Færsluflokkur: Lífstíll

Forseti Íslands og Saving Iceland. Kvalræði rugludallanna!

Tvennt er það sem fer mest í taugarnar á pirruðu bullskjóðunum þessa dagana.  Forseti Íslands ætlar til Kína og Saving Iceland reynir að bjarga ásýnd Íslands (þessu sem eftir er).  Forseti Íslands á auðvitað að fara til Kína og það á að hlusta á Saving Iceland, sem og aðra umhverfisverndarsinna.  Að halda öðru fram er kerlingaraus og rugl! 

Auðvitað er ekki þægilegt fyrir öfgasinnaða hægrimenn og krata að viðurkenna að Hr.  Ólafur Ragnar Grímsson er sá forseti, sem gert hefur Íslendingum mest gagn, að öðrum ólöstuðumHann var fínn í pólitíkinni.  Það sést best á því hvað hægriöfgamennirnir þola hann illa.  Hann var jafnframt góður greinandi á menn og málefni.  Hver man ekki, þegar hann sagði um Davíð Oddsson, að hann hefði skítlegt eðli.  Betri greining á DO hefur ekki verið gerð.  Þetta geta öfgamennirnair ekki fyrirgefið Ólafi. 

Það er ábygglilega vont fyrir þá, sem vilja ganga gegnum lífið með lokuð augun, að viðurkenna að varðveita og vernda þurfi náttúruna.  Saving Iceland, Al Gore, Ólafur F. o. fl. trufla vitanlega sofanda- og aulagang okkar gagnvart náttúru jarðar.  Við viljum að ekkert trufli okkur í græðgi okkar og neysluæði.  Þar til við drepumst í eigin skít!  Far vel, mannkyn!

(Fyrir þá sem ekki muna, þá var Ólafur F. Magnússon hrópaður niður á flokksþingi öfga hægrimanna.  Kallaður föðurlandssvikari og eitthvað fleirra ljótt!  Það sem hann gerði af sér var, að hann vildi halda ræðu um náttúruvernd!  Hann yfirgaf flokksþingið undir hrópum skrílsins.  Ókvæðisorðum rigndi yfir hann flokksmönnum til ævarandi skammar (vonandi).  Ólafur sagði sig úr flokknum eftir þetta).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband