Kjósum um stefnumál flokkanna, Zero Framsókn!

Var að lesa nokkur Framsóknarmannablogg. Ósköp eitthvað erfitt hjá greyjunum. Íslandshreyfingin fer í taugarnar á þeim, jafnvel meira en Ingibjörg og Samfylkingin. Einn er farinn að renna hýru auga til formanns VinstriGrænna! Er það undarlegt, því einhver Framsóknar-Helga vill meina að hennar formaður sé mesti afburðarmaður sem gengur um á Íslandi í dag. Þannig að hróður Jóns og atgerfi er ekki öllum ljós í Framsóknarflokknum. Annars er leiðinlegt að sjá að Framsóknarbloggarar ætla að reka kosningabaráttu sína með óhróðri, skætingi og útúrsnúningi. Svona litla trú hafa þeir á málefnum sínum (ef einhver eru), eigin ágæti og reynslunni af stjórnmálagöngu sinni. VinstriGræn, Samfylkingin og Íslandshreyfingin eru öll í skotlínu Frammaranna. Þeir halla höfðinu ljúflega í kjöltu Íhaldsins, frelsara síns. Nú ætla þeir  í sameiningu, Villi góði (að eigin sögn) og Bingi, að bjarga ríkisstjórninni frá Sæbrautarklúðrinu. Faxaflóahafnir eiga að redda málinu. Meðan Framsókn sat í R-listaborgarstjórninni svelti ríkisstjórnin höfuðborgarsvæðið í vegamálum. Íhaldsherrarnir Sturla og Árni M. voru eins og staðir múlasnar gagnvart svæðinu. Fyrr skyldi frjósa í helvíti en þeir sýndu borgar og nágrannasveitarféögum samstarfvilja í vegamálum. Niðurstaðan er sú að flest banaslys í umferðinni verða á vegum sem liggja til og frá borginni. Nú lætur Ingi Björn sem Framsókn hafi ekki verið í R-listanum. Hann talar og skrifar, eins og þeir hafi ekki verið þar. Björn Ingi og Villi ætla að greiða úr fjármálaólestri og skuldasukki R-listans með því að sökkva borginni dýpra  í skuldafenið næstu 3 árin. Skuldir munu hækka um 40% per borgarbúa. Fara úr 971.000 í 1.364.000=393.000 hækkun. Eignir borgarinnar munu ekki vaxa sem þessu nemur, svo í hvað eiga þessir peningar að fara? Aftur að kosningarbaráttunni. Framsókn ætlar sér greinilega að hífa upp aumt fylgi sitt með auglýsingum auk þess sem að framan segir um kosningarbaráttu bloggara í Framsókn. Auglýsingamenn, spunameistaraog rægitungur er það sem þeir treysta á í baráttunni. Kannski geta sminkarar málað á Framsóknarmenn tímabundinn svip grandvarleika og stefnufestu. Seint held ég samt að til langframa fari af þeim spillingar- og hlaupatíkursvipurinn. Sem sagt, Zero Framsókn!


Bloggfærslur 22. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband