11.5.2007 | 18:41
Full ástæða til að fella stjórnina!
![]() |
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Stöðvar 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu
Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði.Vísitala neysluverð hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí og lækkaði tólf mánaða verðbólga við það úr 5,3 prósentum í 4,7 prósent. Þetta er talsvert minni verðbólgulækkun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir í spám sínum.
Greiningardeild Kaupþings bendir á að niðurstaðan hafi verið umfram væntingar en bætir því við að hækkunina megi einkum rekja til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði og eldsneyti. Þá voru talsverðar hækkanir á verði matar- og drykkjarvara í mánuðinum.
Greiningardeildin telur líkur á að verðbólga haldi áfram að lækka á árinu en dregur í efa að 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans muni nást á árinu. Muni verðbólga halda áfram að mælast nokkuð yfir markmiðunum fram á næsta ár, að mati deildarinnar.
Verðbólguumfjöllun greiningardeildar Kaupþings
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 12:16
Hann-ess svarar fyrir skattpíningarstefnuna!
Hann-ess skrifar þessar athugasemdir við greinar Indriða H. Þorlákssonar. Ekki er vitað til að hann-ess hafi neitt vit á hagfræði. En kannast nokkur við tóninn?
"Greinar þínar bera þess keim, að þú sért í pólitískum erindagjörum, enda varst það þú, sem reiknaðir upp á þitt eindæmi og persónulega út Gini stuðla fyrir þá Stefán Ólafsson og Þorvald Gylfason, og reiknaðir þá vitlaust (tókst með söluhagnað af hlutabréfum, sem ekki er gert annars staðar). Þannig fóru þeir fram með rangar tölur og ósambærilegar, sbr. skýrslu Evrópusambandsins . HHG.
Það, sem þú ert að segja, er hið sama og Stefán Ólafsson tönnlaðist á, að hlutfall skatttekna af VLF hefur hækkað. Það er viðurkennt og vitað. En það er einmitt vegna framfaranna (minna tapreksturs fyrirtækja og hærri tekna almennings), eins og ég skýrði út hér áðan. Það er villandi að segja um það, að skattbyrðin hafi þyngst." HHG.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 11:20
Skattastefna ríkisstjórnarinnar!
"Á árinu 1992 voru tekjuskattar einstaklinga að meðaltali um 17% af heildartekjum þeirra. Árið 2005 var meðalskatthlutfallið orðið um 22% og hafði því hækkað um 5 prósentustig eða rúmlega fjórðung. Hjá hjónum í lægsta tekjufjórðungi hækkaði skattbyrðin um 10 til 14 prósentustig, Hjá hjónum með meðaltekjur hækkaði skattbyrðin um 4,5 til 6 prósentustig, Hjá hjónum með hærri tekjur en ¾ hlutar allra hjóna hækkaði skattbyrðin um nálægt 2,5 prósentustig. Hjá þeim 10% hjóna sem hæstar tekjur hafa lækkaði skattbyrðin um 2 til 25 prósentustig.
Réttilega hefur verið bent á að sú staðreynd að laun hafa hækkað hefur leitt til aukinnar skattbyrði. Í tekjuskattskerfi með skattleysismörk og stígandi meðalskatthlutfall gerist það sjálfkrafa ef ekki er gripið inn í og föstum kerfisins breytt. Sé breytingar gerðar í hlutfalli við tekjubreytingar helst skattbyrðin óbreytt en ef þær fylgja verðlagsbreytingum hækkar skattbyrðin á uppgangstímum og raungildi skatta eykst á kostnað ráðstöfunartekna. Í samdrætti eru áhrifin andstæða þessa. Á síðustu árum hefur hvorugri þessari aðferð verið beitt en sú leið valin að hækka ekki skattleysismörkin í samræmi við tekjur og verðlag en lækka í stað þess skatthlutfallið. Óhjákvæmileg afleiðing slíkra aðgerða er að færa skattbyrðina af þeim sem sem hafa hærri tekjur á hina sem eru tekjulægri eins og tölurnar bera með sér.
Á það hefur einnig verið bent að þrátt fyrir aukna skattbyrði hafi ráðstöfunartekjur á föstu verðlagi hækkað. Er það rétt að vissu marki en ekki algilt. Þrátt fyrir almenna hækkun tekna hafa ekki allir hærri ráðstöfunartekna en þeir hefðu haft með sömu rauntekjur á fyrri árum. Hjón með allt að 4 milljónir í árstekjur 2005, en í þeim hópi eru um 19% hjóna, greiddu allt að 5% hærri skatt en hjón með sömu rauntekjur greiddu 1995. Ráðstöfunartekjur þeirra voru því lægri en þær hefðu verið með skattkerfinu frá 1995. Hjón með 4 - 6 millj. kr. tekjur 2005 greiddu svipað hlutfall tekna sinna í skatt og þeir hefðu greitt fyrir 10 árum af sömu rauntekjum. Aðrir með hærri tekjur greiða lægra hlutfall af rauntekjum í skatt en áður frá um 1% með 6-8 m.kr. í tekjur og upp í 15% þegar tekjur eru yfir 30 m. kr. Sé litið á rauntekjur hefur skattbyrði hækkað að jafnaði um 2 prósentustig. Hækkuð skattbyrði hefur leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. 20% tekjulægstu hjóna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur."
Berum þetta saman við málflutning ríkisstjórnarinnar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 10:53
Skattastefna ríkisstjórnarinnar! Sannleikurinn kemur í ljós!
"Í OECD ríkjunum lækkuðu tekjuskattar einstaklinga úr 10,5% af VLF í 9,1% frá 1990 til 2004. Á sama tíma hækkaði þetta hlutfall á Íslandi úr 8,3% í 14,3% eða um 6 prósentustig og var hlutfallið á Ísland þá orðið það fjórða hæsta í OECD." Indriði H. Þorláksson
"Því hefur verið haldið fram að skattbyrði hafi ekki hækkað því kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist. Slík röksemdafærsla er byggð á misskilningi því skattbyrði getur hækkað án þess að leiða til skerðingar á kaupmætti einstaklinga ef tekjur þeirra vaxa á sama tíma meira en sem nemur verðlagsbreytingum. Hækkun skattbyrði við slíkar aðstæður þýðir þó að kaupmáttur ráðstöfunarteknanna hækkar minna en kaupmáttur tekna fyrir skatt. Einstaklingarnir sjá á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinna til hins opinbera en áður var sem þýðir að skattbyrðin hefur aukist." Indriði H. Þorláksson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 10:16
Skrýtinn bloggari, landgönguliðinn! Zero framsókn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2007 | 10:04
Lúnkinn húmoristi, Jóhannes!
"Strikið yfir siðleysið" -áskorun til sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Með því að strika Björn Bjarnason út á sem sagt að þurrka út siðleysi djélistans. Það er nú gott að BB hefur breytt bak, en hræddur er ég nú um að siðleysi sjálfstæðisflokksins þurfi meira pláss en eitt bak.
11.5.2007 | 09:54
Launaskrá Morgunblaðsins?
![]() |
Ríkisstjórnin héldi velli skv. könnun Blaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2007 | 09:46
Harmónikkuspil?
![]() |
Ríkisstjórnin með meirihlutafylgi skv. könnun Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |