Rólegan æsing, stilla sig!

Það er nú óþarfi að fara úr límingunum, þó mönnum þyki gengið framhjá sér og sínum flokki í stjórnarmyndunarviðræðum.  Reiðin virðist sjóða í sumum og pirringurinn óþarflega mikill og útbreiddur.  Það er nú ekki, einsog öll nótt sé úti.  Það er ekki búið að mynda stjórn. Auk þess hefur stjórnarandstaðan hlutverk á þingi.  Yfirlýsingagleði og einhver óvild gagnvart Framsóknarmönnum er t.d. að einangra VinstriGræna og formann þeirra. Kolbrún pirruð á stöð 2 (nennti ekki að hlusta á þær stöllur).  Æsingur og svekkelsi er svo leiðinlegt á að hlusta. Formaður Framsóknar lætur, einsog svikin eiginkona og hreytir úr sér skætingi. Frjálslyndi formaðurinn einn heldur stillingu sinni enda sjálfsagt ekki búist við ráðherrastól fyrir sig og sína.  Enginn hefur verið svikinn í tryggðum!   


Steingrímur!

Á nú endanlega að spila rassinn úr buxunum?  Hugsaðu, maður, hugsaðu! 
mbl.is Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún.

Nú reynir á hve hratt ISG getur kyngt kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar.  Geir tekur hvorki mark á stefnusskránni sinni né samþykktum síns flokks, það er ekki til siðs á þeim bæ, og þarf því engu að kyngja!

ingibj   Og Geir með öngulinn í rassinum?


mbl.is Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru Sjálfstæðismenn!

Geir með öngulinn í rassinum!  Það hlýtur að vera sárt fyrir flokksmenn að horfa uppá formann sinn ganga einsog beiningamann á fund forsetans, erkióvinar Sjálfstæðismanna.  Og þyrfa að biðja hann um umboð til að reyna stjórnarmyndun með Ingibjörgu Sólrúnu, öðrum erkióvini.  Hún hefur varla talist viðræðuhæf af innanbúðarmönnum Sjálfstæðisflokksins, hvað þá samstarfshæf.  It takes two to tango!


mbl.is Fundi Ólafs Ragnars og Geirs lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn og stjórnarmyndunin.

  Það tók Geir 5 daga að komast að því að stjórnin hefði ekki nægan þingmeirihluta til áframhaldandi stjórnarsetu, eða þannig.  Meðan Jón reyndi að dekstra Geir, sat Geir á svikráðum við Jón.  Geir hefði átt að segja af sér, fyrir sig og ráðuneyti sitt, á Sunnudaginn var.  Og það hefði hann gert, ef hreinskiptni og heiðarleiki hefði einhverja þýðingu fyrir hann.

  Nú ætlar Geir sem sagt á Bessastaði á morgun, segja af sér og segja Forseta Íslands að núna langi hann að reyna að mynda stjórn með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.  Sem er skrýtið, vegna þess að skoðanar Sjálfstæðismanna á Ingibjörgu hafa til þessa skipað henni á bekk með óviðræðuhæfum!  Um Bessastaðaför Geirs er það að segja, að ekki er víst að sú ferð verði til fjár.  Ekki er víst að forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, hugnist ýmislegt, sem Sjálfstæðismenn hafa sagt um forsetaembættið og hann sjálfan undanfarin misseri.  Og allra síst síðasta aðför Sjálfstæðismanna að embættinu og þeirri persónu sem skipar það nú.  Sú skoðun, að forsetinn sé "ógnun við lýðræðið" teygir sig langt inní raðir Sjálfstæðismanna, þar á meðal forystumanna flokksins.  Steingrímur J. Sigfússon hefur bent á, að samkvæmt venjum um stjórnarmyndanir væri eðlilegast að formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins fengi umboð til stjórnarmyndunar.  Það mætti alveg eins segja, að eðlilegast væri að sá stjórnarandstöðuflokkur sem bætti við sig í kosningunum ætti að fá umboðið.  Það væri alveg eðlilegt.  Það er nefnilega ekki sjálfgefið að Geir fái umboði.

Merkilegt nokk kveður við nýjan tón hjá Geir H. Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins, ef marka má Fbl. "...ef ég fæ til þess umboð frá forseta Íslands...".  Þetta eru svolítið merkileg orð hjá Geir miðað við hvernig Sjálfstæðismenn hafa látið lengi gagnvart forsetaembættinu.  Þeir hafa lengst af sem minnst viljað vita af forsetanum.  Talið að hann hefði lítið sem ekkert hlutverk.  Reyndar sýnt forsetanum bæði dónaskap og fyrirlitningu.  Má minna á framkomu þeirra í fjölmiðlamálinu frá a-ö og svo þessa óskemmtilegu umræðu þeirra um forsetann í miðri kosningabaráttunni.  Það verður fróðlegt að sjá framan í t.d. Ástu Möller við næstu þingsetningu.  Og hvað hrópar hún þá: "Niður með forsetann" í staðinn fyrrir "Húrra". 

Sjálfstæðismenn hafa lýst þeirri skoðun sinni uppá síðkastið að forsetanum verði að halda fyrir utan stjórnarmyndanir.  Hann væri "ógnun við lýðræðið".  Síðan Davíð Oddson var og hét hafa þeir talað, einsog þeir hefðu hér einkaleyfisrétt á rekstri íslensks samfélags, gera sumir enn.  Þar innifalið væri að ákveða hver færi með umboð til stjórnarmyndunar.  Þeim sem efast um þetta er bent á ummæli Ástu Möller og níðskrif ritstjóra Morgunblaðsins um forsetann.


Ógnun við lýðræðið?

Þeir hljóta að eiga bágt í dag Sjálfstæðismennirnir sem trúa því að Forsetinn sé ógnun við lýðræðið.  Það væri eflaust gaman að vera fluga á vegg á ritstjórn Morgunblaðsins í dag!  Hvað segja ritstjórarnir og hverju trúir Ásta Möller í dag?
mbl.is Geir gengur á fund Ólafs Ragnars á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband