Siðmennt???

Trúarofstækismennirnir trúlausu í þessu svokallaða "Siðmennt" gera sig nú líklega til að taka yfir stjórn skóla og kirkju.  Þessi örsmái sérvitringaklúbbur hefur hátt svo sem siður er ofstækismanna.  Það væri óskandi að ekki verði hlustað á klúbbinn.  Sennilega er til of mikils mæls að ætlast til að hinir "siðmenntuðu" leyfi 90% þjóðarinnar að lifa sínu lífi áfram án þeirra afskipta.  Við treystum okkur ágætlega til að ala börnin okkar upp án þeirra afskipta.  Þar á meðal til að ákveða hvaða kennslu/innrætingu börnin okkar fá.  Klúbburinn heldur svo bara áfram sínu félagsstarfi án okkar afskipta.  Í Guðs bænum, Siðmennt, látið okkur hin í friði með okkar líf og okkar börn og okkar trú! 

 


Bloggfærslur 29. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband