Bætt kjör láglaunafólks? Ábót.

Ekki nóg með einfeldnislegan málflutning, heldur fer framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, með rangt mál þegar hann nefnir upphæðina, sem sérstök hækkun persónuafsláttar myndi "kosta ríkissjóð".  Mun þar aðeins skakka 26 milljörðum.  Svona villu leyfa sér þeir menn einir sem vanir eru að fjalla um fé sem þeir eiga ekki sjálfir.

Kostar ríkissjóð?  Fer það nú ekki að verða svolítið þreytt röksemd?  Og hvað með það þó að það kosti ríkissjóð einhverja peninga.  Er ekki kominn til að opna fyrir einhverja aðra sýn á veruleikann en þessa þreyttu sýn öfgafullra hægri manna frjálshyggjunnar.  Allar umbætur kosta peninga, en umbætur skila venjulega góðum árangri.  Öll samfélagsleg starfsemi kostar peninga.  Hægri öfgamenn vilja í orði kveðnu minnka umsvif ríkisins, en auka þau sífellt, þrátt fyrir sífelldan niðurskurð í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu.  Öll samfélagslega neysla, félagsleg aðstoð, heilbrigðisþjónusta og skólakerfi er í sífelldu fjársvelti.  Hvert fara svo auknar tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld?  Má sem dæmi nefna fáranlegan eftirlitsiðnað, sem skilar verri árangri en þegar sama starfsemi var á hendi opinberra fyrirtækja.  List- og skemmtiiðnað af ýmsu tagi sem rekinn er undir formerkjum listar.  Ekki má gleyma styrkjum til rekstrar samtaka atvinnulífsins af ýmsu tagi.  Rekstur rannsóknarstofnana sem þjóna atvinnurekendum og þeir tíma ekki að reka sjálfir fyrir eigið fé og enn síður að þeir hafi áhuga og frumkvæði til þess.

Hvað myndi ríkissjóður fitna mikið, ef laun væru hækkuð um 3% og hvert myndu þeir peningar renna á endanum?  Kannski í lækkaða skatta hátekjumanna?  Allavega ekki til Félagsmálaráðuneytisins eða Heilbrigðisráðuneytisins, þ.e. verkefna þeirra.  Reyndar virðist allt stefna í að ráðherra heilbrigðismála muni leggja heilbrigðisþjónustuna í rúst með einkavæðingarrugli.


Ys og þys útaf engu?

Ég bara spyr.  Farþegarnir voru hræddir.  En hræðilegt!  Verður þetta fólk aldrei hrætt í sínu daglega lífi?  Við vinnu og störf?  Fjöldi fólks sem vinnur þannig vinnu að aðstæður valda stundum hræðslu.  Og er alveg eðlilegt.  Manneskjur mæta kringumstæðum sem valda því hræðslu, bæði börn og fullorðnir.  Hræðsla er alveg eðlilegur hlutur.  Viðbrögð við hættu, raunverulegri eða ímyndaðri.  Það hefði verið ljótt hefði flugvélin farist vegna þess að flugmennirnir voru uppteknir við að hugga farþegana!  Skrýtinn þessi nútími!  Það má engum leiðast og enginn verða hræddur.  Hverslags eiginlega skemmtun vill fólk að lífið sé? 
mbl.is „Ástandið um borð hræðilegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætt kjör láglaunafólks?

Það er alveg merkilegt, hvað Sjálfstæðismönnum er einstaklega illa við allar hugmyndir um að bæta kjör þeirra sem minnst hafa handa á milli, þ.e. láglaunafólks og lífeyrisþega.  Þetta hefur verið rauði þráðurinn í öllum þeirra málflutningi í skatta- og kjaramálum svo lengi sem nokkur man.  Nú kemur þessi fyrrverandi þingmaður og kjölturakki Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Egilsson, með illa ígrundaða og órökstudda gagnrýni á hugmyndina um sérstaka hækkun persónuafsláttar. En þessi málflutningur hans er í algeru samræmi við stefni hægriöfgamanna í skattamálum.  En feillinn sem Vilhjálmur gerir, sem málpípa Samtaka atvinnulífsins, er að hugsa málið ekki til enda.  Þannig er, að gerist A, þá gerist líka B.  Flóknara er það ekki!  Hvert munu þessar krónur renna, sem hugmyndin er að hækka persónuafsláttinn um.  Jú, stærstur hluti þeirra myndi renna aftur í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, tolla, vörugjalda, beinna skatta á fyrirtæki o.s.frv.  Heldur Vilhjálmur, að þessir peningar hverfi einfaldlega sjónum ofaní djúpa vasa fólks og inná verðtryggða reikninga?  Varla er hann svo einfaldur, eða hvað?  Er ekki málið, að í hvert skipti sem upp kemur hugmynd um að breyta til í skattakerfinu láglaunafólki til hagsbóta, þá byrja hægriöfgamenn að hrópa: Úlfur, úlfur...!Þetta kostar ríkissjóð, þetta kostar ríkissjóð...!  Það hefur dugað.  Það að umbætur kosti ríkissjóð er orðin gild röksemdarfærsla, líkt og röksemdarfærslurnar:  Það er svona í löndunum sem við viljum bera okkur saman við ..., erlendir sérfræðingar segja ...,.  Fullyrðingin "mun kosta ríkissjóð" er orðin  röksemdarfærsla í sjálfri sér líkt og hinar hér að framan.  En jafn ómerkileg og innihaldslaus!
mbl.is Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn svíkur Samfylkingin!

Það hefur ekki farið hátt, að barnabætur og vaxtabætur munu á þessu ári lækka enn einu sinni að raunvirði.  Samfylkingin hefur haft um það stór orð, að barnabætur verði endurskoðaðar og hækkaðar.  Sama á við um vaxtabætur.  Ekki sér því stað í fjárlagafrumvarpinu.  Enn á að lækka raunvirði þessara bótaþátta, reyndar einsog annarra bóta frá ríkinu.  Barnabætur og vaxtabætur vega kannski ekki nóg í heimilisbókhaldi flestra Íslendinga til að það veki nokkra athygli, þó þær séu skertar enn einu sinni.  Og ekki fara nú fjölmiðlar í eigu og undir stjórn Sjálfstæðismanna að vekja athygli á málinu.  En það eru reyndar allir fjölmiðlar í landinu ýmist í eigu eða undir stjórn þeirra, svo þöggunin er ekki flókið mál.  En hvað orðið hefur um fyrirætlanir Samfylkingarinnar um umbætur í félags-, almannatrygginga- og heilbrigðismálum veit ég ekki.  En ekki sést að nein breyting hafi orðið í þeim málaflokkum, þó Samfylkingin hafi tekið við hlutverki Framsóknarflokksins.

Bloggfærslur 5. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband