Því minna því betra!

Bloggvinur minn, Eyþór Arnalds, fer í gegnum það hvað stjórnmálaflokkarnir hafa eytt í auglýsingar fyrir kosningarnar fram að þessu. Þar má sjá að djélistinn hefur eytt minnstum peningum. Það sýnir, að eftir því sem djélistinn lætur minna á sér bera því betur gengur honum. Hvernig skyldi nú standa á því?

Guðjón A.

Já, Guðjón fær A+ fyrir frammistöðuna í Silfrinu! Ólíkt geðfelldari framsetning á málefnum innflytjenda en hjá öðrum frambjóðendum frjálslyndra. Kannski vegna þess að hann er svo græskulaus og heiðarlegur í framan.

Kostuleg umræða um öryggismál Íslands!

Eru Rússarnir að koma eða einhvejir aðrir?  Hefur einhver áhuga á að ráðast á Íslendinga og taka landið af okkur? Til hvers er varnarsamningur "á friðartímum"? Er fortíðin en og aftur að leggja sína helbláu köldu hönd á umræðuna? Er kaldastríðinu ekki lokið í íslenskum stjórnmálum? Þurfum við alltaf að sækja annað í björgunarmálum? Eigum við enn að trúa því, að við höfum ekki efni á því á að reka björgunar- og öryggisstarfssemi í landinu? Þau gleymast seint orðin, sem Davíð lét falla, þegar hann sté á land eftir að hafa myndað ríkistjórn með Jóni Baldvin: Nei, við höfum ekki efna á að kaupa og reka björgunarþyrlu!  Er þetta hugsunarhátturinn sem liggur að baki þessari umræðu?

"Ekkiaðdáendaklúbbur" Ólafs Ragnars!

fortidinAð gefnu tilefni!

Bloggfærslur 29. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband