Karl Matt. á þing.

Var að lesa bloggara sem hafði tekið saman hverjir kæmust á þing  og hverjir féllu miðað við niðurstöður skoðanakönnunar. Þá rifjaðist upp fyrir mér saga frá þeim tíma þegar Karl Matthíasson komst fyrst á þing. Mörður Árnason komst ekki inn í þeim kosningum. Mörður hitti ónefndan skólafélaga sinn á gangi og tóku þeir tal saman. Eitthvað barst talið að þinginu og nýafstöðnum kosningum. Segir þá Mörður: Flestir eru nú komnir á þing. Átti hann þar við Kalla.---"Og komust færri að en vildu", svaraði þá skólafélaginn fyrrverandi.  

Fátækir...

Hlustaði á hádegisfréttir með öðru. Mér heyrðist haft eftir Sigurði T., að það væru fleiri en fátækir sem stunduðu fjársvik (Rétt skal vera rétt. Hann sagði: Það er ekki einvörðungu fátækt fólk, sem fremur auðgunarbrot). Ég trúi því varla að ég hafi heyrt rétt. Eða trúir Sigurður T. því í alvöru, að fátækir "stundi fjársvik". Vonandi þá ekki í stórum stíl, því þá væru þeir væntanlega ekki fátækir lengur eða hvað? Ef ég heyrði rétt, þá eru þessi orð Sigurðar T. sennilega það vitlausasta sem opinber embættismaður hefur látið útúr sér, held ég. Viðbót: Trúir saksóknari því, að það sé frekar fátækt fólk sem fremur auðgunarbrot? Þetta þykja sjálfsagt fréttir, en hvað hefur saksóknari fyrir sér í því?
mbl.is Spilling á hæsta stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80 milljónir síðast, hvað nú...

Hvernig fer nú framsókn að í kosningabaráttunni? Mælast með innan við 10% fylgi. Hvernig eiga þeir að auglýsa sig upp í fylgi með 28 milljónum? Varla dugar  það þeim uppí 18% fylgi, eins og síðast. Falla nú vonir Framsóknarmanna  fagurlega til jarðar, eins og fiður af hænsnfoglum?
mbl.is Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband