11.10.2007 | 20:24
Ríkissjónvarpið og pólitíkin!
Áður hef ég fullyrt að RÚV sé hallt undir Sjálfstæðisflokkinn. Það kom berlega í ljós í Kastljósi kvöldsins. Hægri drengurinnn Sigmar reyndi hvað hann gat að sauma að oddvitum nýja meirihlutans og var á köflum ansi hvass. Síðan kemur Vilhjálmur Þ. í viðtal þar sem tekið er á honum með þvílíkum silkihönskum og fær að blaðra með sína vitleysu fram og til baka á sínum forsendum. Sérkennilegt drottningarviðtal! Það hefði t.d. mátt fara ofaní saumana á því hvernig fyrri stjórnarmeirihluti taldi sig geta ráðskast með eigur borgaranna á löglausum fundum bakvið luktar dyr án umboðs, ef ég skil spurningu Umboðsmanns Alþingis rétt. Allaveg sér Umboðsmaður ástæðu til að spyrja um þetta atriði. Og reyndar held ég að kjósendum hafi verið nóg boðið. 80% þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun á vísi.is vildu losna við Vilhjálm og þar með D-listann.
Sjálfstæðismenn tuða um að borgin eigi ekki að taka áhættu með skattfé borgaranna með því að taka þátt í áhætturekstri. Á OR fyrirtæki borgaranna ekki hlut Enex fyrirtæki sem tekur þátt áhætturekstri í útlöndum, m.a. í Kína. Er ekki Landsvirkjun að hluta í eigu borgarinnar og í áhætturekstri. Lekur ekki af þessu tækifærismennskan?
Svo má benda á að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bíða eftir öðru tækifæri að geta stungið Villa í bakið aftur og tekið hann af sem leiðtoga í borginni!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 18:01
80% borgarbúa vildu Vilhjálm úr borgarstjórastólnum! Takk!
Nú er ljóst að ekki dugði að fórna Hauki Leóssyni í holumokstri borgarstjórnarflokks D-listans. Eitt alsherjarklúður í OR og REI málinu felldi borgarstjórnarmeirihlutann. Gísli Marteinn og fleiri höfðu stór orð um vináttuna á blaðamannafundinum. Það má kannski spyrja Hauk um vináttuna við Villa. Sjálfstæðismenn töluðu mikið um ágreininginn um söluna á REI. Ætli aðdragandinn að þessu máli öllu sé ekki frekar ástæðan fyrir falli meirihlutans. Björn Ingi er náttúrulega bara að bjarga eigin skinni. Það er einfalt: Upp komst um strákinn Tuma! Leynimakkið og pukrið í OR og REI er allt að komast uppá yfirborðið. Almenningi er misboðið. Umboðsmanni Alþingis er ofboðið og spyr hvaðan stjórnarmönnum í OR og REI kom vald til að fara með og ráðstafa hlutafé og eignum OR sem sínum eigin. Í framhaldinu væri gott að umboðsmaðurinn leyti eftir upplýsingum um það, hvernig standi á því að RÚV er farið að virka einsog einkaútvarp og sjónvarp Sjálfstæðinmanna. Dæmi: Strax eftir blaðamannafund nýja meirihlutans voru 2 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Ben. og Sigurður Kári komnir í beina útsendingu á rás2. Og strax eftir blaðamannafund Vilhjálms og félaga í sjónvarpinu er formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali í beinni útsendingu. Reyndar hafði Bogi Ágústsson endursagt ræður flokksfélaga sinna áður. Allt klárt fyrirfram fyrir flokkkinn! En það er von að borgarstjórnarflokkur D-listans sé sár. Það er ekki bara að þau hafi tapað meirihlutanum í borginni, heldur verða nú flest þeirra að fara að skipuleggja einkahagi sína uppá nýtt. Auðvitað er það áfall að missa vinnuna. Að ég tali nú ekki um hálaunuð borgarfulltrúa störfin með öllum nefndalaununum. Og horfa fram á þurfa að fara í verr borgaða vinnu, já mikið verr borgaða. 1200-1400 þúsund króna störf liggja ekki á lausu fyrir hvern sem er. En það vantar fólk á leikskólum borgarinnar!