syndarar, þessvegna eru þeir sjúkir eða fatlaðir). Sjálfsagt mætti halda áfram til eilífðarnóns, en mig brestur þekkingu til að telja upp allar þær reglur og lög sem gamla lögmálið býður mönnum að búa við. Mér skilst að lögmálsþrælkunin leggi á menn að fylgja nær 600 reglum og lögum í sínu daglega lífi, og þá er ekki verið að tala um mannanna lög, heldur lög og afleiddar reglur gamla lögmálsins. Kristnir lögmálsdýrkendur leggja mikla áherslu á gamla lögmálið, en virðast gleyma nýja lögmálinu sem Jesú færði okkur, að minnsta kosti er þeim ekki jafn tíðrætt um það sumum. "Kjarni kenningarinnar um guðsríkið, að það væri komið í Jesú og með honum, varð til þess að Jesú hafnaði lögmáli gyðinga, eða uppfyllti það eins og hann sjálfur sagði.......Eina boðorðið sem einhverju skipti að dómi Jesú, var að elska guð og náungann eins og sjálfan sig, hið tvöfalda kærleiksboðorð. Í stað lögmálssiðfræði kom kærleikssiðfræði. Áður hafði maðurinn þurft að fylgja lögmáli til að frelsast. Nú skyldi kærleikurinn settur í öndvegi" (Þórhallur Heimisson, Hin mörgu andlit trúarbragðanna).
Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti. Viska er á vörum hyggins manns, en á baki hins óvitra hvín vöndurinn. (Orðkviðirnir 10, 12-13). Þó ekki vöndur lögmálsins eða hvað?
Trúmál og siðferði | Breytt 14.1.2008 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2007 | 22:56
Þjóðkirkjan og samkynhneigðir!
..."þér villist, því að þér þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs." MT. 22:29
Það er merkilegt, hvað samkynhneigðir eru miklir aðdáendur þjóðkirkjunnar. Þeir sækja það allavega fast, að fá blessun hennar. En það er sárt að vera afneitað. Einhver sagði að samkynhneigðir og þjóðkirkjan ættu svona álíka vel saman og svertingjar og Ku Klux Klan! Ekki veit ég það nú. En hitt veit ég, að viðhorf margra meðal okkar kristinna manna til samkynhneigðra minnir óþægilega á viðhorf Ku Klux Klan til svertingja. Ég man ekki eftir því, að Jesú hafi haft svona viðhorf til nokkurs manns eða hóps manna. Ég man hinsvegar eftir að hafa lesið um, að Jesú hafi umgengist eða haft samneyti ýmisskonar fólk, sem Gyðingar vildu ekkert með hafa. Heilu þjóðarbrotinn voru þar á meðal, sjúkir voru þar á meðal, tollheimtumenn, holdsveikir, betlarar o.fl. o.fl. Ég man líka að hafa einhvern tíma lesið, að Jesú gaf lítið fyrir Farísea, Öldunga og annað "stórmenni". Mig minnir, að hann hafi sérstaklega verið lítið hrifinn af þeim sem í sífellu vitnuðu í Lögmálið; Lögmálsdýrkendur. Æðstu prestarnir og hörðingjarnir, Saddúkearnir, voru meðal þeirra sem Jesú gaf lítið fyrir. Þessir höfðu hin rituðu lög í miklum hávegum. Móse var þeirra maður. Páll piparsveinn kom úr hópi Saddúkea, og var áfram Saddúkei þó hann játaðist undir trúnna á Jesú Krist. Þetta segja mér fróðir menn og konur. En hvað um það. Ég er svona að velta því fyrir mér, hvort það hafi verið til lítils fyrir okkur mennina, að Guð sendi son sinn til að vitja arfleifðar sinnar og færa okkur nýjan sáttmála. Fræðimenn og æðstuprestar eru hér enn. Og enn er Móse þeirra maður, og Páll.
"Þegar Farísear heyrðu, að hann hafði gert Saddúkea orðlausa, komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: "Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?" Hann svaraði honum: "Elska skaltu Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Annað er þessu líkt: "Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir." MT 22:34-40
Nú er ég svona að velta því fyrir mér, hvort hinir bóklærðu, fræðimenn og Saddúkear nútímans, haldi að þeir geti eitthvað bætt um betur. Hafa þeir kannski reist sér skurðgoð, sem þeir vilja tilbiðja, í stað þess að elska Guð og náunga sinn. Er þeim kærleikurinn eitthvað óþægilegur eða fer þeim betur að segja: "Móse segir...."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 00:14
Sveitamannaguðfræði?
Vegna gagnrýni á hina nýju þýðingu á Biblíunni ákvað ég að endurbirta þessa færslu en þar sést vel hve "gagnrýnin" er oft órökrétt og beinlínis röng!
