31.5.2007 | 22:56
Steingrímur Sigfússon.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 22:37
Guðríður Lilja...
...bar af þingmönnum í kvöld, eins og gull af eiri.
Flatneskjan í ræðuhöldum annarra þigmanna var þvílík, að líkast var að komið væri að síðustu dögum íslenskrar tungu. Hvergi var neisti af mælsku eða fallegri hugsun og frumleika í beitingu tungunnar. VgLiljan gnæfði yfir aðra þingmenn í orðfæri og hugsun!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2007 | 22:23
Siðareglur hins siðlausa meirihluta.
Nú ætlar ríkisstjórnin að setja þingmönnum siðareglur. Óljóst er hvaðan hún þiggur umboð til þess. Ríkisstjórnin er sett undir þingið en ekki yfir, þ.e. skv. stjórnskipuninni, en ætlar greinilega að setja sig yfir það. Það er ljóst að blekkinguna miklu um þingræðið verður taka útúr stjórnaskipuninni og setja inn reglur sem er í takt við raunveruleikann. Annar kostur er að endurreisa sjálfstæði þingsins og stöðva yfirgang ráðherra gagnvart því. Það er komið nóg af ráðherraræðinu, sem er hættulegt lýðræðinu, sbr. yfirgang ríkisstjórnarinnar/forsætisráðherra í fjölmiðlamálinu og í Íraksmálinu.
Þess saknaði ég svo mest í kvöld, að Árni Johnsen var ekki einn af ræðumönnum stjórnarinnar, þessarar sem ætlar að siðvæða Alþingi Íslendinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2007 kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)