20.11.2007 | 22:12
4 stig og yfir...
![]() |
Skjálftahrinan í rénun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2007 | 20:54
Stórhneyksli í uppsiglingu?
20.11.2007 | 20:24
Handstýring eða markaðsstýring?
Fyrrum þingmaður er greinilega ekki með á nótunum. Markaðshagkerfið hefur klúðrað húsnæðismálunum illilega. Raunar má segja, að allar götur síðan Húsnæðismálastofnun og Verkamannabústaðir voru lögð af hafi leiðin legið niður á við í málaflokknum. Ástandið hefur farið hríðversnandi eftir því sem bankarnir (markaðurinn) hafa orðið fyrirferðameiri á húsnæðislána markaðnum. Mestu mistökin voru e.t.v. að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Hvaða áhrif hefur það haft á verðið? Áhrif slíkra aðgerða eru ekki alltaf bein og augljós!
Það er enn von. Markaðssinnum hafði nefnilega ekki unnist tími og svigrúm til að leggja niður Íbúðalánasjóð. Hvar væru vextirnir á markaðnum, ef svo væri 12-15%? Hver veit? Það getur vel verið að þingmaðurinn sé sáttur við ástandið í dag. Hann er þá einn af sárafáum sem það eru. Getur skýringin verið sú, að hann hafi verið búinn að koma sér vel fyrir í lífinu áður enn markaðsvæðing var innleidd í húsnæðismálum og greitt henni atkvæði sitt á þingi.
Það einkennlegt hugleysi að þora ekki að skrifa undir nafni hér á blogginu! Vill ekki láta nafns síns getið, ja, hérna hér!
Það er annars ótrúlegt að viðkomandi sé fyrrverandi þingmaður miðað við það þroskastig sem birtist í bloggi og athugasemdafærslum hans. Frekar má ætla að hann hafi ekki náð kosningaaldri.
![]() |
Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)