Spjátrungurinn og sveitapresturinn, Geir Waage, var með gamalkunna yfirburðatilburði í Kastljósinu og var honum tíðrætt um orðið "monogenes" sem hann sagði þýða "eingetinn". Ég gerði mér það til gamans að googla þetta orð. Þá kemur nú ýmislegt annað í ljós, sem stangast á við þá gömlu íslensku sveitamannaguðfræði, að María Mey hafi getið Guðssoninn ein, og því sé hann eingetinn. Þetta hefur vafist fyrir mörgum, sérstaklega trúlausum, því flest vitum við að það þarf tvo til. En orðið "monogenes" hefur ekkert með þetta að gera, enda er þetta útúrsnúningur.
Geir er mjög upptekinn af Jh 3:16; "Því svo elskaði Guð heiminnn, að hann gaf son sinn eingetinn (monogenes)..." Í nýju þýðingunni "einkason" (monogenes). Í "frumtextanum" er orðið "monogenes" notað að minnsta kosti þrisvar sinnum annarsstaðar í Nýja Testamentinu. Í Lk 7:12 "Þegar hann nálgaðist borgarhliðin, þá var verið að bera út mann, einkason (monogenes) móður sinnar..." Í Lk 8:42 "Því hann átti einkadóttur (monogenes)..." Í 1. Jóhannesarbréfi 4:9 "Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason (monogenes) sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann (gamla Þýðingin)" Því hef ég skáletrað Jh 4:9, að sumir hafa viljað meina að öðruvísi horfði við um orðið "monogenes" í samhengi við son Guðs.
Einnig er til í dæminu að "monogenes" gæti þýtt hinn "getni" Guð, andstæða við hinn Eilífa Guð, sem eðli málsins samkvæmt er ekki "getinn" heldur eilífur.
Í Jh 1:14 "Og Orðið (Guð) varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum." Ennfremur Jh 1:1-4 "Í upphafi var Orðið, og orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því." Og Jh 1:9-12 "Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans."
Trúmál og siðferði | Breytt 22.11.2007 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2007 | 12:57
Atkvæðatalning á kirkjuþingi?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 23:42
Lögmálið. Hvað um lögmálið?
Kynin vígjast jafnt til preststarfa en mun fleiri konur til djákna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 26.4.2007 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 15:51
"Öll börn eiga skýlausan rétt til foreldra."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 16:28
Lögmálssiðfræði eða kærleikssiðfræði? Hvað vilt þú?
Hvað oft frelsarinn sniðgekk þær reglur og þau lögmál sem ríktu í samfélagi Gyðinga á hans tíma vitum við ekki, en um nokkur slík dæmi má lesa í Guðspjöllunum. Þetta gerði hann til að undirstrika boðskap sinn. Mér er alveg óskiljanlegt, að við kristnir eigum að lifa í skugga lögmáls Gyðinga. Ætli færi þá ekki að fara um marga. Á að lífláta fólk í samræmi við lögmálið, þar sem það á við samkvæmt lögmálinu? Eiga konur að þola að undirgangast þær reglur, og framkomu, sem viðhafðar voru skv. Gamla Testamentinu? Eða eigum við að týna til eitthvað sem hentar okkur í það og það skiptið? Má nefna afstöðina til mála eins og stofnfrumurannsókna, afstöðuna til samkynhneigðra, prestsþjónustu kvenna o.s.frv. Kannski má eiga von á sömu afstöðu til þeirra sem uppvísir verða af hórdómi, til réttinda kvenna, til mágaskyldunnar, til sjúkra og fatlaðra (þeir eru taldir syndarar, þessvegna eru þeir sjúkir eða fatlaðir). Sjálfsagt mætti halda áfram til eilífðarnóns, en mig brestur þekkingu til að telja upp allar þær reglur og lög sem gamla lögmálið býður mönnum að búa við. Mér skilst að lögmálsþrælkunin leggi á menn að fylgja nær 600 reglum og lögum í sínu daglega lífi, og þá er ekki verið að tala um mannanna lög, heldur lög og afleiddar reglur gamla lögmálsins. Kristnir lögmálsdýrkendur leggja mikla áherslu á gamla lögmálið, en virðast gleyma nýja lögmálinu sem Jesú færði okkur, að minnsta kosti er þeim ekki jafn tíðrætt um það sumum. "Kjarni kenningarinnar um guðsríkið, að það væri komið í Jesú og með honum, varð til þess að Jesú hafnaði lögmáli gyðinga, eða uppfyllti það eins og hann sjálfur sagði.......Eina boðorðið sem einhverju skipti að dómi Jesú, var að elska guð og náungann eins og sjálfan sig, hið tvöfalda kærleiksboðorð. Í stað lögmálssiðfræði kom kærleikssiðfræði. Áður hafði maðurinn þurft að fylgja lögmáli til að frelsast. Nú skyldi kærleikurinn settur í öndvegi" (Þórhallur Heimisson, Hin mörgu andlit trúarbragðanna).
Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti. Viska er á vörum hyggins manns, en á baki hins óvitra hvín vöndurinn. (Orðkviðirnir 10, 12-13). Þó ekki vöndur lögmálsins eða hvað?
Trúmál og siðferði | Breytt 25.10.2007 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)