B-maðurinn

_blingi

Bingi B?

Hverjum er nú ekki sama um svona pælingar? Nývaknaður eða rétt ósofnaður? Who cares? Hverskonar sjálfhverfa er þetta?

Stóriðjustopp og áfram hagvöxtur.Zero Framsókn!

Ýmsir hafa tjáð sig um afleiðingar stóriðjustopps á efnahagslífið. Kreppa-kreppa-kreppa heyrist frá stjórnar- og stóriðjusinnum. Greiningardeild Glitnis birti efnahagsspá í vikunni sem ekki gerir ráð fyrir frekari stóriðjuframkvæmdum. Hagvöxtur:  2006: 2.6%; 2007s: 1,7%; 2008s: 3,5%; 2009: 2,6%; 2010: 3,3%. Þess má geta að meðalhagvöxtur í ESB árið 2006 var 2.6%. Ekki er að sjá merki um samdráttur og kreppu í hagspánni.  Hinsvegar mætti segja mér, að möguleikar til að ná jafnvægi í hagkerfinu fælist í stóriðjustoppi. Einnig tækifæri til að byggja upp atvinnlíf þeirra landshluta, þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður undanfarin ár. Látum ekki þá flokka sem sjá þau tækifæri ein sem felast í stóriðju villa okkur sýn með hræðsluáróðri sínum. Stofnun og uppbygging lítilla og meðalstórra fyrirtækja er víðast hvar í heiminum vaxtarbroddurinn í hagkerfi landa, og skila meiru til þjóðfélagsins. Í stóriðjuþennslunni hverfa þessir möguleikar í skuggann og frumkvæði fólksins fær ekki þann stuðning sem þarf. Stóriðjustoppið býður því upp á þann mögileika að virkja hugvit og frumkvæði.

Bloggfærslur 24. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband